2004

Útgefið efni 2004

Yerma

Hið sígilda leikrit Yerma eftir Federico Garcia Lorca er gefið út á tvímála útgáfu á íslensku og spænsku.

Í bókinni birtist frumtexti við hlið þýðingarinnar, auk neðanmálsgreina þýðenda þar sem ýmis málleg og menningarleg atriði textans eru skýrð. Lesanda gefst hér færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Margrét Jónsdóttir hefur einnig ritað ýtarlegan fræðilegan inngang að bókinni til frekari skýringa og samið æfingar fyrir spænskunema sem er að finna aftast.

Ritstjóri bókarinnar er Álfrún Gunnlaugsdóttir en ritstjóri ritraðar er Gauti Krismannson og Peter Weiß. Þýðendur eru Margrét Jónsdóttir og Karl J. Guðmundsson.

Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2004.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is