Ársskýrsla 2003

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að stuðla að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum. Helstu fræðasvið sem heyra undir stofnunina eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála og máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk rannsóknastarfs er markmið stofnunarinnar að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans sem utan. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og hún er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og málstofum og stendur að útgáfu fræðirita.

Stjórn, fagráð og starfsfólk

Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2003 var Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku, og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku. Auk þeirra sátu í fagráði SVF Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingarfræðum, Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku og Matthew J. Whelpton, dósent í ensku. Margrét Jónsdóttir lét af störfum við Háskóla Íslands haustið 2003 og þá tók Ásdís Rósa Magnúsdóttir, lektor í frönsku, sæti hennar í fagráði. Fagráðið var kosið til tveggja ára árið 2002. Á árinu voru haldnir 12 fundir í fagráði.

Helstu verkefni fagráðs voru:

 • stefnumótun
 • dagskrárgerð
 • kynningarmál, m.a. kynningarbæklingur um SVF og Styrktarsjóð SVF, kynningarátak í Danmörku
 • fjáröflun 

Guðný Guðlaugsdóttir var verkefnisstjóri í fullu starfi til 15. júní en þá tók Sigfríður Gunnlaugsdóttir við starfinu.

Bókagjafir til SVF

Á árinu 2003 bárust SVF veglegar bókagjafir. Þann 19. september færði Jón Ármann Héðinsson stofnuninni að gjöf 40 bækur á spænskri tungu. Þar var um að ræða bæði frumsamin verk á spænsku og þýðingar en bækurnar voru sérútgáfa á Spáni, að frumkvæði stærsta blaðs landsins, El País. Vigdís Finnbogadóttir og Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku veittu bókunum viðtöku.

Í september kom japanski rithöfundurinn Haruki Murakami til Íslands á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Hann flutti fjölsóttan fyrirlestur á vegum SVF þann 9. september.Við það tækifæri færði hann stofnuninni að gjöf japanskar útgáfur sjö bóka sinna. Í lok árs færði Haruki Murakami SVF að gjöf heildarútgáfu verka sinna á japönsku.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnaður 22. janúar 2003, en þá var skipulagsskrá hans undirrituð við hátíðlega athöfn. Frumstofnendur sjóðsins voru Háskóli Íslands og Kaupþing banki hf. Hólmfríður Einarsdóttir undirritaði skipulagsskrána f.h. Kaupþings, en Soffía Hauksdóttir f.h. Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi SVF og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar.

Stjórn sjóðsins skipa: Frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður sjóðsstjórnar, Páll Skúlason, rektor H.Í., Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskips ehf., Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Kaupþings, Hrönn Greipsdóttir, hótelstýra Hótel Sögu, Hörður Sigurgestsson, rekstrarhagfræðingur, Matthías Johannessen, skáld, Ólafur B. Thors, lögmaður og Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.

Markvisst hefur verið unnið að því að afla fjár í sjóðinn m.a. í tengslum við kynningu á stofnuninni í Danmörku og hefur sú vinna borið nokkurn ávöxt. Þeir sem leggja sjóðnum lið fram til 15. apríl 2005 teljast stofnendur hans skv. skipulagsskrá, en þá er stefnt að því að fyrsta úthlutun úr honum fari fram í tilefni af  75 ára afmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur. Eftirtaldir aðilar, auk frumstofnenda, styrktu Styrktarsjóð SVF á árinu 2003
 

 • DFDS A/S
 • Sparisjóður Hafnarfjarðar
 • Royal Scandinavia

Fjáröflun

Það framlag sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær í sinn hlut frá Háskóla Íslands nægir hvergi til að standa undir starfsemi stofnunarinnar og því ræðs hún að miklu leyti af framlagi og styrkjum frá utanaðkomandi aðilum. Mikil vinna hefur verið lögð í fjáröflun og hefur stofnunin notið styrkja frá hinu opinbera, innlendum og erlendum sjóðum og stofnunum. Þá hafa íslensk og erlend fyrirtæki lagt stofnuninni lið.

Helstu styrktaraðilar SVF á árinu 2003 voru:
 

 • Ríkisstjórn Íslands
 • Menntamálaráðuneytið
 • Utanríkisráðuneytið
 • SPRON
 • Eimskip
 • Prentsmiðjan Gutenberg
 • Icelandair
 • Grandi hf.
 • Norræni menningarsjóðurinn
 • Selma og Kaj Langvads Legat
 • Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde

Dagskrá

Árið 2003 stóð SVF fyrir fjölbreyttri og viðamikilli dagskrá, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar á sviði tungumála, bókmennta og menningarfræða auk rithöfunda og þýðenda fluttu fyrirlestra. Auk einstakra fyrirlestra stóð SVF fyrir málstofum og ráðstefnum á fræðasviði sínu.

Fyrirlestraröð
 

 • Dr. Eyþór Eyjólfsson, doktor í japönskum málvísindum, kjörræðismaður Íslands í Japan: „Er japanska fyrir útlendinga?“
 • Jens Lohfert Jørgensen, lektor í dönsku við Háskóla Íslands: "Der er ingen anden virkelig Ende mulig end Døden: um fagurfræði dauðans i skáldskap J.P. Jacobsens."
 • Dr. Ásdís R. Magnúsdóttir, lektor í frönsku við Háskóla Íslands: „Trú og þjóðtrú í Rólantskvæði.“
 • Dag Heede, lektor við Syddansk Universitet í Odense: "En ny mærkelig dansk litteraturhistorie: for en anden fordeling af dumhed og blindhed".
 • Dr. Erla Hallsteinsdóttir, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands: „Tvímála tölvuorðtakasöfn og orðabókafræði.“
 • Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands: „Jafnrétti fjölmenningar og fjöltyngis: um kynferði málfræði, málnotkunar og þýðinga.“
 • Enrique del Acebo, prófessor í félagsfræði við del Salvador háskólann í Buenos Aires: „Þjóðfélagsástandið í Argentínu: Félagssálfræðilegt sjónarhorn.“
 • María-Luisa Vega, prófessor við Complutense Universidad í Madrid: „Um tvítyngi barna.“
 • Luise Liefländer-Koistinen, dósent við Háskólann í Joensuu/Savonnlinna School of Translation Studies: "Die Rolle von Partikeln beim Textverstehen und Übersetzen - untersucht anhand von Dialogen aus G. Grass Ein weites Feld".
 • Haruki Murakami, japanskur rithöfundur fjallar um verk sín.
 • Dr. Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingafræði við Háskóla Íslands: "Sir Walter Scott and Eyrbyggja Saga: the End and Beginning of Icelandic Literature"
 • Þórdís Gísladóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvað er tvítyngi?“
 • Dr. Kaoru Umezawa, lektor í japönsku við Háskóla Íslands: "Some Unique Characteristics of the Japanese Language"
 • Dr. Ommo Wilts, Kílarháskóla: "Dialekt und Widerstand. Der nordfriesische Lyriker Jens Emil Mungard (geboren 1885 Keitum - gestorben 1940 KZ Sachsenhausen)."

Fyrirlestraröð um grænlenskt mál, menningu og bókmenntir

Fyrirlestraröðin um grænlenskt mál, menningu og bókmenntir var samvinnuverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna hússins og Vestnorræna menningarsetursins í Hafnarfirði. Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
 

 • Thue Christianssen, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra heimastjórnar Grænlands: „Um grænlenska list og aðstæður til listsköpunar.“
 • Benedikta Þorsteinsson, formaður KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands: „Grænland á tímamótum:  um stjórnmálasögu landsins og áherslur í átt til sjálfstæðis.“
 • Frederikke Blytmann Trondhjem, sendilektor við Institut for Eskimologi,  Hafnarháskóla: "Eskimoiske sprog med særlig fokus på grønlandsk sprog."
 • Kirsten Thisted, lektor við Stofnun norrænna fræða, Hafnarháskóla: "Mundtlig fortællekunst i Grønland - før og nu".
 • Karen Langgård, lektor við Institut for grønlandsk sprog, litteratur og medier, Ilisimatusarfik / Grønlands Universitet: "Introduktion til den grønlandsk litteratur - ud fra et postkolonialt perspektiv."
 • Ida Heinrich syngur grænlensk lög (Vestnorræna menningarsetrið í Hafnarfirði).

Málþing um tungumál og atvinnulífið

Misserislegt málþing helgað tungumálum og atvinnulífinu er orðinn fastur liður í starfi stofnunarinnar.

Vormisseri: Árangursrík íslenskukennsla á vinnustöðum. Fyrirlesarar: Ingibjörg Hafstað, forstjóri Fjölmenningar ehf., Birna Arnbjörnsdóttir, lektor í íslenskum og enskum málvísindum við HÍ, Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf., Skúli Thoroddsen, forstöðumaður miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Haustmisseri: Íslensk lög af erlendri tungu: um lagaþýðingar á Íslandi. Fyrirlesarar: Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild HÍ, Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingafræðum við HÍ, Hildur Pétursdóttir, deildarstjóri Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Málþing um erlendar bækur í íslenskum þýðingum

Málþing um þýðingar og verk erlendra höfunda í íslenskri menningu var haldið í nóvember 2003 í samvinnu við Hugvísindastofnun og Þýðingasetur HÍ. Fyrirlesarar: Friðrik Rafnsson, Jóhann Páll Valdimarsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Hjálmar Sveinsson. Auk þess lásu þýðendurnir Guðbergur Bergsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Halla Sverridsóttir, Árni Óskarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir auk Sigríðar Þorgeirsdóttur upp úr verkum sem út komu í þýðingu á árinu. Erindin sem flutt voru á málþinginu birtust í vefritinu Kistunni.

Ráðstefnur

Alþjóðleg málfræðiráðstefna: "Null Subjects and Parametric Variation." Skipuleggjendur: Matthew Whelpton og Jóhannes Gísli Jónsson. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hugvísindastofnun í júlí 2003. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru:
 

 • Anders Holmberg, University of Durham: "Are there any null-subjects"
 • David Willis, University of Cambridge: "The Structure of Parametric Variation in DPs-Some Evidence from Welsh"
 • Teresa Biberauer & Ian Roberts, University of Cambridge: "Changing EEP Parameters in the History of English"
 • Tyler Peterson, University of British Columbia: "The Morphosyntax of Subject pro: A Case of Grammatical Relations and Ergativity"
 • Halldór Ármann Sigurðsson, Lund University: Modern Icelandic Null Subjects"
 • Þórhallur Eyþórsson, University of Manchester: "Null Argumens in Icelandic in a Historical Perspective"
 • Anna Cardinaletti, University of Venice & Lori Repetti, SUNY, Stony Brook: "Null Subjects and Inversion in Phenomena in Italian and Northern Italian Dialects"
 • Jeannette Schaeffer & Dorit Ben Shalom, Ben-Gurion University of the Negev: "On Child Subjects in a Partially pro-drop Language"
 • Melvyn Douglas Cole: "Null Thematic Subjects: Contexts and Accessibility"
 • Niina Zhang, ZAS-Berlin: "Null Subject Conjuncts and Parallelism"
 • Mayumi Hosono, University of Durham: "Agreement as a Defocalization Marker: From the Perspective of Information Structure"
 • Stavroula Tsiplakou, University of Cyprus & Phoevos Panagiotidis, Cyprus College: "EPP Checking and A-binding in Null Subject Languages"

Kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Danmörku

Í lok nóvember og byrjun desember stóð SVF fyrir viðamikilli kynningu í Danmörku. Í tengslum við vígslu Norðurbryggju (da. Nordatlantens Brygge) skipulagði stofnunin tveggja daga ráðstefnu um norrænt málasamstarf og vestnorrænar bókmenntir. Ráðstefnan fór fram dagana 29. og 30. nóvember. 1. desember gekkst SVF fyrir málþingi um norræn mál og íslenskar og norskar bókmenntir. Málþingið var haldið á Schæffergården í samvinnu við Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde.

Ráðstefna á Norðurbryggju

Fyrirlesarar á ráðstefnunni á Norðurbryggju voru:
 

 • Frú Vigdís Finnbogadóttir: "Nordens Sprog - kulturelle værdier"
 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF: "Dansk - et verdenssprog"
 • Jørn Lund prófessor, forstöðumaður Det Danske Sprog- og Litteraturselskab: "Dansk sprogpolitik og det nordiske sprogfællesskab"
 • Pia Jarvad fræðimaður hjá Dansk Sprognævn: "Domænetab?"
 • Lars-Olof Delsing dósent við Lundarháskóla: Sprogforståelse i Norden i dag"
 • Henrik Galberg Jacobsen, prófessor við Syddansk Universitet, Odense: "Dansk mellem nordboer. Om dansk som kommunikationssprog i Norden"
 • Naja Blytmann Trondhjem, gestalektor við Hafnarháskóla: "Fra Nuuk til...? Hvad betyder dansk for grønlænderne?"
 • Jens Normann Jørgensen, prófessor við Hafnarháskóla: "Hvorfor er det svært for danskere at forstå fremmede varianter af dansk?"
 • Erik Skyum-Nielsen, lektor við Hafnarháskóla: "Nye og gamle og meget gamle former i moderne vestnordisk fortællekunst"
 • Kirsten Thisted, lektor við Hafnarháskóla: Træde ud af landkortet? Om hjem og uhjemlighed i ny grønlandsk litteratur"
 • Jógvan Ísaksen, lektor við Hafnarháskóla: "Færøsk litteratur set med postkoloniale briller. Er William Heinesen en færøsk eller en dansk digter"
 • Vésteinn Ólason prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar: "Vikinger og helte i skyggen af to verdenskrige."
 • Torfi H. Tulinius, prófessor og forstöðumaður Hugvísindastofnunar: "Snorri og hans slægt i moderne nordisk litteratur."

Auk þess lásu rithöfundarnir Kelly Berthelsen frá Grænlandi, Oddvør Johansen frá Færeyjum og Einar Már Guðmundsson upp úr verkum sínum.

 

 

Frá málþingi á Norðurbryggju: Í fremstu röð frá vinstri má sjá Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra, Auði Hauksdóttur, forstöðumann SVF og frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrir aftan þau sitja hjónin og rithöfundarnir Knud Zeruneith og Suzanne Brøgger. Ljósmynd tók Helgi Þorsteinsson.

    
Málþing á Schæffergården

Fyrirlesarar á málþinginu á Schæffergården voru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Erik-Skyum Nielsen, lektor og rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Thorvald Steen, sem jafnframt lásu upp úr verkum sínum.

Vegna kynningarinnar í Danmörku og þeirra ráðstefna sem henni tengdust, naut stofnunin fjárhagslegs stuðnings  Norræna menningarsjóðsins, Ríkisstjórnar Íslands, Menntamálaráðuneytis, Utanríkisráðuneytis, Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde, Styrktarsjóðs Selmu og Kaj Langvad og Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde. Sendiherra Íslands í Danmörku, Þorsteinn Pálsson efndi til móttöku í tengslum við kynningarátakið og Sendiráð Íslands lagði stofnunni ómetanlegt lið.

 


 

 

Frá málþingi á Schaeffergården: Frá vinstri má sjá þau Vigdísi Finnbogadóttur, Auði Hauksdóttur og Thorvald Steen. Ljósmynd tók Helgi Þorsteinsson.

Fjáröflun í tengslum við kynningu í Danmörku

Í tengslum við kynninguna í Danmörku var leitað til íslenskra og danskra fyrirtækja og danskra menningarsjóða um framlög til styrktar dansk-íslenskum rannsóknarverkefnum. Þrjú verkefni voru sérstaklega tilgreind en þau eru:
 

 • íslensk-dönsk orðabók (í samvinnu við Orðabók HÍ)
 • rannsókn meðal eldri Dana á Íslandi
 • tölvubúnaður með nytjatextum

Samstarfssamningar við danska háskóla

Í tengslum við kynningarátakið voru undirritaðir samstarfssamningar við annars vegar norrænudeild Hafnarháskóla og hins vegar við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn um dönskunám, rannsóknir og nemenda- og kennaraskipti.


 

 

Niels Finn Christiansen, forstöðumaður Stofnunar norrænna fræða við Hafnarháskóla, undirritar samstarfssamninginn fyrir hönd KU. Fyrir aftan hann standa frá vinstri: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF og Þorsteinn Pálsson sendiherra Íslands í Danmörku. Ljósmyndina tók Helgi Þorsteinsson.

Málstofur um málvísindi

Á kennslutíma Háskólans voru haldnar vikulegar málstofur um málvísindi  þar sem fræðimenn fjölluðu um rannsóknir sínar eða tengd efni. Málstofunar voru haldnar á föstudögum kl. 11:15 og umsjón með þeim hafði Matthew J. Whelpton, dósent í ensku. Eftirtaldir fluttu erindi á málstofunum haustið 2003:

 • Eiríkur Rögnvaldsson: „Talgreining o.fl.“
 • Oddný Sverrisdóttir: „Um mál, málfar og stílbrögð í íslenskum og þýskum auglýsingum“
 • Jóhannes Gísli Jónsson: „Um fallmörkun í færeysku með samanburði við íslensku“
 • Tonya Dewey: "Discontinuous NPs in Comparative Germanic"
 • Jón Axel Harðarson: „Um þróun s-stofna í gotnesku“
 • Höskuldur Þráinsson: „Um rannsóknir á færeysku“
 • Þórunn Blöndal: „ÍSTAL - íslenskur talmálsbanki; rannsóknir á íslensku talmáli“
 • Hanna Óladóttir: „Viðhorf fólks til enskra áhrifa á tungumálið“

Evrópski tungumáladagurinn 26. september

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins 26. september efndi SVF til málþings um ungt fólk og tungumálakunnátta og var það haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands. Á málþinginu fjölluðu fulltrúar grunn- og framhaldsskólanema auk foreldra vítt og breitt um mikilvægi tungumálakunnáttu. Að beiðni menntamálaráðuneytisins afhenti frú Vigdís Finnbogadóttir, við þetta tækifæri, kennurum Laugalækjarskóla viðurkenningu Evrópumerkisins (European Label) fyrir nýbreytniverkefni í tungumálakennslu. Óhætt er að fullyrða að bæði málþingið og almenn umfjöllun fjölmiðla um daginn tókst með miklum ágætum og var til þess fallin að festa daginn í sessi í hugum almennings.

Frummælendur á málþinginu voru:
 

 • Sigurlín Hermannsdóttir, ritstjóri á Alþingi
 • Atli Freyr Steinþórsson, nemi í MR
 • Auður Benediktsdóttir, Harpa Sjöfn Lárusdóttir, Phedra Thompson og Unnur María Birgisdóttir, nemar í Verzlunarskólanum
 • Elín Eiríksdóttir, nemi í KHÍ
 • Rebekka Sigrún Davíðsdóttir Lynch, nemi í Hagaskóla
 • Nanna Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Geirsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Jóhanna Björt Guðbrandsdóttir, nemar í Kvennaskólanum
 • Daníel Freyr Daníelsson, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Dagskránni lauk með pallborðsumræðum um ungt fólk, tungumálakunnáttu og menningarlæsi undir stjórn frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Ráðstefna um norrænar viðtökur franskra raunsæisbókmennta á 19. öld

Dagana 29. maí til 1. júní tók Hugvísindastofnun á móti hópi norrænna fræðimanna sem fást við rannsóknir á viðtökum Norðurlandaþjóða á frönskum raunsæisbókmenntum á 19. öld. Hópurinn hélt hér lokaða ráðstefnu í samvinnu við Hugvísindastofnun og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Meðal þátttakenda voru Brynja Svane, prófessor í rómönskum málum við háskólann í Uppsölum og Morten Nøjgaard, prófessor í frönsku við Syddansk Universitet.

Verkefni fyrir menntamálaráðuneytið

Stofnunin gerði á árinu 2003 samninga við menntamálaráðuneytið um eftirtalin þjónustuverkefni

Evrópski tungumáladagurinn
 

 • Vinnsla bæklings/efnis fyrir vefsíðu menntamálaráðuneytisins með hugmyndum að aðgerðum í skólum í tengslum við evrópska tungumáladaginn, auk efnis um tungumáladaginn almennt, tilgang hans og bakgrunn. Efni bæklingsins er ætlað leik-, grunn- og framhaldsskólum.
 • Umsjón með kynningu á tungumáladeginum til fjölmiðla og miðlun upplýsinga um dagskrá tengdri deginum.
 • Odysseus: svæðavinnustofa um starfstengt tungumálanám
 • Umsjón og skipulagning svæðavinnustofu um starfstengt tungumálanám sem haldin var á vegum Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar í Graz og menntamálaráðuneytisins.

Útgáfa

Á árinu 2003 kom út á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur ritið:
 

 • "Forskning i nordiske sprog som andet- og fremmedsprog". Ritstjórar voru Auður Hauksdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. Háskólaútgáfan 2003.

Á árinu var unnið að útgáfu eftirtalinna rita:
 

 • Fræðirit um tungumálarannsóknir: "Mál málanna". Ritstjórar voru Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir.
 • Yerma eftir Federico García Lorca: Tvímála útgáfa. Ritstjóri var Margrét Jónsdóttir.
 • Stefnt er að útgáfu fyrirlestra frá ráðstefnum SVF í Kaupmannahöfn í nóvember 2003.
 • Þá er stefnt að útgáfu efnis frá ljóðaþýðingaráðstefnu Þýðingaseturs, sem fram fór í desember 2001. Efnið verður gefið út í samvinnu við tímarit þýðenda Jón á Bægisá.

Kynningarefni

 • Kynningarbæklingur um SVF var gefinn út á dönsku, frönsku, spænsku og þýsku á árinu. Kynningarefnið var gerfið út á íslensku, ensku og japönsku á árinu 2002.
 • Kynningarbæklingur um Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var gefinn út á íslensku, dönsku og ensku.

Liðsinni frú Vigdísar Finnbogadóttur

Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur ítrekað opnað heimili sitt fyrir innlendum og erlendum gestum stofnunarinnar og einnig tók hún virkan þátt í kynningarátakinu í Danmörku.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is