Ársskýrsla 2004

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum er að stuðla að öflugum rannsóknum á fræðasviðum stofnunarinnar, sem eru bókmenntir, kennslufræði erlendra mála og máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingarfræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk rannsóknastarfs er markmið SVF að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta starfssvið hennar og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál.

Stjórn, fagráð og starfsfólk

Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2004 var Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku, og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku. Auk þeirra sátu í fagráði Gauti Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingarfræðum, Matthew J. Whelpton, dósent í ensku, og Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku. Meðan á fæðingarorlofi Ásdísar R. Magnúsdóttur stóð tók Svavar Hrafn Svavarsson, aðjúnkt í grísku og latínu, sæti hennar í fagráði. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í fullu starfi.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Styrktarsjóður SVF var stofnaður 22. janúar 2003. Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi stofnunarinnar og stuðla að vexti hennar og viðgangi. Frú Vigdís Finnbogadóttir er formaður sjóðsstjórnar en auk hennar skipa stjórnina: Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa ehf, Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri Radisson SAS, Hörður Sigurgestson rekstrarfræðingur, Matthías Johannessen skáld, Ólafur B. Thors lögmaður, Páll Skúlason rektor, Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsdeildar Kaupþings.
Markvisst hefur verið unnið að því að afla fjár í sjóðinn m.a. í tengslum við kynningar á stofnuninni í Þýskalandi í apríl og í Svíþjóð í nóvember. Þeir sem leggja sjóðnum lið fram til 15. apríl 2005 teljast stofnendur hans skv. skipulagsskrá. Árið 2004 óskuðu eftirtaldir aðilar eftir að styrkja sjóðinn og gerast þar með stofnendur hans:

    * Hedorfs Fond
    * Icelandair
    * Reykjavíkurhöfn
    * Ó. Johnson og Kaaber ehf

Fjárframlög

Það framlag sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær í sinn hlut frá Háskóla Íslands nægir hvergi til að til að standa undir viðamikilli starfsemi hennar. Starfsemin ræðst því ekki síst af framlagi og styrkjum. Stofnunin hefur notið styrkja frá opinberum aðilum og frá innlendum og erlendum sjóðum og stofnunum. Loks hafa íslensk og erlend fyrirtæki styrkt starfsemina.

Helstu styrktaraðilar á árinu 2004 voru:

    * Augustinus Fonden
    * Danfoss ehf.
    * Edda útgáfa
    * JPV útgáfa
    * Letterstedtska föreningen
    * Menningarsjóður VÍS
    * NorFA
    * Norræni menningarsjóðurinn
    * Norræna ráðherranefndin – Nordplus Sprog
    * Prentsmiðjan Gutenberg
    * Smith og Norland
    * Svenska institutet
    * Útflutningsráð
    * Þýðingarsjóður

Dagskrá

Árið 2004 stóð SVF fyrir fjölbreyttri dagskrá með aðkomu innlendra og erlendra fræðimanna. Auk fyrirlestrahalds gekkst stofnunin fyrir málstofum og ráðstefnum á fræðasviðum sínum.
Fyrirlestraröð

Eftirtaldir aðilar tóku þátt í fyrirlestraröð SVF árið 2004

 • Sigrún Þorgeirsdóttir, ritstjóri hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins: Áhrif EES-þýðinga á íslenskan hugtakaforða: kynning á hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.
 • Lisbeth Saab, bókmenntafræðingur við Växjö universitet: Lorraine Hansberry and her World.
 • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við HÍ: Hvenær verður táknmál mál? Um muninn á táknmáli og táknum með tali, myndlíkingar og próformasagnir í (íslensku) táknmáli. (Fyrirlesturinn var túlkaður yfir á táknmál.)
 • Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur við HR: Tvímála útgáfa af Yermu eftir Garcia Lorca.
 • Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við HÍ og forstöðumaður SVF: „Ég hefði átt að leggja harðar að mér við dönskunámið.”
 • Þórhildur Oddsdóttir, dönskukennari við MK: Orð fyrir orð: um danskan orðaforða nema í íslenskum framhaldsskólum.
 • Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi: Are diplomats an expensive luxury we could do without?
 • Thorvald Steen, rithöfundur: Evrópubúinn Snorri Sturluson.
 • Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, aðjúnkt í frönsku við HÍ: Talað ritmál/ritað talmál – Vandinn að kenna mismunandi málsnið frönsku.
 • Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, rithöfundur og þýðandi: Frá mér til mín. – alfrelsi þess að þýða sjálfan sig.
 • Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku við HÍ: Indoamericanismos prehispanos en las lenguas nórdicas.
 • Jakob Steensig, lektor við Árósarháskóla: Samskiptamálfræði.
 • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við HÍ: Menningarkimi eða minni máttar? Innlit heyrandi í menningarheim heyrnarlausra. (Fyrirlesturinn var túlkaður yfir á táknmál.).

Málstofur um málvísindi

Á kennslutíma Háskóla Íslands voru að venju haldnar vikulegar málstofur um málvísindi þar sem fræðimenn fjalla um rannsóknir sínar eða tengd efni. Málstofurnar eru haldnar á föstudögum kl. 11:15 og umsjón með þeim hefur Matthew J. Whelpton, dósent í ensku.

Evrópski tungumáladagurinn: Málþing um ungt fólk og tungumálakunnáttu

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins efndu menntamálaráðuneytið og SVF til málþings 24. september í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins var: Á að hefja kennslu erlendra tungumála fyrr í skólakerfinu? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp við upphaf málþingsins en fyrirlestra fluttu:

 • Auður Torfadóttir, dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands: Hvenær er heppilegast að hefja tungumálanám?
 • Lilja Margrét Möller, kennari Vesturbæjarskóla: Tungumálakennsla í fyrstu bekkjum grunnskólans: grunnskólakennari segir frá reynslu sinni.
 • Auður Hauksdóttir, dósent við HÍ og forstöðumaður SVF: Lærum af reynslunni með dönskukennsluna.
 • Guðrún Þorkelsdóttir, kennari við Lækjarskóla: Hvernig er best að kenna ungum börnum tungumál?
 • María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla: Tungumál skipta máli – það vita foreldrar.
 • Guðrún Jónsdóttir, skólastjóri leikskólans Hjalla: Enskukennsla fimm, sex og sjö ára barna í skólum Hjallastefnunnar.

Ljóð á táknmáli voru flutt milli dagskráratriða. Að loknu málþinginu var sýnt upplýsingaefni um afrakstur fyrstu rammaáætlunar Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar í Graz í Austurríki.

Málþing um japanskt mál og menningarfærni

Hinn 13. mars stóð SVF ásamt heimspekideild HÍ og Íslensk-japanska félaginu í samvinnu við sendiráð Japans fyrir málþingi um japanskt mál og menningarfærni. Ólafur B. Thors, fv. heiðursræðismaður Japans á Íslandi, flutti ávarp við upphaf málþingsins en fyrirlesarar voru:

 • Lone Takeuchi, prófessor emeritus: Japanese Concept of Honour in a Comparative Perspective: The Case of Nasake.
 • Yuri Shimizu, prófessor við Kyushu University: Keigo(terms of respect): What are the Difficulties for Japanese Language Learner?
 • Kaoru Umezawa, lektor við Háskóla Íslands: Trendy Japanese: Loan Words, “Made-in-Japan English” and Youth Language.
 •  Yoshihiko Iura, júdóþjálfari: Background of Judo as Japanese Culture.

Málþinginu stjórnaði Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals og ritari Íslenska-japanska félagsins.

Ráðstefnan „Mujeres en movimiento. Textos y acciones: Homenaje a las feministas latinoamericanas del siglo XX.“

Ráðstefnan „Konur í baráttu – óður til kvenfrelsiskvenna Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld“ var haldin dagana 16.-18. júní. Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor í spænsku við Skor rómanskra og klassískra mála, í samvinnu við HAINA (Félag norrænna fræðimanna um málefni kvenna í Rómönsku Ameríku) og SVF stóðu að ráðstefnunni.

Ráðstefna um færeyska setningarfræði

Ráðstefnan var haldin 21. júní í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið.

Fyrirlesarar voru:

 • Michael Barnes (University College London): Faroese language studies
 • Höskuldur Þráinsson (Háskóla Íslands): Faroese: An Overview and Reference Grammar
 • Wayne O’Neil (MIT): Working on Faroese then and now
 • Jeffrei Henriksen (Færeyjum): Grundbók, Orðalagslæra og Kursus i færøsk
 • Henning Thomsen (Færeyjum): Føroysk samheitaorðabók
 • Anfinnur Johansen (Færeyjum): Navnagransking í Føroyum
 • Hjalmar Petersen (Færeyjum): Adverbs in Faroese
 • Marc Richards og Theresa Biberauer (University of Cambridge): Optionality, loss of inflection and the rise of expletives: Why Faroese is a VO Afrikaans
 • Koji Irie (Kanazawa University): Possessor Coding in Faroese and the Nominal Hierarchy
 • Jóhannes Gísli Jónsson & Þórhallur Eyþórsson (Háskóla Íslands): The Diachrony of Case in Faroese
 • Ellen Woolford (University of Massachusetts, Amherst): Case Patterns in Faroese

Hringborðsumræður um sögulegar skáldsögur á Norðurlöndum

Hinn 24. september stóðu norska sendiráðið, SVF og Stofnunar Sigurðar Nordals fyrir hringborðsumræðum um sögulegar skáldsögur á Norðurlöndum og sögulegar bókmenntir í víðari skilningi. Þátttakendur voru rithöfundarnir Thorvald Steen og Einar Kárason, ásamt Örnólfi Thorssyni bókmenntafræðingi. Umræðunum stýrði Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og þýðandi.
Umræðurnar voru hluti af undirbúningi ráðstefnu um sögulegar skáldsögur sem haldin verður til að minnast sambandsslita Noregs og Svíþjóðar árið 1905.

Námskeið um hlutverk kennara í sjálfstýrðu tungumálanámi

Námskeiðið var haldið í Háskóla Íslands 26. og 27. mars í umsjón Marie-José Gremmo, prófessors í menntunarfræðum (sciences de l’éducation) við Nancy 2 háskólann í Frakklandi. Fjallað var um helstu einkenni sjálfstýrðs tungumálanáms og hlutverk kennara og nemenda í slíku námi. Tungumálamiðstöð HÍ, SVF og franska sendiráðið á Íslandi stóðu fyrir námskeiðinu.

Kynning á málfræðirannsóknum við Tromsøháskóla og Háskóla Íslands

Í tengslum við stjórnarfund öndvegissetursins CASTL (Centre for Advanced Studies in Theoretical Linguistics) við Tromsøháskóla, sem var haldinn í Reykjavík í júníbyrjun, var efnt til málþings 4. júní um málfræðirannsóknir við Háskóla Íslands og Tromsøháskóla. Málþingið var skipulagt af Höskuldi Þráinssyni prófessor, sem á sæti í stjórn CASTL. Á málþinginu voru rannsóknaverkefni starfsmanna við öndvegissetrið kynnt. Jafnframt gerðu málvísindamenn innan Málvísindastofnunar og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur grein fyrir rannsóknarverkefnum sínum og lýstu hlutverki og starfsemi stofnananna.

Fyrirlesarar af hálfu SVF voru:

 • Auður Hauksdóttir: Idiomer og kommunikative formler på dansk og islandsk.
 • Birna Arnbjörnsdóttir: Teaching Icelandic on the Web.
 • Matthew Whelpton: On English Infinitives.
 • Oddný Sverrisdóttir: Kontrastive Phraseologie der isländischen und deutschen Sportnachrichten.

Af hálfu Málvísindastofnunar voru fyrirlesarar:

 • Eiríkur Rögnvaldsson: Icelandic Language Technology.
 • Guðrún Þórhallsdóttir: Historical Linguistics.
 • Höskuldur Þráinsson: Methods of Syntactic Data Collection.
 • Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson: The Diachrony of Case in Insular Scandinavian.
 • Margrét Jónsdóttir: Morfologisk og fonologisk omstrukturering i intetkøn.

NorFA net um notkun tölva og tungutækni við rannsóknir og kennslu tungumála  

Tölvur og tungutækni við rannsóknir og kennslu tungumála
Vorið 2003 hlaut SVF tveggja ára veglegan styrk frá norrænu vísindaakademíunni (NorFA) til að leiða og starfrækja norrænt net um notkun tölva og tungutækni við rannsóknir, þýðingar og kennslu norrænna mála á háskólastigi. Stjórn netsins skipuðu: Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, Hanne Fersøe, varaforstöðumaður Tungutæknimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, Peter Juel Henrichsen, dósent við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn, Kris Van de Poel, prófessor við Háskólann í Antwerpen, Anju Saxena, dósent við Uppsalaháskóla, og Auður Hauksdóttir, dósent og forstöðumaður SVF. Auk stýrihópsins tóku 13 sérfræðingar virkan þátt í starfsemi netsins. Árið 2004 stóð netið fyrir þremur ráðstefnum og vinnufundum í tengslum við þær:

Málsöfn og tungumálakennsla/Korpusser i sprogundervisningen

Ráðstefnan var haldin í Gautaborgarháskóla dagana 5. og 6. febrúar. Fjallað var um notkun rit- og talmálssafna við rannsóknir og kennslu norrænna mála á háskólastigi. Fyrirlesarar voru:
 

 • Jens Allwood, prófessor: Talspråkkorpusen och undervisningen i lingvistik i Göteborg.
 • Lars Borin, prófessor: Språkbanken: dess användning i undervisning i svenska i Göteborg.
 • Zoe Teuwen: Intercomprehension of Germanic Languages Online.
 • Anju Saxena, dósent: IT-based collaborative learning in grammar.
 • Carsten Hansen, aðjúnkt: Undervisning i eller med korpus - en erfaringsbaseret programerklæring.
 • Jens Allwood, prófessor og Peter Juel Henrichsen, dósent: SweDane.
 • Bodil Aurstad, lektor og Kristi Hansen, lektor: Tekniska lösningar för användningen av korpusar i grannspråksundervisningen.
 • Christer Lauren, prófessor: Korpusser-forskning-undervisning.

Ráðstefnunni lauk með umræðufundi sem Kris van de Poel, prófessor stjórnaði.

IT og sprogteknologi/Þýðingar og tungutækni

Ráðstefnan var haldin í Háskóla Íslands dagana 13. og 14. maí. Fluttir voru sex fyrirlestrar um þema ráðstefnunnar, m.a. um þýðingarminni, vélrænar þýðingar, notkun netsins við tungumálakennslu og þýðingar. Loks var fjallað um sænska tungutækniverkefnið Grim. Fyrirlesarar voru:
 

 • Hanne Fersøe, varaforstöðumaður CST og Henrik Selsøe Sørensen, lektor: Oversigt over maskinel oversættelse.
 • Hanne Fersøe og Henrik Selsøe Sørensen: Andre sprogteknologiske værktøjer af mulig interesse for CALL.
 • Carsten Hansen, aðjúnkt og Henrik Selsøe Sørensen: Brug af nettet i forbindelse med sprogindlæring og oversættelse. - Den 'vilde' web som den ultimative ordbog specielt for oversættere, men også for sprogstuderende. Arbejdsmetoder - fordele og ulemper.
 • Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri: Translating for International Institutions. How can the language expert best be trained for it?
 • Ola Knutsson, doktorsnemi: A Language Environment for Second Language Writers. Grim projektet.

IT og sprogindlæring: Fremgangsmåder og praktiske applikationer/
Tölvustudd málakennsla: Aðferðir og notkunarmöguleikar

Ráðstefnan var haldin í Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn dagana 30. september og 1. október. Fjallað var um kenningar málvísindamanna um máltöku og kennslu erlendra mála og hvernig tungutækni, tölvur og upplýsingatækni geta nýst við kennslu erlendra mála á háskólastigi.

Fyrirlesarar voru:

 • Kris Van de Poel, prófessor: Hvorfor og hvordan? Fra mixed til multimedia og hvor er den studerende?
 • Mads-Bo Kristensen, Ph.D.: Multimediedidaktik
 • Sabina Kirchmeier-Andersen, lektor: VIA – grammatiktræning med intelligent feedback.
 • Echard Bick, lektor: Grammar for Fun. IT-baseret grammatik-læring med VISL.
 • Ola Knutsson, doktorsnemi: Grammatikkontroll för skribenter med svenska som andraspråk.
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent: Teaching Grammar in a Communicative Way in Online Language Courses: Theoretical Questions and Practical Answers.
 • Kari Tenfjord, lektor: Norsk andrespråkskorpus.
 • Lene Rybner, cand. mag. og Tobias Golodnoff, Danmarks Radio: Dansk på arbejdspladsen.
 • Johannes Wagner, dósent: IT og undervisning i konversationsanalyse.
 • Auður Hauksdóttir, dósent: Fokus på pragmatik. Nogle eksempler på anvendelsen af IT.
 • Reino Jilker: Virtuella klassrum och digitala läromedel - kan det rädda det sydsamiska språket?

Fræðirit um notkun tölva og tungutækni við kennslu erlendra mála

Stjórn netsins stóð að útgáfu fræðirits um notkun tölva og tungutækni við tungumálakennslu, en það var byggt á afrakstri netsamstarfsins. Ritið kom út í lok árs 2004 og er heiti þess: CALL for the Nordic Languages. Tools and Methods for Computer Assisted Language Learning. 2004. Ritstjóri er Peter Juel Henrichsen. Bókin kom út í ritröðinni Copenhagen Studies in Language, Kaupmannahöfn: Samfundslitteratur.

Kynningar erlendis

Á undanförnum misserum hafa farið fram kynningar erlendis á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Stofnunin hefur notið styrkja frá íslenskum stjórnvöldum og innlendum og erlendum fyrirtækjum og sjóðum til þessarar starfsemi. Við undirbúning og framkvæmd kynninganna hefur verið haft samráð og samvinna við utanríkisáðuneytið og sendiráð Íslands erlendis og við sendiráð hlutaðeigandi ríkja hér á landi. Fyrsta kynningin á SVF fór fram í Japan 2002 og á árinu 2003 var stofnunin kynnt í Danmörku. Á árinu 2004 áttu sér stað kynningar í Þýskalandi og í Svíþjóð.

Kynning á SVF í Þýskalandi

Dagana 26. apríl til 2. maí fór fram viðamikil kynning í Þýskalandi á starfsemi SVF. Veg og vanda af kynningunni hafði Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku og varaforstöðumaður SVF. Farið var til Tübingen, Stuttgart, Kiel og Berlínar. Alls staðar voru tengsl við fræðimenn efld og fræðasvið stofnunarinnar, staða þýskunnar á Íslandi, heimspekideild og alþjóðastarf hennar kynnt með margvíslegum hætti. Með í för í kynningunni voru, auk frú Vigdísar Finnbogadóttur, Anna Agnarsdóttir deildarforseti, Oddný G. Sverrisdóttir, formaður skorar þýsku og Norðurlandamála og varaforstöðumaður SVF, Guðrún Birgisdóttir, alþjóða- og kynningarfulltrúi heimspekideildar, Gauti Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingarfræði, Peter Weiß, framkvæmdastjóri Goethe-Zentrums, og Kristján Auðunsson, fulltrúi Útflutningsráðs Íslands. Undirbúningur ferðarinnar var í nánu samstarfi við sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands á Íslandi Johann Wenzl.

Tübingen

Í Tübingen hélt frú Vigdís Finnbogadóttir fyrirlestur með heitinu „Voices of the World in Cultural Dialogue" í boði próf. Eberhards Schaich, rektors Karl Eberhard háskólans. Einnig undirritaði rektor háskólans samstarfssamning við HÍ. Þar er hvatt til aukinna samskipta og samstarfs á öllum fræðasviðum háskólanna beggja, auk þess sem í samningnum felst að nemendur geta sótt um hinn svonefnda Baden-Württemberg styrk. Það er styrkur sem nota má til háskólanáms í öllum háskólum í sambandslandinu fylkinu Baden-Württemberg. Fundað var með fulltrúum ýmissa fræðigreina í hugvísindum og norrænudeild skólans var heimsótt þar sem próf. Stefanie Würth tók á móti nefndinni. Eitt námskeið innan þýskunnar við HÍ er haldið í Tübingen á vormisseri og var fundað með forsvarsmönnum Íslandsnámskeiðanna, þeim dr. Wolfgang Rug og dr. Volker Schmidt.

Stuttgart

Í Stuttgart var fulltrúum HÍ boðið til fundar í Robert Bosch stofnuninni og til móttöku þar. Robert Bosch stofnunin er ein virtusta og auðugasta stofnun í Þýskalandi en fyrirtækið Robert Bosch, sem er þekkt um allan heim, var stofnað árið 1886. Þá opnaði Robert Bosch þriggja manna verkstæði í Stuttgart, Werkstatt für Mechanik und Elektrotechnik. Fyrirtækið á 258 dótturfyrirtæki, 43 í Þýskalandi og 215 erlendis. Hjá Robert Bosch starfa nú um 105.000 starfsmenn í Þýskalandi og 123.000 í öðrum löndum. Velta fyrirtækisins var um 36,4 milljarðar evra á árinu 2003.
Stjórnarformaður Robert Bosch stofnunarinnar, dr. Ing. Heiner Gutberlet, og dr. Ingrid Hamm og Frank Albers hjá Robert Bosch stofuninni tóku á móti Vigdísi Finnbogadóttur og fulltrúum HÍ, en auk þeirra sátu Gunnar Már Sigurfinnsson, forstöðumaður Icelandair í Mið-Evrópu, og dr. h.c. Michael Klett og Philipp Haußmann frá Klett-útgáfufyrirtækinu í Stuttgart fundinn.
Rætt var um hugsanlegan stuðning stofnunarinnar við tvö verkefni á vegum SVF, annars vegar útgáfu á þýsk-íslenskri orðabók og hins vegar átaksverkefnið Þýskubíllinn, sem er samstarfsverkefni HÍ, þýska sendiráðsins, Félags þýskukennara og SVF. Fulltrúar Háskóla Íslands hittu einnig Annette Schavan, menntamálaráðherra Baden-Württemberg, og Peter Straub, forseta þingsins. Dvölin í Stuttgart var skipulögð í samvinnu við Emiliu Hartmann, heiðursræðismann Íslands í Baden-Württemberg, og skrifstofu forsætisráðuneytisns í Baden-Württemberg.

Berlín

Í Berlín var fundur í Humboldt-háskólanum, m.a. með próf. Önna-Barböra Ischinger vararektor og próf. Erhard Schütz og próf. Brigitte Handwerker, deildarforsetum heimspekideildar, og Uwe Brandenburg, forstöðumanni alþjóðastofnunar háskólans. Íslenska sendiráðið bauð til fundar með dr. Wolfgang Baader frá Goethe-stofnunni í München, próf. Wolfgang Mackiewicz, forstöðumanni European Language Council, próf. Wolfgang Klein, forstöðumanni starfrænnar þýskrar orðabókar hjá Berlin-Brandenburgische Akademie der Wissenschaften, og Wolfgang Trenn, umsjónarmanni Berlínardeildar skóla- og vísindamála hjá DAAD, og próf. Wolfgang Edelstein, forstöðumanni Max-Planck-stofnunnarinnar í Berlín. Þá var NordEuropa-stofnunin heimsótt en henni veitir Stefanie von Schnurbein prófessor forstöðu. Jón Gíslason lektor tók á móti gestunum og leiddi þá um stofnunina og bókasafnið, þar sem er að finna myndarlegt safn íslenskra rita. Móttaka var í fundarherbergi stofnunarinnar þar sem veitingar voru í boði sendiherra Íslands í Þýskalandi.
Hápunktur ferðarinnar var fundur með dr. Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Sambandslýðveldisins, sem hann bauð til í Haus Magnus við Kupfergraben í Berlín.

Kiel

Í Kiel tók próf. Silke Göttsch-Elten vararektor á móti fulltrúum HÍ og kynnti háskólann. Síðan var haldið á fund Angeliku Volquartz yfirborgarstjóra og Anne Lütkes dómsmálaráðherra Slésvíkur-Holtsetalands. Í bókasafni Kielarháskóla tóku Else Wischermann og Kristine Knüppel á móti sendinefndinni, auk þess sem tækifæri gafst til að hitta fulltrúa annarra fræðigreina úr heimspekideild háskólans. Peter Weiß, lektor skipulagði heimsóknina í Kiel.

Kynning á SVF í Svíþjóð: Norrænir tungumála- og bókmenntadagar

SVF hlaut styrk frá Norræna menningarsjóðnum vorið 2004 til að standa fyrir norrænum tungumála- og bókmenntadögum í Svíþjóð (2004), Noregi (2005) og Finnlandi (2006). Dagskráin í Svíþjóð fór fram dagana 11.-13. nóvember undir heitinu Nordiska Språk- och Litteraturdagar i Göteborg och Stockholm. Þátt í kynningunni tóku Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Lars-Göran Johannsson lektor, Sigfríður Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri SVF, og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF. Dagskráin var undirbúin í samvinnu við sænska sendiráðið á Íslandi og íslenska sendiráðið í Svíþjóð. Föstudaginn 12. nóvember buðu Svavar Gestsson, sendiherra Íslands, og Guðrún Ágústsdóttir, kona hans, til myndarlegrar móttöku til heiðurs Vigdísi í sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi. Haldnar voru þrjár ráðstefnur um efni tengd rannsóknum á norrænum tungumálum og bókmenntum. Við undirbúning ráðstefnanna var höfð samvinna við hlutaðeigandi rannsóknastofnanir í Gautaborg og Stokkhólmi og við Svenska institutet og Norden i Fokus.

Globalisering, språk och kulturell mångfald

Ráðstefnan var haldin í Gautaborgarháskóla 11. nóvember í samvinnu við Institutionen för lingvistik. Ráðstefnan hófst með ávarpi Christer Ahlberger deildarforseta en fyrirlesrar voru:

 • Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti og velgjörðarsendiherra tungumála: Vilken betydelse har den språkliga mångfalden för människans livskvalitet?
 • Karl Erland Gadelii, lektor: Likheter och olikheter hos världens språk.
 • Åsa Abelin, lektor: Ljudsymbolism i världens språk.
 • Lars Lönnroth, prófessor emeritus: Litteraturen som språkbevarare.
 • Anju Saxena, dósent: En värld och ett språk? Globalisering och språklig mångfald.
 • Jens Allwood, prófessor: Skall vi försöka bevara jordens språkliga mångfald?

Internordisk kommunikation, inlärning, användning och språkteknologiska verktyg

Ráðstefna var haldin í Stokkhólmsháskóla 12. nóvember í samvinnu við Centum för tvåspråkighetsforskning. Fyrirlesarar voru :
 

 • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra tungumála: Varför är det viktigt att kommunicera på nordiska språk?
 • Kenneth Hyltensstam prófessor: Ålderns betydelse för inlärning av nya språk.
 • Ulla Börestam dósent: Nordisk språkförståelse - problem eller resurs?
 • Auður Hauksdóttir dósent: Hur går det för islänningarna att kommunicera på andra nordiska språk?
 • Teresa Cerratto Pargman, lektor og Ola Knutson, fil.lic. og doktorsnemi: Språkteknologiska verktyg för inlärning av svenska som andraspråk med fokus på skrivande och språklig reflektion.

 

Litteratur- och kulturmöte mellan Island och Sverige

Ráðstefnan var haldin 13. nóvember í Kungliga bibliotektet í Stokkhólmi í samvinnu við Svenska institutet og Norden i Fokus. Dagskráin hófst með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur, en fyrirlesarar voru:
 

 • Ola Larsmo, rithöfundur: Post-post-modernistiska drag i nutidens nordiska berättarkonst.
 • Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og þýðandi: Issvenska.
 • Lars-Göran Johannsson, lektor: Om det kvinnliga rummet i Fríða Á. Sigurðardóttirs roman Medan natten lider.
 • Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur.
 • Heimir Pálsson, aðjúnkt: Halldór Kiljan Laxness och Sverige – möte mellan två stormakter.
 • Astrid Trotzig, rithöfundur. En ny litteraturkritik?
 • Arnaldur Indriðason, rithöfundur.
 • Ylva Hellerud, þýðandi. Det min dator inte vet. Om kulturkunskap i översättningsarbetet.
 • Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.

Ráðstefnurnar voru fjölsóttar.

Í tengslum við kynninguna í Svíþjóð var leitað eftir stuðningi hjá íslenskum-sænskum fyrirtækjum, stofnunum og sjóðum til að hrinda í framkvæmd áformum um að SVF verði alþjóðleg tungumálamiðstöð. Í Stokkhólmi áttu fulltrúar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fund með Mats Rolén, framkvæmdastjóra hjá Riksbankens Jubileumsfond, prófessor Ernu Möller, framkvæmdastjóra Wallenbergstofnunarinnar og Christer Villard, bankastjóra hjá Kaupthing Bank.

Útgáfa

Á árinu 2004 kom út á vegum SVF tvímála útgáfa Yermu eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Karls J. Guðmundssonar og Margrétar Jónsdóttur, dósents. Margrét ritaði formála og hún er jafnframt höfundur verkefna sem eru í bókinni. Ritstjórar ritraða SVF eru Gauti Kristmannsson og Peter Weiß.
Gefinn var út kynningarbæklingur um SVF á sænsku og kynningarefni um Styrktarsjóð SVF var gefið út á þýsku, japönsku, sænsku og spænsku.
Á árinu var unnið að útgáfu eftirtalinna rita:
 

 • Fræðirit um tungumálarannsóknir og tungumálakennslu: Mál málanna. Ritstjórar Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir.
 • Tvímála útgáfa á ljóðum Federico Garcia Lorca. Ritstjóri Hólmfríður Garðarsdóttir.
 • Fjölmála útgáfa á ljóðum. Ritstjóri Gauti Kristmannsson.
 • Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden. Rit til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, 75 ára. Ritstjórar: Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen.

Liðsinni frú Vigdísar Finnbogadóttur

Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið stofnunni einstakur bakhjarl. Hún hefur tekið virkan þátt í starfsemi stofnunarinnar, bæði heima og erlendis, og ítrekað hefur hún opnað heimili sitt fyrir innlendum og erlendum gestum. Vigdís tók virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd kynninga á SVF í Þýskalandi og Svíþjóð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is