Ársskýrsla 2005

Starfssvið og hlutverk

Markmið stofnunarinnar er að stunda öflugar rannsóknir í erlendum tungumálum. Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála, máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita.

Stjórn og starfsmenn

Forstöðumaður árið 2005 var Auður Hauksdóttir og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir. Auk þeirra sátu í fagráði Ásdís R. Magnúsdóttir, Gauti Kristmannsson og Matthew J. Whelpton. Um mitt ár tók Júlían Meldon D’Arcy sæti Matthews í fagráðinu. Erla Erlendsdóttir sat í fagráðinu fyrri hluta árs á meðan á barneignarorlofi Ásdísar R. Magnúsdóttur stóð. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í fullu starfi fram til 31. júlí en Dóra Stefánsdóttir frá 9. ágúst. Lára Sólnes starfaði sem verkefnisstjóri frá janúar til apríl við undirbúning afmælisráðstefnunnar Samræður menningarheima og auk þess starfaði Herdís Sigurgrímsdóttir tímabundið við undirbúning ráðstefnunnar.

Starfsemi

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar og málþinga stóð stofnunin fyrir viðamikilli alþjóðlegri ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur á 75 ára afmæli hennar hinn 15. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar var Samræður menningarheima eða Dialogue of Cultures. Í lok apríl fór fram kynning á Spáni á stofnunni. Frá árinu 2003 stjórnaði SVF NorFA- neti um notkun tölva og tungutækni við rannsóknir og kennslu norrænna tungumála á háskólastigi. Starfsemi netsins lauk með ráðstefnu við Háskóla Íslands í janúar.

Fyrirlestraröð

Alls hélt 21 fræðimaður fyrirlestra á vegum stofnunarinnar á vor- og haustmisseri:

Vormisseri

 • Júlía G. Hreinsdóttir, táknmálskennari, Er menning heyrnarlausra til?
 • Nigel Watson, leikari og fræðimaður, Is Shakespeare Still our Contemporary?
 • Eyjólfur Már Sigurðsson, DEA, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, Hugmyndir nemenda um tungumálanám og kennslu
 • Elísabet Siemsen, M.Paed., Þriðja mál í framhaldsskóla: Hvers vegna velja nemendur þýsku?
 • Pétur Knútsson, dósent, The Naked and the Nude: Intimacy in Translation
 • Gauti Kristmannsson, aðjúnkt, Das Licht der Welt in Laxness Übersetzungen
 • Kolbrún Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Icelandic Online, Íslenska sem annað mál
 • Ástvaldur Ástvaldsson, University of Liverpool, Making Sense: Representations of Cultural Diversity in Latin America
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, Tvítyngi: Kostur eða ókostur?
 • Oddný G. Sverrisdóttir, dósent, Föst orðasambönd og orðatiltæki í þýskum og íslenskum íþróttafréttum

 

Haustmisseri

 • Hanne-Vibeke Holst, rithöfundur, Kvinder, mænd, magt og sex
 • Útgáfufyrirlestur Gauta Kristmannssonar, aðjúnkts, Literary Diplomacy
 • Viola Miglio, lektor, Svik í bókmenntaþýðingum
 • Martin Regal, dósent, Hollywood Musicals
 • Hildur Halldórsdóttir, M.A., Þýðingar á verkum H.C. Andersens
 • Jon Milner, lektor, National identity and educational material
 • Søren Ulrik Thomsen, rithöfundur, Kritik af negationstænkningen i kulturen
 • Benedikt Hjartarson, verkefnisstjóri hjá Bókmenntastofnun, Bóhemmenning, kabarett og framúrstefna í Berlín
 • Pétur Knútsson, dósent, Finger and thumb
 • Útgáfufyrirlestur Júlíans Meldons D’Arcys, prófessors, Subversive Scott
 • Baldur Ragnarsson, fv. menntaskólakennari, Esperantó: Raunhæf lausn á tungumálavandanum

Ráðstefnur

Samræður menningarheima:  

Afmælisráðstefna til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru: Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands, Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll Skúlason, rektor.

Ráðstefnunefnd skipaði: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Gauti Kristmannsson, aðjúnkt, Guðrún Bachmann, kynningarstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristín A. Árnadóttir, skrifstofustjóri, Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri, María Þ. Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræðingur, Matthew Whelpton, dósent, Oddný G. Sverrisdóttir, deildarforseti og Ólafur Egilsson, sendiherra.

Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem Páll Skúlason, rektor, afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn Erling Jónsson.

Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi afmælisdagsins hinn 15. apríl.

Setning ráðstefnunnar fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að morgni 14. apríl að viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra gesta. Páll Skúlason, rektor, setti ráðstefnuna en forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti opnunarræðu.

Einnig flutti menntamálaráðherra, frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur ráðstefnunnar: Towards a Philosophy of Language Diversity og kór Kársnesskóla söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

 

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar

 • Mary Robinson, forseti Írlands 1990–1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna 1997–2002, sem fjallaði um mannréttindi og stöðu kvenna,
 • Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og ráðgjafi Jacques Chiracs, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa. Efni fyrirlestrarins var opinbert trúleysi og aðlögun nýbúa í Frakklandi (Laïcité et intégration en France).
 • Shinako Tsuchyia þingkona ræddi um konur í japönsku nútímasamfélagi og matarmenningu.
 • Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WHO). Heiti fyrirlestrar hans var Economic Integration and its Impact on Cultural Diversity.
 • Kristín Ingólfsdóttir, prófessor og nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, flutti erindi sem bar yfirskriftina Menntun og þekking — beittustu vopn fámennrar þjóðar.
 • Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv. þingmaður, fjallaði um aðdraganda forsetakosninganna árið 1980

Aðrir fyrirlesarar voru:

 • Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri, Að jafna metin — menningarsamskipti í heimsþorpinu
 • Sigurður Pétursson, lektor, Ut desint vires, tamen haud temnenda voluntas
 • Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Að koma Íslandi á kortið
 • Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri, Travelling without Language Barriers
 • Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnalausra, Táknmálið í landi íslenskunnar, Sture Allén prófessor: Churchill's Nobel Prize in Literature

Haldnar voru 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimenn fluttu erindi. Af þeim fóru 11 fram á íslensku en 9 á erlendum málum. Umfangsmesta málstofan var Language and Cultural Diversity, sem var tvískipt og stóð yfir báða ráðstefnudagana.

Málstofan Language and Cultural Diversity

Málstofan var kostuð af Norrænu ráðherranefndinni og umsjón með henni höfðu Auður Hauksdóttir, dósent, Jens Allwood, prófessor og Anju Saxena, dósent.

Fjallað var um áhrif alþjóðavæðingar á tungumál og hvernig nota má tungutækni til skráningar og varðveislu gagna um tungumál.

Málstofustjóri fyrri daginn var Jens Allwood en seinni daginn Höskuldur Þráinsson prófessor. Í lok málstofunnar voru pallborðsumræður sem Matthew Whelpton dósent stjórnaði.

Fyrri dagur: Endangered languages
Fyrirlesarar voru:

 • Jens Allwood prófessor, Göteborgs universitet, Iceland — A Home for the languages of the world
 • Tove Skutnabb-Kangas, prófessor Roskilde Universitet, Endangered languages and (lack of) linguistic human rights
 • Kristján Árnason, prófessor, Why is Icelandic not among the endangered languages?
 • Steve Fassberg, prófessor Hebrew University of Jerusalem, The Revival of Hebrew
 • Michael Krauss, prófessor emeritus University of Alaska í Fairbanks, Mass language extinction — why care?
 • Nicholas Ostler, forseti Foundation for Endangered Languages, Language Survival in the Americas: where the Spanish and Portuguese Empires have been
 • Matthias Brenzinger, prófessor Universität zu Köln, Language Endangerment on the African Continent: The future of language diversity,
 • Michael Noonan, prófessor University of Wisconsin, Language documentation and language endangerment in Nepal
 • Udaya Narayana Singh, forstöðumaður Central Institute of Indian Languages, Voices in the Darkness looking for possible Interlocutors: An Appraisal of the South Asian Scenario
 • Osahito Miyaoka, prófessor Osaka Gakuin University, Endangered Languages of the North Pacific Rim.

Seinni dagur: Digital documentation
Fyrirlesarar voru:

 • Susan Hockey, prófessor emeritus University College London. The Documentation of Electronic Linguistic Resources
 • Anju Saxena, dósent Uppsala universitet, Linguistic and socio-cultural information in digital documentation
 • David Nathan, prófessor University of London, Multimedia: a confluence of linguistic rights, documentation, and resource management
 • Lars Borin, prófessor Göteborgs universitet, One in the bush: Low-density language technology
 • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, The status and prospects of Icelandic Language Technology, Trond Trosterud prófessor, Universitet i Tromsø: Language technology for endangered languages: Sámi as a case study

Málstofur á íslensku

Biblíu- og sálmaþýðingar að fornu og nýju

Málstofan var haldin í samvinnu við guðfræðideild. Fjallað var um biblíu- og sálmaþýðingar hér á landi að fornu og nýju, gildi þeirra og áhrif á þróun íslensks máls. Einnig var hugað að hvernig greina megi málhreinsunarstefnu í þeim og jafnvel sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Málstofustjóri: Halldór Reynisson verkefnisstjóri. Fyrirlesarar: Einar Sigurbjörnsson prófessor: Sálmaskýringar að fornu og nýju, Guðrún Kvaran prófessor: Nýja íslenska biblíuþýðingin og gildi biblíuþýðinga fyrir þróun íslensks máls, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor: Þýðing Haralds Níelssonar á Gamla testamentinu (1908/1912) í ljósi málhreinsunarstefnu og íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, Jón Ma. Ásgeirsson prófessor: Biblíutilvitnanir í íslensku hómilíubókinni.

Fólksflutningar og tungumál

Fjallað var um sameiginleg þemu í afstöðu og hugmyndum innflytjenda til nýja málsins og hins gamla.

Málstofustjóri: Birna Arnbjörnsdóttir dósent, sem jafnframt flutti fyrirlesturinn: Innflytjendur og tungumál. Saga vesturíslensku, Helga Kress prófessor: Minning um tungumál: Íslenskan í bókmenntum Vesturfara, Þórdís Gísladóttir M.A.: „Íslendingar eiga að kunna sitt móðurmál“: Málviðhorf Íslendinga í Svíþjóð, Unnur Dís Skaptadóttir dósent: Ólíkar raddir: Afstaða innflytjenda til íslensks máls, Ahn Dao Tran, M.A.: Víetnam/Ísland: Unglingar á milli menningarheima.

Íslenska í senn forn og ný

Málstofan var haldin í samvinnu við Íslenska málstöð. Fjallað var um íslenska tungu með hliðsjón af því að hún er í senn þrautræktað bókmenntamál með fornar rætur og óvenjulega lítt breytt að formgerð frá elstu tíð og samskiptatæki í háþróuðu nútímasamfélagi sem er undirorpið sífelldum breytingum og nýjungum.

Málstofustjóri: Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. Fyrirlesarar: Njörður P. Njarðvík prófessor: Hljóðfæri hugans, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður: Að tala á íslensku, Jón G. Friðjónsson prófessor: Að kunna fótum sínum forráð, Kristján Árnason prófessor: Hvers vegna skyldu Íslendingar nota íslensku?

Að yrkja (um) landið

Málstofan var í umsjón Landgræðslu ríkisins, Landverndar, Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands. Fjallað var um landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd og um uppeldisgildi ræktunar og náttúruverndar fyrir æsku Íslands, en þessi málefni hafa verið Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þeim ómetanlegan stuðning.

Málstofustjóri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Fyrirlesarar og flytjendur: Andrés Arnalds Fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Blessað verið grasið (samantekt), flytjendur: leikararnir Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar: Skáldið og skógurinn, Nína Aradóttir og Stefán Tandri Halldórsson, nemendur í Snælandsskóla: Landið sem við erfum, Sigurður Pálsson skáld: Tímaskyn og skógurinn, Hákon Aðalsteinsson og Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður: Framtíðarsýn skógarbóndans.

Heilsa, samfélag og hjúkrun

Málstofan var haldin í samvinnu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fjallað var um hjúkrun og alþjóðavæðingu á fyrri hluta 20. aldar, geðheilsu barna og unglinga, kynheilbrigði í alþjóðlegu samhengi og þann menningarheim sem ríkir innan öldrunarstofnana.

Málstofustjóri: Erna B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Fyrirlesarar: Kristín Björnsdóttir dósent: Hjúkrun og alþjóðavæðing á fyrri hluta 20. aldar, Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar Lýðheilsustöðvar og Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu: Er svigrúm fyrir sálartetrið?, Sóley S. Bender dósent: Kynheilbrigði: Öryggi eða óvissa, Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor og sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði, LSH: Mikilvægi tungumálsins á öldrunarstofnunum.

Aflvaki breyttrar heilbrigðisþjónustu

 Málstofustjóri: Ingibjörg Pálmadóttir, fv. heilbrigðisráðherra. Fjallað var um rafræn samskipti almennings við heilbrigðiskerfið.

Umsjón: Ásta Thoroddsen dósent. Fyrirlesarar: Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri: Hvað voruð þið að krukka í barnið mitt?, Ófeigur Þorgeirsson læknir, LSH: Um rafræn samskipti læknis og sjúklings, Benedikt Benediktsson, tölvunarfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu: Stefna HTR í rafrænum samskiptum, Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar: Lögmæti rafrænnar meðferðar sjúkraskrárupplýsinga, Gyða Halldórsdóttir meistaranemi: Einstaklingurinn og upplýsingasamfélagið: Aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónusta Tryggingarstofnunar ríkisins á netinu, Baldur Johnsen, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs LSH: Eftirspurn heilbrigðisþjónustu — svar upplýsingatækninnar.

Ísland og umheimurinn

Málstofan var haldin í samvinnu við sagnfræðiskor. Í málstofunni var fjallað um samskipti Íslands við umheiminn frá Pýþeasi til samtímans.

Eftirfarandi spurningar voru meðal annars til umræðu: Hvað fannst erlendum mönnum um Ísland? Hvað vissu þeir um landið? Var Ísland einangruð eyja fram á 20. öld?.

Málstofustjóri: Anna Agnarsdóttir dósent. Fundarstjóri: Guðmundur Hálfdanarson prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður og rithöfundur: There and here: Traveller’s tales about Iceland, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur: Við og hinir — hvernig var gerður mannamunur á miðöldum?, Helgi Þorláksson prófessor: Úthafsey í alþjóðaleið, Anna Agnarsdóttir dósent: Ísland og Versalir: Frakkar við Íslandsstrendur á 18. öld.

Tækniþróun og umhverfisvernd — sættanleg sjónarmið?

Málstofan var haldin í samvinnu við verkfræðideild. Fjallað var um vandamál mikils hagvaxtar og fórnir sem þarf að færa við verndun umhverfis og náttúru samfara miklum hagvexti.

Málstofustjóri: Júlíus Sólnes prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri: Umhverfisvernd og sjálfbær þróun, Aðalheiður Jóhannsdóttir aðjúnkt: Réttur mannsins til heilnæms umhverfis, Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar: Tækniþekking og tæknivísindi skapa betri lífskjör.

Menntun, menning og mannrækt

Í málstofunni fjölluðu nokkrir kennarar við skor uppeldis- og menntunarfræði um efni á sínu sérsviði sem tengjast þema ráðstefnunnar „Samræður menningarheima“.

Fyrirlesarar: Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor: Umburðarlyndi og áskoranir: Menningarlæsi og fjölmenning, Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor: Að rækta lífsgildi, Guðrún Geirsdóttir lektor: Ólík menning háskólagreina: Hugmyndir háskólakennara um námskrá eigin greina, Sigurlína Davíðsdóttir lektor: Samræða milli menntamálayfirvalda og almennra kennara, Hafdís Ingvarsdóttir dósent: Efling menningarvitundar í tungumálakennslu.

Ferðamál, tungumál og menning

Málstofan var haldin í samvinnu við Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofu. Fjallað var um þróun ferðaþjónustu á Íslandi.

Málstofustjóri: Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Fyrirlesarar: Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu: How do you like Iceland? Ferðamennska og menningarspeglun, Valgeir S. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfaraseturs á Hofsósi: Út í óvissuna, Anna Dóra Sæþórsdóttir lektor: Ævintýralandið Ísland — óþrjótandi auðlind?

Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980–1996

Málstofan var haldin í samvinnu við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum.

Árið 2005 voru liðin 25 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til embættis forseta Íslands. Kosningabaráttan var bæði spennandi og lærdómsrík, ekki síst út frá orðræðunni um getu og hlutverk kvenna. Kjörorð Vígdísar var „Veljum Vigdísi“ sem skýrir yfirskrift málstofunnar.

Málstofustjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor. Fyrirlesarar: Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur: Ég mundi kjósa hana þótt hún væri karlmaður, Svanur Kristjánsson prófessor: Embætti forseta Íslands og íslensk þjóðarvitund: Vigdís Finnbogadóttir. Ávörp: Svanhildur Halldórsdóttir, fv. kosningastjóri Vigdísar: Í kosningabaráttu með Vigdísi, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri: Á ferð um heiminn — atvinnulífið og Vigdís, Una Björg Einarsdóttir stjórnmálafræðingur: Fyrirmynd Vigdísar og Vigdís sem fyrirmynd.

Málstofur á erlendum málum

Palabras de acá y de allá

Í málstofunni var fjallað um margvísleg málefni er tengjast hinum spænskumælandi heimi.

Málstofustjórar: Erla Erlendsdóttir lektor og Kristín Guðrún Jónsdóttir stundakennari. Fyrirlesarar: Erla Erlendsdóttir lektor: Cacao y chocolate. Internacionalismos de la lengua náhuatl, Jón Hallur Stefánsson útvarpsmaður: „Creo que volveré mañana“ — Las peripecias del manuscrito de Poeta en Nueva York, Kristín Guðrún Jónsdóttir stundakennari: La santidad extraoficial. Los santos populares de México, Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi: Las milongas de Borges, Stefán Á. Guðmundsson stundakennari: Che Guevara... ¿solamente un icono cultural?

The International Press and the Western Worldview

Í málstofunni var fjallað um hlutverk fjölmiðla (dagblaða, útvarps, sjónvarps og Netsins) í nútímaþjóðfélagi og hvernig þeir mótuðu vestræna heimssýn.

Málstofustjórar: Bogi Ágústsson, fréttastjóri RÚV, og Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fyrirlesarar: Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst: Tolerance, Pluralism and Broadmindedness, George Carey, Creative Director for The Television Corporation: The unattainable objectives of democracy?, Henryk M. Broder, Der Spiegel: The Internet as a Tool of Democratisation.

Youth Dialogue Across Cultures

Í málstofunni ræddi ungt fólk frá mörgum löndum og menningarheimum hvernig það gæti mótað framtíðina með því að sýna hvert öðru gagnkvæma virðingu og að fagna fjölbreytileik sínum og leitt þannig til friðar, skilnings og vináttu.

Málstofustjórar: Ástríður Magnúsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskólans.

Dialog mellem domæner

Rætt var um hvernig samþætting rannsókna, viðskipta og lista geta auðgað menningu og samfélag.

Málstofustjóri: Jørn Lund, prófessor og forstöðumaður DSL. Fyrirlesarar: Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur: Politik, Europa, skole og uddannelse, Bo Göranzon: Hur kan matematik, teknik och drama samarbeta mot en tredje kultur?, Sveinn Einarsson, formaður íslensku UNESCO nefndarinnar: Språk och kulturell diversitet, Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB: Tecken på dialog mellan domäner, Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík: Veiskiller — motsettende interesser — kryssende grenser.

Translation as Cultural Dialogue

Í þessari málstofu var rætt um þýðingar sem hinn raunverulega grunn fjölmenningarlegrar umræðu. Fjallað var um þýðingar bókmennta, kvikmynda og á tungumálastefnu stjórnvalda eins og hún birtist í því sem þýtt er og einnig því sem ekki er þýtt.

Umsjón: Gauti Kristmannsson aðjúnkt. Fyrirlesarar: Henrik Gottlieb, lektor við Kaupmannahafnarháskóla: Anglicisms, Translation and Language Change: Danish Echoes of English, Hildur Halldórsdóttir M.A.-nemi: H.C. Andersen og Jónas, Gauti Kristmannsson aðjúnkt: Changing Linguistic Attitudes in Iceland: Is English a Part of Icelandic Self Identity?

Global Trade & Culture

Hér voru rædd áhrif vaxandi alþjóðaverslunar á margbreytileika menningar, menningarlegar hindranir á þróun alþjóðaverslunar, smá þjóðfélög og menningarsamfélög í útrýmingarhættu og hvernig smærri hagkerfum hefur tekist að gera útrás inn á alþjóðamarkað. Málstofan var haldin í beinu framhaldi af fyrirlestri Rufus H. Yerxa, aðstoðarforstjóra World Trade Organisation og var haldin í samvinnu við viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Viðskiptaráð Íslands.

Málstofustjórar: Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, og Heiðrún Jónsdóttir, lögmaður hjá Lex lögmannsstofu. Þátttakendur: Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Guðjón Svansson, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði, Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar, Hannes Smárason, stjórnarformaður FL-Group, Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa hf., og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.

Modern Icelandic Literature in Foreign Languages

Málstofan var ætluð erlendum gestum ráðstefnunnar sem óskuðu eftir að fá innsýn í heim íslenskra bókmennta. Umsjón: Guðrún Nordal, forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar, Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Lára Sólnes, verkefnisstjórar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor flutti erindið Modern Icelandic Literature og rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn, Andri Snær Magnason, Pétur Gunnarsson og Sjón lásu úr verkum sínum.

Literatur Dialog

Í málstofunni var litið á samræðu sem samleik tveggja ólíkra þátta sem við fyrstu sýn virðast ekki hafa margt fram að færa hvor gagnvart öðrum. Hér upplifðu þátttakendur íslenskar bókmenntir og hinn þýska lesanda, viðskipti og þýsk fræði svo og tónlist og texta í framsækinni samræðu.

Málstofustjórar: Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti og Peter Weiß, forstöðumaður Goethe-Zentrum. Fyrirlesarar: Peter Urban-Halle bókmenntagagnrýnandi, Berlín: Am Rande der Tanzfläche. Was suchen die Deutschen in der isländischen Literatur?, Dietmar Goltschnigg prófessor, Universität Graz: Vertonte Liebesgedichte: Hugo Wolf und Eduard Mörike, Peter Colliander prófessor, Handelshøjskolen i København: Germanistik für die Wirtschaft — ein notwendiges Übel oder die Germanistik der Zukunft? Zum Konzept der Germanistik an der Wirtschaftsuniversität Kopenhagen, Frank Albers, deildarstjóri Robert Bosch Stiftung: Deutsch macht mobil. Zwei Zukunfts-projekte.

Rómanskir kvikmyndadagar

Ráðstefnudagana var haldin rómönsk kvikmyndadagskrá, þar sem sýndar voru kvikmyndir og erindi haldin í tengslum við sýningarnar:

 • I cento passi (Hundrað skref) (Ítalía, 2000). Erindi: Stefano Rosatti stundakennari.
 • Smoking Room (Reykherbergi) (Spánn, 2002). Erindi: Guðmundur Erlingsson stundakennari.
 • Whisky (Úrúgvæ, 2004). Erindi: Hólmfríður Garðarsdóttir lektor.
 • Le déclin de l'empire américain (Hnignun bandaríska heimsveldisins) (Kanada, 1986). Umsjón og erindi: Gérard Lemarquis stundakennari.
 • Indochine (Indókína) (Frakkland, 1992). Umsjón og erindi: Gérard Lemarquis stundakennari

Samræður menningaheima

Ráðstefnan Samræður menningarheima var fjölsótt og var mikið um hana fjallað ráðstefnudagana. Þá má geta þess, að erindi prófessors David Crystals vakti mikla athygli, sem m.a. birtist í tíðum greinaskrifum í dagblöðum löngu eftir að ráðstefnunni lauk.

Eftirtaldir aðilar styrktu ráðstefnuna:

 • Ríkisstjórn Íslands
 • Reykjavíkurborg
 • Háskóli Íslands
 • Norræna ráðherranefndin
 • Baugur Group
 • CGI Iceland
 • Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde
 • Icelandair
 • Íslandsbanki
 • KB-Banki
 • Landsbanki Íslands
 • Morgunblaðið
 • P. Samúelsson hf.
 • Seðlabanki Íslands
 • Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi
 • Sparisjóður Keflavíkur
 • SPRON
 • Útflutningsráð

CALL og PR. Tölvustudd tungumálakennsla

Frá árinu 2003 stýrði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur NorFA-neti um notkun tölva og tungutækni við kennslu norrænna mála sem erlendra tungumála á háskólastigi. Netsamstarfinu lauk með ráðstefnu í Háskóla Íslands dagana 28.–29. janúar.

Yfirskrift ráðstefnunnar var CALL og PR: Tölvustudd tungumálakennsla. Frummælendur voru: Peppi Taalas dósent: Att integrera teknologi i språkundervisning, Sven Strömkvist prófessor: Datorn som forskningsverktyg i studiet av språkligt beteende, Henrik Selsøe Sørensen lektor og Bodil Aurstad lektor: Ideer til internetstøttet undervisning i nabokulturelle forhold og Hanne Ruus, varaforstöðumaður CST: Beta-testning af et tekstbaseret e-learningsystem.

ERIC — European Resources for Intercultural Communication

Hinn 9. september var haldin ráðstefna á vegum samstarfsnetsins ERIC — European Resources for Intercultural Communication.

Frummælendur voru: Friedrich A. Kittler prófessor: Writing systems throughout European history, Gottskálk Þór Jensson lektor: Writing speech and speaking writing, Gauti Kristmannsson aðjúnkt: Form as meaning, Ingibjörg Hafstað kennari: Increasing cross-cultural competence og Jón Ólafsson prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst: Meaning and cultural competence.

Sögur um söguna - ráðstefna um sögulegar skáldsögur

Ráðstefnan var haldin dagana 6. -8. október í tilefni 100 ára afmælis sambandsslitanna milli Noregs og Svíþjóðar og var í boði norska sendiráðsins og norska lektorsins í samvinnu við Stofnun Sigurðar Nordals, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Snorrastofu, Norræna húsið og sænska lektoratið.

Fram komu höfundarnir Kjartan Fløgstad og Kim Småge frá Noregi, Ola Larsmo frá Svíþjóð og Kristín Steinsdóttir, Eyvindur P. Eiríksson og Þórarinn Eldjárn frá Íslandi. Einnig fluttu fræðimennirnir Anne Birgitte Rønning, Jón Yngvi Jóhannsson, Torfi Tulinus og Úlfar Bragason.
Fræðilegi hluti ráðstefnunnar fór að mestu leyti fram í Snorrastofu föstudaginn 7. október en laugardaginn 8. október lása höfundar úr verkum sínum í Norræna húsinu.

Sigurvegarinn er ... Norrænir verðlaunahafar fyrr og nú

Bókmennta- og tónlistardagskrá var haldin í Norræna húsinu þann 21. október í tilefni þess að norrænu bókmenntaverðlaunin féllu í hlut Íslendinga í ár.

Fram komu: Gro Kraft , forstjóri sem bauð gesti velkomna, Jenny Fossum Grønn kynnti nýja safnritið Litteratur i Nord, Antti Tuuri , vinningshafi 1985, las úr En dag i Österbotten, Eva Ström , sigurvegari 2003, las ljóð úr Revbensstäderna, Sigurður Bjarki Gunnarsson lék Pendúll, einleiksverk fyrir selló sem Haukur Tómasson, verðlaunahafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2004 samdi. Kjartan Fløgstad, sigurvegari 1978, las úr Dalen Portland, Dorrit Willumsen, vinningshafi 1997, las úr Bruden fra Gent. Flutt var verkið Vorhænsn sem er einleikur fyrir klarinett eftir Hauk Tómasson. Ármann Helgason lék. Að lokum las Sjón, verðlaunahafinn 2005, úr Skugga-Baldri.

Málþing

Málþing um Don Kíkóta

Í tilefni af 400 ára útgáfuafmæli skáldsögu Cervantes var efnt til málþings laugardaginn 1. október í samvinnu við Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Fyrirlesarar voru: Carlos Alvar prófessor við Alcalá háskóla á Spáni: El Quijote en el mundo (siglos XVII y XVIII), José María Blecua prófessor frá menningarmálaráðuneyti Spánar: Para una lectura del Quijote; Brian L.Frazier, stundakennari við H.Í.: Individual Freedom in the Quijote and its Role in Contemporary Society og Margrét Jónsdóttir, dósent í spænsku við Háskólann í Reykjavík: Captatio benevolentiae í formála Don Kíkóta og Soldados de Salaminas, mest lesnu skáldsögum Spánar á l7. öld og 20. öld. Hólmfríður Garðarsdóttir dósent stýrði málþinginu.

Tungumál og atvinnulífið. Markaðssetning og útrás

Hinn 3. nóvember var haldið málþing um markaðssetningu og útrás í umsjón Gauta Kristmannssonar.

Frummælendur voru: Sol Squire: International English and the Internet, Hildur Árnadóttir: Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum og Sverrir Berg Steinarsson: Islenskan i althjodlegu vidskiptaumhverfi.

Þýðingahlaðborð

Þriðjudaginn 29. nóvember stóð SVF fyrir málþingi um þýðingar.

Erindi héldu Snæbjörn Arngrímsson, forleggjari hjá Bjarti: Útgáfa þýddra bóka og Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og þýðandi: Um þýðingar. Auk þess lásu eftirtaldir úr nýjum þýðingum sínum: Tómas R. Einarsson: Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón, Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Slepptu mér aldrei eftir Kashuo Ishiguro, Anna María Hilmarsdóttir: Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, Guðrún H. Tulinius: Hæðir Macchu Picchu eftir Pablo Neruda og Rúnar H. Vignisson: Barndómur eftir J.M. Coetzee.

Evrópski tungumáladagurinn

Í samvinnu við STÍL var efnt til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum. Málþingið fór fram í Verzlunarskóla Íslands föstudaginn 23. september.

Frú Vigdís Finnbogadóttir setti þingið en fyrirlesarar voru: Sigurborg Jónsdóttir, formaður STÍL: Nýjar áherslur í tungumálakennslu framhaldsskólanna, Bogi Ágústsson, fréttastjóri RÚV: Erlend tungumál og íslenskir fjölmiðlar, Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri Icelandair: Mikilvægi erlendra tungumála fyrir útrás íslenskra fyrirtækja, Björn Þorsteinsson heimspekingur: Tungumál: lykill að háskólanámi, Júlíus Jónasson, fv. atvinnumaður í handknattleik: Íþróttir og tungumál, Tatjana Latinovic, túlkur og þýðandi, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Hverju geta útlendingar búsettir á Íslandi miðlað Íslendingum? Flutt var atriði úr söngleiknum Kabarett.

Fundarstjóri var Bertha Sigurðardóttir framhaldsskólakennari. Í framhaldi af þinginu var efnt til skemmtidagskrár í Kringlunni þar sem nemendur af öllum skólastigum lásu ljóð á erlendum tungumálum og sungu. Jakobínarína söng og spilaði. Leikflokkurinn Á senunni flutti atriði úr söngleiknum Kabarett.

Kvikmyndahátíð

Dagana 17. -22. október stóðu norrænu lektorarnir og fleiri að norrænni kvikmyndahátíð. Alls voru sýndar 10 nýjar kvikmyndir og þær kynntar voru fyrir áhorfendum. Einnig haldin ráðstefna um kvikmyndir sem í tóku þátt kvikmyndagerðarmenn, leikarar, handritahöfundar, framleiðendur og ganrýnendur.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynnt á Spáni

Dagana 20.–28. apríl fór fram víðtæk kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á Spáni.

Tilgangur kynningarinnar var að efla tengsl og samvinnu við spænska háskóla og rannsóknarstofnanir á fræðasviðum sem lúta að kennslu og rannsóknum erlendra tungumála. Jafnframt var markmiðið með kynningunni að stuðla að frekari nemenda- og kennaraskiptum í því skyni að efla spænskukennsluna við Háskólann.

Í ferðinni voru háskólastofnanir í Barcelona, Sevilla og Madríd heimsóttar. Erla Erlendsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir, lektorar í spænsku, höfðu veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd kynningarinnar. Frú Vigdís Finnbogadóttir tók þátt í dagskránni á Spáni auk Auðar Hauksdóttur, forstöðumanns SVF, Sigfríðar Gunnlaugsdóttur, verkefnisstjóra SVF, og Guðrúnar Birgisdóttur, alþjóðafulltrúa hugvísindadeildar. Ræðismenn Íslands á Spáni þeir Sol Daurella í Barcelona, José María Figueras-Dotti Cabot og Javier Pérez-Bustamante í Madrid, og Manuel Coronil Merino í Sevilla, veittu ómetanlega aðstoð við undirbúning og framkvæmd kynningarinnar..

Barcelona

Fimmtudaginn 21. apríl var Linguapax-stofnunin í Barcelona heimsótt. Fulltrúar SVF greindu frá starfsemi stofnunarinnar og hugmyndum um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi. Starfsmenn Linguapax upplýstu að uppi væru hugmyndir um að koma upp svipaðri stofnun í Katalóníu, en þó með öðru sniði. Rætt var um hugsanlegt samstarf þessara aðila.

Síðdegis sama dag var haldinn fundur með forsvarsmönnum spænskuskorar Háskólans í Barcelona og með rektor háskólans. Við þetta tækiværi var undirritaður samstarfssamningur háskólanna tveggja.. Í tilefni af því að Háskólinn í Barcelona hafði ákveðið að sæma Vigdísi Finnbogadóttur æðstu heiðursorðu háskólans hélt.hún fyrirlestur um mikilvægi tungumála,
Föstudaginn 22. apríl var háskólinn Universidad Autónoma de Barcelona sóttur heim. Undirritaður var samstarfssamningur milli háskólanna var og einnig var sammælst um að Erasmus-samningurinn yrði endurnýjaður að ári.
Síðar sama dag var farið til fundar við fulltrúa Fundación “La Caixa” í Barcelona.

Laugardaginn 23. apríl þáðu nokkrir meðlimir SVF boð katalónsku heimastjórnarinnar um að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni dags heilags Georgs, en efnt var til móttöku við Pedralbes-höllina. Þangað mættu margir framámenn sjálfstjórnarhéraðsins og fulltrúar fylkisstjórnarinnar

Sevilla

Dagskráin í Sevilla hófst með heimsókn til forseta Andalúsíu mánudaginn 25. apríl. Vigdís kynnti hugmyndina um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi og féll hún í góðan jarðveg.
Um hádegisbilið var haldinn fundur með fulltrúum Háskólans í Sevilla. Þar var undirritaður almennur samstarfssamningur, auk Erasmus-samnings milli hugvísindadeilda háskólanna tveggja. Síðdegis var haldin athöfn í Menningarmiðstöð Sevilla þar sem frú Vigdís var heiðruð fyrir störf sín í þágu tungumála.

Madríd

Þriðjudaginn 26. apríl var Universidad Autónoma de Madrid heimsóttur, þar sem samstarfssamningur var undirritaður. Sama dag áttu fulltrúar SVF fund með forsvarsmanni Fundación Caja Madrid sjóðsins. Loks var á dagskrá heimsókn í Instituto Cervantes, þar sem fulltrúum SVF gafst tækifæri til að kynnast víðtækri starfsemi stofnunarinnar.

Miðvikudaginn 27. apríl var afhentur samstarfssamningur milli Universidad Complutense og Háskóla Íslands. Síðdegis var haldið til fundar við aðalritara Málvísindaakademíunnar, sem kynnti fulltrúm SVF starfsemi akademíunnar og sýndi þeim bókasafn og aðra aðstöðu.

Í framhaldi kynningarinnar á Spáni kom dr. Maria Luisa Vega, prófessor við Complutense-háskólann í Madríd til Íslands og hélt námskeið fyrir M.Paed.-nema í spænsku og Félag spænskukennara.

Þýskubílinn — átaksverkefni um þýskukennslu

Að frumkvæði Oddnýjar G. Sverrisdóttur var efnt til átaksverkefnisins Þýskubíllinn í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem haldin verður í Þýskalandi vorið 2006. Verkefnið hófst 13. júlí og mun standa til vors 2006.

Þýskubíllinn er samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukennara, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands. Þýskubíllinn er sportjeppi af gerðinni Porsche Cayenne og hefur þýskuþjálfarinn Kristian Wiegand ekið bílnum um Ísland og heimsótt grunn- og framhaldsskóla. Nemendum hefur verið boðið á örnámskeið í „fótboltaþýsku“ þar sem fjallað er um knattspyrnu og HM. Átakið, sem hefur vakið verðskuldaða athygli og fengið afar jákvæðar undirtektir, er m.a. styrkt af Robert Bosch stofnuninni og Würth-stofnuninni í Stuttgart.

Þýskt-íslenskt orðabókarverkefni

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tengist vinnu við gerð þýsk-íslenskrar orðabókar, sem unnin er af Klett/Pons forlaginu. Oddný G. Sverrisdóttir dósent í þýsku, Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, og Hans Fix Bonner, prófessor við Háskólann í Greifsvald, eru í ráðgjafarnefnd um orðabókarverkefnið. Bosch-stofnunin styrkir verkefnið en tilkynnt var um stuðninginn er Vigdís Finnbogadóttir og Oddný G. Sverrisdóttir heimsóttu Bosch-stofnunina í maí 2004. Stefnt er að því að orðabókin komi út árið 2008 og hefur Margrét Pálsdóttir verið ráðin verkefnastjóri.

Útgáfa fræðirita

Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden
SVF gaf út afmælisrit til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur með safni greina um norrænar bókmenntir og tungur ritaðar á dönsku, norsku og sænsku. Nokkrar þeirra byggjast á fyrirlestrum er fluttir voru á ráðstefnu sem SVF stóð fyrir í tengslum við vígslu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í nóvember 2003. Ritstjórar eru Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen. Norræni menningarsjóðurinn styrkti útgáfu bókarinnar, sem er 207 blaðsíður að lengd.

Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism
SVF gaf út bókina Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism á árinu. Höfundur bókarinnar er Júlían Meldon D’Arcy, prófessor í ensku og fjallar hún um sögulegar skáldsögur Sir Walters Scotts. Bókin er 297 blaðsíður að lengd og kom út hjá Háskólaútgáfunni.

Á árinu komu einnig út eftirtalin rit eftir fræðimenn stofnunarinnar hjá öðrum útgefendum:

 • Markedness and Faithfulness in Vowel Systems. Höfundur bókarinnar er Viola Miglio, lektor í spænsku. Bókin er byggð á doktorsritgerð Violu Miglio Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum og kom út í ritröðinni „Outstanding Dissertations in Linguistics“, flokki fræðirita sem gefinn er út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Routledge í New York.
 • La reformulación de la identidad genérica en la narrativa de mujeres argentinas [Endurskoðun sjálfsmyndar kynjanna í ritverkum argentínskra kvenna]. Höfundur bókarinnar er Hólmfríðar Garðarsdóttur, lektor í spænsku. Bókin kom út í Buenos Aires fyrir skömmu í ritröðinni „Nueva Crítica Hispanoamericana“ hjá útgáfufyrirtækinu Corregidor sem sérhæfir sig í útgáfu fræðirita á spænsku um argentínsk þjóðfélags- og menningarmál auk bókmennta.
 • La conciencia lingüística. Nuevas aportaciones de impresiones de viajeros. Hér er á ferðinni safn greina um niðurstöður fræðimanna sem hafa rannsakað hvernig málvitund birtist í ferðabókum og króníkum fyrri alda. Ritstjórar bókarinnar eru Emma Martinell Gifre, prófessor við Háskólann í Barcelona og formaður Málvísindafélags Spánar (La Sociedad Española de Lingüística), og Erla Erlendsdóttir, spænskukennari við Háskóla Íslands. Í bókinni er meðal annars grein eftir Erlu um málvitund í Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða. Bókin kom út í Barcelona.
 • Literary Diplomacy I: The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750—1830 og Literary Diplomacy II: Translation without an original. Bækurnar eru eftir Gauta Kristmannsson aðjúnkt og fjalla um þátt þýðinga í þróun þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Leitað er skýringa á aðferðum og hugmyndafræði sem beitt var við sköpun þjóðarbókmennta á þessum tíma og settar fram kenningar um beitingu þýðinga til sköpunar á því sem síðar varð að skoskum þjóðarbókmenntum. Bækurnar voru gefnar út af Peter Lang.

Styrktarsjóður SVF

Á árinu tók nýkjörinn rektor Háskólans, Kristín Ingólfsdóttir sæti í stjórn styrktarsjóðsins í stað Páls Skúlasonar fráfarandi rektors.

Stjórnina skipa nú auk Kristínar: Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, sem er formaður sjóðsstjórnar, Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálsskips ehf., Helga Thors, markaðsstjóri erlendra útibúa Kaupþings Banka, Hrönn Greipsdóttir, hótelstýra Hótel Sögu, Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur, Matthías Johannesssen skáld, Ólafur B. Thors lögmaður og Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.

Margir velunnarar hafa lagt Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur lið á árinu, ekki síst í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar. Af mikilsmetnum framlögum vina Vigdísar í tengslum við afmæli hennar ber sérstaklega að nefna 10 milljóna króna styrk frá Søren Langvad og fyrirtækjum hans E. Phil & Søn A.S. og Ístak hf. Ennfremur lagði Bláa lónið sjóðnum til 70.000 kr. Þá styrktu hjónin Sigríður Th. Erlendsdóttir og Hjalti Geir Kristjánsson sjóðinn með 500.000 króna framlagi í nóvember. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnskrá sjóðsins yrði opin fram til 15. apríl 2005 en sjóðsstjórn ákvað að fara þess á leit að sá tími yrði framlengdur um eitt ár eða fram til 15. apríl 2006.

Undirbúningur að byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Í ávarpi sínu við upphaf afmælisráðstefnunnar Samræður menningarheima hinn 15. apríl tilkynnti Páll Skúlason rektor að háskólaráð Háskóla Íslands, hafi á fundi sínum 7. apríl 2005 ákveðið, að skipa fimm manna hóp til þess að vinna að undirbúningi byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Í erindisbréfi til hópsins eru verkefni hópsins tilgreind sem hér segir:

 • Gera áætlun um þá starfsemi sem fara á fram í byggingunni og rýmisþörf hennar.
 • Gera kostnaðaráætlun fyrir bygginguna.

Eiga viðræður við innlenda og erlenda aðila með það í huga að kanna hvort unnt sé að fjármagna bygginguna með framlögum í tilefni af 80 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur á árinu 2010. Hópinn skipa Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF, formaður, Ingjaldur Hannibalsson prófessor, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristján Árnason prófessor og Þórður Sverrisson forstjóri.

Fjárframlög til SVF

Á árinu styrkti KB-banki SVF með þriggja milljón króna framlagi og Riksbankens Jubilumsfond veitti stofnuninni liðlega 2,3 milljóna króna styrk. Styrkjunum á að verja til að undirbúa það framtíðarætlunarverk stofnunarinnar að koma á fót alþjóðlegri miðstöð tungumála.

Eins og undanfarin ár styrkti Prentsmiðjan Gutenberg almenna starfsemi stofnunarinnar með rúmlega 300.000 króna framlagi og Orkuveita Reykjavíkur styrkti stofnunina með 600.000 króna framlagi á árinu 2005.

Jafnframt hét Orkuveitan SVF jafnháum styrk á árinu 2006. Lýsi hf. veitti SVF 50.000 kr. styrk.

Eins og áður er getið styrkti Norræni menningarsjóðurinn útgáfu afmælisritsins til heiðurs Vigdísi og NorFA fjármagnaði starfsemi norræns nets um notkun tölva og tungutækni við kennslu og rannsóknir norrænna tungumála á háskólastigi, en stjórn netsins var í höndum forstöðumanns SVF.

Síðast en ekki síst styrktu fjölmörg fyrirtæki afmælisráðstefnuna Samræður menningarheima með beinum fjárframlögum.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur

Eins og endranær hefur Vigdís Finnbogadóttir reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl og hefur lagt ómælda vinnu af mörkum í tengslum við starfsemi hennar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is