Ársskýrsla 2006

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að stunda öflugar rannsóknir í erlendum tungumálum.

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála, máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan.

Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita og þýðingum á fagurbókmenntum.

Starfsmenn og stjórn

Við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur störfuðu 33 fræðimenn á árinu: 3 prófessorar, 11 dósentar, 13 lektorar og 5 aðjunktar, auk deildarstjóra Tungumálamiðstöðvar HÍ og verkefnastjóra.

Starfsmenn voru:

Annette Lassen, lektor í dönskum bókmenntum; Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku; Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku; Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönsku; Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála; Carsten Thomas, lektor í þýsku; Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku; Eyjólfur M. Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar HÍ; Gauti Kristmannsson, lektor í þýðingafræðum; Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku; Guðrún Björk Gunnsteinsdóttir, dósent í enskum bókmenntum; Guðmundur Edgarsson, aðjunkt í ensku; Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku; Jacob Thøgersen, lektor í dönsku (á haustmisseri); Jon Cresten Milner, lektor í dönsku (á vormisseri); Júlían Meldon D'Arcy, prófessor í enskum bókmenntum; Kaoru Umezawa, lektor í japönsku; Katinka Paludan, lektor í dönsku (á haustmisseri); Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku; Maare Fjällström, lektor í finnsku; Magnús Fjalldal, prófessor í enskum bókmenntum; Magnús Sigurðsson, aðjunkt í þýsku; Margherita Giacobazzi, lektor í ítölsku (á vormisseri); Martin Regal, dósent í enskum bókmenntum; Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum; Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku; Pétur Knútsson, dósent í ensku; Rikke Houd, aðjunkt í dönsku (á vormisseri); Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu; Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku (á haust¬misseri); Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku; og Viola Miglio, lektor í spænsku (á vormisseri). Dóra Stefánsdóttir starfaði sem verkefnastjóri í fullu starfi til 1. maí er Laufey Erla Jónsdóttir tók við starfinu.

Á vormisseri starfaði dr. Ola Knutsson sem gestafræðimaður hjá stofnuninni en til þess hlaut hann rannsóknastyrk frá NordForsk og frá dansk-íslensku samstarfsverkefni um dönskukennslu á Íslandi. Ola Knutsson stundaði rannsóknir á notkun tölva við tungumálakennslu og rannsóknir.

Auður Hauksdóttir gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur en varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir.

Í fagráði stofnunarinnar sátu:

 • Auður Hauksdóttir
 • Oddný G. Sverrisdóttir
 • Gauti Kristmannsson
 • Júlían M. D’Arcy.
 • Ásdís R. Magnúsdóttir
 • Erla Erlendsdóttir tók sæti Ásdísar meðan á rannsóknarleyfi hennar stóð

Starfsemi

Stofnunin stóð að venju fyrir fyrirlestraröð og málþingum bæði hér heima og erlendis.

Í fyrsta sinn var efnt til Vigdísarþings en þar var fjallað um mótun norræns þjóðernis út frá íslenskum miðaldaritum og um notkun forníslenskra bókmennta í þjóðlegum bókmenntum.

Á haustmisseri hleypti stofnunin af stokkunum sérstakri fyrirlestraröð þar sem þýðendur koma og fjalla um þýðingar sínar á einu af öndvegisverkum heimsbókmenntanna yfir á íslenska tungu.

Vikulega voru haldnar málstofur í málvísindum. Markvisst var unnið að því að kynna starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform bæði hérlendis og erlendis.

Í byrjun maí fór fram viðamikil kynning á stofnuninni í Noregi.Efnt var til málþings um norrænan málskilning við Háskólann í Bergen og á ráðstefnumiðstöðinni Lysebu, sem er í eigu sjóðsins Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde, var haldin ráðstefna um þýðingar og hvernig höfundar nýta sér efnivið og fyrirmyndir úr fornnorrænum bókmenntum við skrif sín.

Fyrirlestraröð

Alls voru haldnir 18 fyrirlestrar á vor- og haustmisseri í fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og rithöfundar frá Hjaltlandseyjum kynntu verk sín.

Vormisseri:

 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, og Kolbrún Friðriksdóttir, M.A., Íslenska sem erlent mál: Vefnámskeiðin Icelandic Online 1 og 2.
 • Jon Milner, lektor, Et fundament for kritik? Postmoderne etik
 • Dr. Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Grim – en språkmiljö för andraspråks-skribenter
 • Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur, ræddi um þýðingu sína á bókinni The Secret Life of Bees
 • Ken Farø, cand.mag., Problemer i interlingval fraseologi
 • Guðmundur Edgarsson, aðjunkt, The importance of explicit teaching of vocabulary and the underlying principles of an effective vocabulary learning programme. What needs to be considered by teachers and learners?
 • Marja Etelämäki, M.A., The Finnish demonstrative pronouns in the light of conversation analysis
 • Annette Lassen, lektor, Óðinn á kristnu bókfelli
 • Sigrún Steingrímsdóttir, M.A., Thomas Kingo á Íslandi
 • Dr. Bruce Clunies Ross, Percy Grainger’s Viking Ideal: the Composer as Philologist
 • Dr. Kristín Guðrún Jónsdóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, Heilagir stigamenn í Rómönsku Ameríku
 • Carsten Thomas, lektor, Der Test Deutsch als Fremdsprache (Test-DaF). Qualifikation für das Studium an einer deutschen Hochschule
 • Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt, Leiklist og tungumálakennsla. Hvernig geta leiklist og leikritatextar auðveldað málnotkun í námi erlends tungumáls?

Haustmisseri:

 • Hjaltlandseyjaskáld: Rithöfundarnir Lise Sinclair, Donald S. Murray, Matthew Wright og Jen Hadfield lásu úr verkum sínum
 • Eyjólfur M. Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, Lingu@net Europa – Rafræn tungumálamiðstöð
 • Ole Togeby, prófessor við Árósaháskóla, Skriftlig sprogfærdighed hos danske gymnasieelever
 • Matthew Whelpton, dósent, Getting results in English and Icelandic – What adjectival secondary predicates can tell us about verb syntax
 • Dacia Maraini, rithöfundur, Eyes to see, words to say: An Italian writer’s view on her society
 • Dag Heede, lektor við Syddansk Universitetet, H.C. Andersen som heteroseksuel. Historien om en dansk konstruktion

 

Á árinu voru haldnir tveir útgáfufyrirlestrar:

 • Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent, fjallaði um nýútkomna bók sína La reformulación de la identidad genérica en la narrativa de mujeres argentinas. 2006. Red Haina / Instituto Iberoamericano.
 • Viola Miglio lektor kynnti bók sína What do Romance languages tell us about the Great Vowel Shift? – Markedness and Faithfulness in Vowel Systems. 2004. Routledge.

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar eru reglulega haldnar málstofur í málvísindum þar sem innlendir jafnt sem erlendir fræðimenn á sviði málvísinda koma og skýra frá rannsóknum sínum.

Málstofurnar eru haldnar á föstudögum og umsjón með þeim hefur Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum.

Þýðing öndvegisverka

Stofnunin hleypti af stokkunum sérstakri fyrirlestraröð sem helguð er þýðingum og ber heitið þýðing öndvegisverka. Hugmyndin er að fá þýðendur til að skýra frá vinnu sinni við þýðingar á völdum öndvegisverkum heimsbókmenntanna.

Fyrirlestraröðin hófst á evrópska tungumáladeginum 26. september (sjá nánar um hann hér að neðan) þar sem Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og Ástráður Eysteinsson prófessor héldu erindi um þýðingar.

Markmiðið með fyrirlestrunum er að varpa ljósi á krefjandi starf þýðandans og því mikilvæga hlutverki sem þýðingar gegna við að miðla til okkar þekkingu og skáldskap víðs vegar að úr heiminum.

Fyrirlestrarnir hafa verið hafa verið vel sóttir og haldið verður áfram á sömu braut á vormisseri. Auk Ástráðs og Vilborgar fluttu eftirtaldir þýðendur erindi á haustmisseri: Ingibjörg Haraldsdóttir: Djöflarnir – Fjodr Dostojevski og Friðrik Rafnsson: Óbærilegur léttleiki tilverunnar – Milan Kundera.

Jólaþýðingar

Auk fyrirlestraraðar um þýðingar öndvegisverka var efnt til sérstakrar fyrirlestrasyrpu í desember þar sem þýðendur komu og skýrðu frá þýðingum sínum á bókum sem komu út fyrir jólin 2006.

Fyrirlestrarnir voru haldnir í samvinnu við útgáfufyrirtækin Hávallaútgáfu, Eddu útgáfu, Bjart, Grámann bókaútgáfu og JPV útgáfu.

Eftirtaldir þýðendur fluttu fyrirlestra:

 • Silja Aðalsteinsdóttir, Wuthering Heights eftir Emily Brontë.
 • Ólöf Eldjárn, Undantekningin eftir Christian Jungersen
 • Árni Bergmann, Mírgorod eftir Nikolaj Gogol
 • Guðni Kolbeinsson, Eragon – Öldungurinn eftir Christopher Paolini
 • Guðlaugur Bergmundsson, Krossmessan eftir Jógvan Isaksen

Málþing og ráðstefnur

Lærum allar tungur en gleymum ekki okkar eigin

Efnt var til málþings í Hátíðasal Háskóla Íslands um kennslu erlendra tungumála í ljósi nýrra námskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla þann 25. september.

Málþingið var haldið í tilefni þess að skýrslan Tungumál eru lykill að heiminum kom út á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Tungumálaáherslu Háskólans í Reykjavík. Í skýrslunni er brugðist við tillögum um styttingu framhaldsskólans.

Frummælendur voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Oddný G. Sverrisdóttir, varaforstöðumaður
 • Margrét Jónsdóttir, forsvarsmaður Tungumáláherslu Háskólans í Reykjavík
 • Aðalsteinn Leifsson, aðjunkt við Háskólann í Reykjavík
 • Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði

Skýrslan, sem er 25 síður, var m.a. send öllum ráðherrum, þingmönnum og fjölmiðlum og vakti hún allmikla athygli.

Málþing um norrænan málskilning

Málþingið var haldið í samvinnu við Norræna menningarsjóðinn þann 13. mars í Norræna húsinu.

Þar voru kynntar niðurstöður víðtækrar rannsóknar á skilningi Norðurlandaþjóðanna á dönsku, norsku og sænsku sem Norræni menningarsjóðurinn hafði frumkvæði að.

Jónína Bjartmarz, fráfarandi formaður sjóðsstjórnar, setti þingið en stjórnandi rannsóknarinnar Lars-Olof Delsing, prófessor við Háskólann í Lundi, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar. Aðrir fyrirlesarar voru Auður Hauksdóttir dósent, sem fjallaði um niðurstöðurnar í ljósi rannsóknar á dönskukunnáttu íslenskra námsmanna í Danmörku, og Michael Dal, lektor við Kennaraháskóla Íslands, sem flutti fyrirlesturinn „Dialogens magt“.

Að loknum framsöguerindum stjórnaði Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2, pallborðsumræðum.

Vigdísarþing

Efnt var til fyrsta Vigdísarþings dagana 17. mars til 18. mars. Efni málþingsins var Mótun norræns þjóðernis út frá íslenskum miðaldaritum og um notkun á forníslenskum bókmenntum í þjóðlegum bókmenntum (Det norrøne og det nationale) og fór þingið fram með þátttöku virtra innlendra og erlendra fræðimanna.

Umsjón með Vigdísarþingi hafði Annette Lassen, lektor í dönsku, í samvinnu við norrænu lektorana.

Í upphafi þingsins flutti Vigdís Finnbogadóttir ávarp.

Fyrirlesarar voru:

 • Sveinn Yngvi Egilsson, lektor í íslenskum bókmenntum
 • Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði
 • Þórir Óskarsson, bókmenntafræðingur
 • Gylfi Gunnlaugsson, bókmenntafræðingur við Reykjavíkurakademíuna
 • Andrew Wawn, prófessor í ensk-íslenskum bókmenntum við Háskólann í Leeds
 • Julia Zernack, prófessor í skandinavískum fræðum við Johann Wolfgang Goethe háskólann í Frankfurt
 • Flemming Lundgreen-Nielsen, lektor í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla
 • Gunnar Jørgensen, prófessor í norrænum fræðum við Háskólann í Osló
 • Anna Wallette, doktor í sagnfræði og Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði

Tungumál og atvinnulífið – ferðaþjónusta

Málþing var haldið þann 1. júní um tungumál og atvinnulífið í umsjón Gauta Kristmannssonar dósents.

Fyrirlesarar voru:

 • Marion Lerner, menningarfræðingur og leiðsögumaður, en erindi hennar bar heitið: Náttúruskoðun á Íslandi – þrjár ferðabækur í samanburði
 • María Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fjallaði um menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi
 • Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs hjá Ferðamálastofu, sem fjallaði um mikilvægi tungumála í markaðssetningu á ferðaþjónustu

Tungumál og atvinnulífið – margmiðlun

Málþing um tungumál og atvinnulífið var haldið þann 30. nóvember og var efni þess margmiðlun. Umsjón var í höndum Laufeyjar Erlu Jónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Fyrirlesarar voru:

 • Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við HR, sem flutti erindið Lifandi mál og menning
 • Li Tang, fulltrúi CCP, sem fjallaði um tölvuleikinn EVE Online og útbreiðslu hans á erlendri grundu
 • Róbert Stefánsson, markaðsstjóri hjá Infotec, sem fjallaði um þýðingar með aðstoð gsm-síma

Evrópski tungumáladagurinn

Í samvinnu við menntamálaráðuneytið var efnt til dagskrár í Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af evrópska tungumáladeginum.

Frú Vigdís Finnbogadóttir setti dagskrána en fyrirlesarar voru:

 • Ástráður Eysteinsson, prófessor, Gildi og þagnargildi – um þýðingar og bókmenntir
 • Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, Kolskör eða öskubuska – þýðingar barnabókmennta,
 • Gauti Kristmannsson, dósent, Þýðing fjölmála bókmennta
 • Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskolann í Reykjavík, Tvímálabækur – hlaupabrautir tungumálanema.

Í tilefni af útgáfu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á fjölmála ljóðabókinni Zwischen Winter und Winter eftir Manfred Peter Hein las skáldið nokkur ljóða sinna. Auk þess lásu þýðendurnir, Gauti Kristmannsson, Tom Cheesman og Henning Vangsgaard, upp úr þýðingum sínum á ljóðum Heins.

Skólakór Kársness söng nokkur lög og fulltrúar frá verkefninu Bækur og móðurmál afhentu móttökudeild nýbúa í Breiðholtsskóla vefslóðir á 8 tungumálum.

Kynning í Noregi

Víðamikil kynnin fór fram á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Noregi dagana 1. maí til 5. maí undir yfirskriftinni: Nordiske språk og litteraturdager i Bergen og Oslo.

Tilgangur kynningarinnar var að efla tengsl og samvinnu við norska háskóla og rannsóknarstofnanir á fræðasviðum sem lúta að kennslu og rannsóknum á erlendum tungumálum. Jafnframt voru framtíðaráform stofnunarinnar um alheimsmiðstöð tungumála (World Language Centre) kynnt með það að markmiði að leita eftir samstarfs- og stuðningsaðilum.

Fyrir hópi fræðimanna stofnunarinnar fór frú Vigdís Finnbogadóttir en í sendinefndinni voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku
 • Oddný G. Sverrisdóttir dósent
 • Annette Lassen, lektor í dönsku
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í ensku
 • Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku
 • Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku
 • Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
 • Laufey Erla Jónsdóttir verkefnisstjóri

Auk þess tóku rithöfundarnir Thor Vilhjálmsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Knut Ødegård þátt í dagskránni á Lysebu ásamt Úlfari Bragasyni, forstöðumanni Stofnunar Sigurðar Nordals.

Umsjón með undirbúningi og framkvæmd kynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir forstöðumaður, Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku, og Dóra Stefánsdóttir verkefnisstjóri. Sendiráð Íslands í Noregi veitti stofnuninni ómetanlegan stuðning við undirbúning og framkvæmd kynningarinnar.

Ráðstefnan var styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Det Kongelige Kultur- og Kirkedepartement í Noregi og Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde. Einnig naut stofnunin stuðnings frá Icelandair.

Málþing í Háskólanum í Bergen

Haldin var ráðstefna þriðjudaginn 2. maí um tungutækni og rannsóknir á norrænum málskilningi í Háskólanum í Bergen í samvinnu við Nordisk Institutt. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Internordisk kommunikation.

Erindi flutt á málþinginu:

 • Helge Sandøy, prófessor við Háskólann í Bergen, Norden som forskingslaboratorium. Resultat frå prosjektet Moderne importord i språka i Norden
 • Gisle Andersen, verkefnisstjóri við Háskólann í Bergen, Leksikalske og terminologiske ressurser som brobyggere mellom nordiske språk
 • Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Grim-prosjektet
 • Kari Tenfjord, førsteamanuensis við Háskólann í Bergen, ASK-korpuset
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, Icelandic Online
 • Lars-Göran Johansson lektor, Flexibelt lärande och metakognition – några reflexioner kring utveckling av webbaserade distanskurser. Fjernundervisning i svensk ved Islands Universitet
 • Gro Tove Sandsmark lektor, Fjernundervisning i norsk på Island – en orientering
 • Kjersti Lea, lektor við Háskólann í Bergen, Det islandsk-skandinaviske ordboksprosjektet.

Vigdís Finnbogadóttir hélt gestafyrirlestur við háskólann sama dag og var heiti hans UNESCO og truede språk.

Samráðsfundur í Háskólanum í Osló

Vigdís hélt gestafyrirlestur við Háskólann í Osló, miðvikudaginn 3. september, sem bar heitið: Språkene er nøkkelen til verden.Þann sama dag fór fram samráðsfundur með starfsmönnum Institutt for lingvistiske og nordiske studier (ILN) og Institutt for litteratur, områdestudier og europeiske språk (ILOS) í Háskólanum í Osló. Fulltrúar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur áttu þar viðræður við kollega sína með það markmiði að koma á frekara samstarfi.

Ráðstefna á Lysebu

Efnt var til ráðstefnu fimmtudaginn 4. maí, í samvinnu við Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde í ráðstefnumiðstöðinni Lysebu.

Á ráðstefnunni var fjallað um þýðingar og það hvernig höfundar nýta sér efnivið og fyrirmyndir úr fornnorrænum bókmenntum við skrif sín. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Det norrøne i moderne litteratur og bevissthet – Å transformere tid og ånd i ord – det umuliges kunst?

Erindi fluttu á ráðstefnunni:

 • Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, 1600-tals dokument på lift i 2000-tals litterär text
 • Birgit Nyborg, cand.philol., Riddersagaer: tanker omkring oversettelse
 • Annette Lassen, lektor, Norrøne highlights og hemmeligheder i dansk litteratur
 • Knut Ødegård, rithöfundur, Modernitet og tradisjon klinger sammen! Linjer i min lyrikk
 • Torfi H. Tulinius, prófessor, Thor Vilhjálmsson „Morgunþula í stráum“. En modernist i middelalderen
 • Thor Vilhjálmsson rithöfundur las úr bók sinni Morgunþula í stráum í þýðingu Birgit Nyborg og sagði frá verkinu
 • Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals: Forfatteren Snorri
 • Thorvald Steen, rithöfundur, Om å skrive om Snorre
 • Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við Háskólann í Osló, Snorri i Skandinavia
 • Roy Jacobssen, rithöfundur, las úr skáldsögunni Frost og sagði frá verkinu.

Vigdís Finnbogadóttir og Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Noregi, ásamt fulltrúum frá Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur héldu til fundar við Erik Rudeng, framkvæmdastjóra Institusjonen Fritt Ord Osló, fimmtudaginn 5. maí. Institusjonen Fritt Ord eru samtök sem stofnuð voru í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar með það að markmiði að stuðla að lýðræði og málfrelsi. Samtökin hafa styrkt menningartengd verkefni bæði í Noregi og á alþjóðavísu.

Tilgangur fundarins var að kynna verkefnið um alheimsmiðstöð tungumála (World Language Centre) og leita eftir fjárstuðningi við það. Fundurinn var afar árangursríkur og í framhaldi hans var send umsókn til sjóðsins, sem hlaut jákvæðar undirtektir (sjá nánar í umfjöllun um alþjóðlega miðstöð tungumála).

Koma Vigdísar til Noregs vakti mikla athygli fjölmiðla, ítarleg viðtöl við hana birtust í stærstu dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og þar var meðal annars fjallað um stofnunina, dagskrá Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Noregi og framtíðaráformin um alþjóðlega tungumálamiðstöð. Þessi athygli fjölmiðla og öll hin jákvæða umfjöllun er ómetanleg kynning fyrir Háskóla Íslands.

Þýskubíllinn – átaksverkefni um þýskukennslu

Haldið var áfram með átaksverkefnið Þýskubílinn sem Oddný G. Sverrisdóttir stjórnaði. Átakinu var hrundið af stað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem haldin var í Þýskalandi sumarið 2006.

Þýskubíllinn var samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukennara, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands. Þýskubíllinn er sportjeppi af gerðinni Porsche Cayenne og ók þýskuþjálfarinn Kristian Wiegand bílnum þrisvar sinnum um Ísland og heimsótti m.a. grunn- og framhaldsskóla og íþrótta-félög. Nemendum var boðið upp á örnámskeið í „fótboltaþýsku“ þar sem fjallað var um fótbolta og HM.

Í tengslum við verkefnið var haldin verðlaunagetraun. Fyrstu verðlaun voru ferð til Þýskalands og miði á leik á heimsmeistaramótinu, önnur verðlaun voru ferð til Stuttgart og heimsókn í Porsche-verksmiðjurnar. Átakið var m.a. styrkt af Icelandair, Robert Bosch-stofnuninni og Würth-stofnuninni í Stuttgart.

Cervantes-setur

Undirbúningur að opnun Cervantes-seturs (Aula Cervantes) við Háskóla Íslands hefur staðið yfir í allnokkurn tíma en setrið verður formlega opnað í byrjun árs 2007.

Cervantes-setur gegnir því hlutverki að vera menningarmálastofnun Spánar á Íslandi og verður það rekið undir verndarvæng Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Starfandi kennarar í spænsku við Skor rómanskra og klassískra mála verða umsjónarmenn starfseminnar sem felst einkum í því að hlúa að spænskukennslu á Íslandi, standa fyrir alþjóðlegum DELE-prófum og stuðla að enn frekari menningarsamskiptum milli landanna í samráði og samvinnu við aðalstöðvar Cervantes-stofnunarinnar á Norðurlöndum sem hefur aðsetur er í Stokkhólmi.

Cervantes-setur á Íslandi verður hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en samsvarandi setur eru starfrækt víða um heim.

Útgáfa fræðirita

Að undanförnu hefur verið lagt kapp á að efla útgáfustarfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hefur sú vinna skilað góðum árangri. Útgáfustjórar ritraða stofnunarinnar eru Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, og Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku, en bæði eiga þau sæti í fagráði Stofnuanr Vigdíar Finnbogadóttur.

Alls komu út þrjár bækur á árinu: ein fjölmála bók, ein tvímála bók og ein er hefur að geyma safn fræðigreina.

Zwischen Winter und Winter

Í september kom út fjölmála bókin Zwischen Winter und Winter – ljóðabók eftir þýska ljóðskáldið Manfred Peter Hein. Bókin hefur að geyma þýðingar á ljóðunum úr þýsku yfir á íslensku, dönsku og ensku.

Þýðendur eru Gauti Kristmannsson, Tom Cheesman og Henning Vangsgaard. Ritstjóri er Gauti Kristmannsson. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni og var styrkt af Goethe Institut og Þýðingarsjóði.

Umskiptin

Í desember kom út tvímálabókin Umskiptin eftir Franz Kafka – í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar prófessors og Eysteins Þorvaldssonar prófessors. Þetta er þriðja þýðing textans á íslensku. Bókin hefur að geyma ítarlegan inngang og bókarauka með verkefnum og spurningum fyrir bæði nemendur og áhugamenn.

Bókin er hluti af ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fjölmála útgáfum. Ritstjóri er Gauti Kristmannsson. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni.

Mujeres Latinoamericanas en Movimiento / Latin American Women as a Moving Force

Mujeres Latinoamericanas en Movimiento (Latin American Women as a Moving Force) samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og samtakanna HAINA. Í bókinni er að finna safn fræðigreina um málefni kvenna í Rómönsku Ameríku, á spænsku og ensku. Greinarnar eru á sviði félags- og stjórnmálafræði, bókmennta og lista, auk umfjöllunar um mannfræðileg efni.

Bókin er gefin út í kjölfar málþings sem haldið var hér á landi fyrir tæpum tveim árum. Ritstjóri er Hólmfríður Garðarsdóttir. Þróunarsamvinnustofnun styrkti útgáfu bókarinnar.

Heimsóknir

Margir góðir gestir heimsóttu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á árinu. Hinn 20. júní sótti menningarmálanefnd danska þingsins stofnunina heim til að kynna sér starfsemi hennar. Fyrir nefndinni fór formaður hennar Kim Andersen.

Hinn 9. júní komu nemendur úr Sama¬skólanum í Tromsö í Noregi. Öll kennsla í skólanum fer fram á samísku og mikil áhersla er lögð á að skóla-starfið tengist menningu barnanna. Megintilgangur Íslandsferðar þeirra var að fræðast um hvernig Íslendingum hefur tekist að varðveita tungumál sitt en samískan á undir högg að sækja vegna áhrifa frá erlendum málum. Vigdís Finnbogadóttir tók á móti samísku nemendunum á heimili sínu.

Starfsmenn frá Riksbankens Jubileumsfond í Svíþjóð heimsóttu stofnunina 1.-3. september í því skyni að kynna sér starfsemina. Í tengslum við kynningu á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Svíþjóð voru framtíðarverkefni stofnunarinnar kynnt Riksbankens Jubileumsfond og í framhaldinu var sótt um styrk frá sjóðnum. Umsóknin hlaut jákvæðar undirtektir og styrkti sjóðurinn framtíðarverkefnið með tæplega þriggja milljóna króna framlagi.

Í tilefni af heimsókninni var efnt til seminars þar sem kynntar voru tungumálarannsóknir, starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform. Auk þess voru haldin erindi um íslenskar bókmenntir og þróun íslensks samfélags. Stjórn sjóðsins sýndi mikinn vilja til áframhaldandi samstarfs.

Í byrjun september komu skáld frá Hjaltlandseyjum, sem voru hér á vegum Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, en Aðalsteinn hefur verið í sérstöku samstarfi við Hjaltlendinga um þýðingar. Skáldin sem sóttu okkur heim voru Lise Sinclair frá Friðarey, Donald S. Murray, sem er búsettur í Sandvík á Hjaltlandi, Matthew Wright frá Orkneyjum og Jen Hadfield, sem var sérstakur gestahöfundur á Hjaltlandseyjum árið 2006.

Det Danske Sprog og Litteratur Selskab heimsótti Stofnun Vigdísr Finnbogadóttur þann 14. september í því skyni að kynna sér starfsemina en stofnunin hefur um alllangt skeið átt farsælt samstarf við Det Danske Sprog og Litteratur Selskab í tengslum við orðaforðarannsóknir og orðabókagerð milli dönsku og íslensku.

Í september komu samtökin Danske Virksomhedsledere í heimsókn. Samtökin voru í fundarferð á Íslandi og óskuðu sérstaklega eftir að fá að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði gestina og Auður Hauksdóttir kynnti fyrir þeim verkefnið um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi.

Japönsk ungmenni heimsóttu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tilefni af 50 ára afmæli stjórnmálasamstarfs Íslands og Japans og færðu stofnuninni veglega bókagjöf sem nýtast mun nemendum í japönsku við Háskóla Íslands.

Styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Margir urðu til að leggja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur lið á árinu.

Fyrst ber að nefna samstarfssamning við Straum Burðarás Fjárfestingarbanka, sem undirritaður var 8. mars, en í samningnum er kveðið á um fimm milljóna króna árlegt framlag bankans til stofnunarinnar í fjögur ár. Fénu verður varið til markvissrar eflingar stofnunarinnar.

Aðrir sem styrktu starfsemina voru Orkuveita Reykjavíkur, sem styrkti stofnunina með 600 þúsund króna framlagi, og Gutenberg hf., sem styrkti stofnunina með 300 þúsund króna framlagi.

Eins og áður er getið var Noregskynning Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Det Kongelige Kultur- og Kirkedepartement í Noregi, Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde og Icelandair.

Menntamálaráðuneytið kom, eins og áður sagði, að Evrópska tungumáladeginum og styrkti dagskrána með 200.000 króna framlagi.

Samgönguráðuneytið veitti SVF 2,5 milljóna króna styrk til rannsóknar á gildi tungumálakunnáttu fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.

Alþjóðleg miðstöð tungumála

Mikil vinna hefur farið fram á árinu 2006 við undirbúning og kynningu á framtíðarverkefni stofnunarinnar, sem er að koma á fót alþjóðlegri miðstöð tungumála hér á landi, en stefnt er að því að hún verði sett á laggirnar árið 2010. Á ársfundi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem haldinn var 6. júní, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

Að undanförnu hefur verið unnið að stefnumótun fyrir framtíðarstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í þeirri vinnu hefur komið fram eindreginn vilji starfsmanna til að stórefla stofnunina á næstu árum til hagsbóta fyrir rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Með því að lyfta grettistaki á þessu fræðasviði vill stofnunin jafnframt heiðra störf Vigdísar Finnbogadóttur í þágu tungumála jafnt heima sem heiman. Þá er það vilji starfsmanna að á næstu árum verði haldið áfram að leita leiða til að koma á fót Alþjóðlegri miðstöð tungumála við Háskóla Íslands í því skyni að halda áfram því brautryðjendastarfi sem Vigdís Finnbogadóttir hefur unnið á alþjóðavettvangi sem fyrsti og til þessa eini velgjörðarsendiherra tungumála í heiminum. Mikilvægt er að gert verði átak í húsnæðismálum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þannig að hún verði komin í framtíðarhúsnæði árið 2010.

Á fundi stjórnar Hugvísindastofnunar þann 7. júní var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma:

Stjórn Hugvísindastofnunar fagnar framkomnum hugmyndum um byggingu framtíðar-húsnæðis fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Jafnframt lýsir stjórnin stuðningi við þau áform að stórefla starfsemi stofnunarinnar með því að sameina í einni byggingu fyrsta flokks aðstöðu til kennslu og rannsókna annars vegar og glæsilega miðstöð fræðslu og þekkingarmiðlunar um tungumál heimsins hins vegar.

Á fundi deildarráðs Hugvísindadeildar 14. júní var einróma lýst yfir fullum stuðningi við hugmyndir um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Jafnframt tók deildarráðið undir önnur sjónarmið um framtíðaráform stofnunarinnar sem fram koma í ályktunum ársfundar hennar og stjórnar Hugvísindastofnunar.

Á deildarfundi Hugvísindadeildar þann 19. júní var einnig lýst yfir einróma stuðningi við framtíðaráform Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og tekið undir ályktanir ársfundar stofnunarinnar og deildarráðsfundar Hugvísindadeildar.

Loks samþykkti háskólaráð á fundi sínum 26. júní að Háskóli Íslands leggi fram til byggingar fjármagn sem nemur allt að 100 m.kr. á ári í þrjú ár, frá og með árinu 2008 að telja, samtals 300 m.kr., gegn því að tvöfalt hærra mótframlag fáist frá öðrum fjármögnunar- og styrktaraðilum.

Á árinu hefur verið lagt allt kapp á að renna stoðum undir þetta framtíðarverkefni. Leitað hefur verið eftir stuðningi og samstarfi við innlenda og erlenda aðila og hafa undirtektir verið jákvæðar. Eins og áður sagði héldu fulltrúar frá stofnuninni til fundar við Erik Rudeng, framkvæmdastjóra Institusjonen Fritt Ord í Noregi. Í kjölfar fundarins var formlega sótt um styrk frá sjóðnum til verkefnisins. Stjórn sjóðsins ákvað að styrkja undirbúningsvinnu vegna alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar með framlagi að upphæð ein milljón norskra króna eða rétt rúmlega 10 milljónir íslenskra króna.

Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir og Guðmundur R. Jónsson prófessor kynntu áform um tungumálamiðstöðina fyrir fulltrúum Wallenberg-sjóðsins og Riksbankens Jubileumsfond í sendiráði Íslands í Stokkhólmi í október 2006. Fundinn sat Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð.

Eins og áður er getið hefur stofnunin notið liðsinnis frá Riksbankens Jubileumsfond í Svíþjóð. Í lok ársins ákvað stjórn sjóðsins að styrkja undirbúningsvinnu vegna tungumálamiðstöðvar-innar með tæplega þriggja milljóna króna framlagi (300.000 SEK), en fénu á að verja til að halda málþing og ráðstefnu með innlendum og erlendum fræðimönnum á árinu 2007.

Í bréfi Mærsk Mc-Kinney Møller til stofnunarinnar, dagsettu hinn 13. nóvember 2006, kemur fram að stjórn A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal hafi ákveðið að styrkja fyrirhugaða alheimsmiðstöð tungumála með framlagi að upphæð fimm milljónir danskra króna. Styrkurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir framgang verkefnisins.

Í tengslum við erlent samstarf, og þá ekki síst í sambandi við kynningar erlendis, hefur stofnunin átt afar árangursríkt og ánægjulegt samstarf við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands erlendis. Þessi mikli stuðningur hefur verið stofnuninni ómetanlegur.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur

Sem endranær hefur Vigdís Finnbogadóttir reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur stutt við starfsemina á margvíslegan hátt og hefur í hvívetna verið boðin og búin til að vinna að vexti hennar og viðgangi. Fyrir það verður seint fullþakkað.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is