Byron Nicholai - Tónlist frá Norðurslóðum

Verið velkomin í Veröld - hús Vigdísar að hlýða á hrífandi tónlist frá Norðurslóðum. Byron Nicholai er ungur tónlistarmaður og dansari frá samfélagi Yup’ik fólks í Alaska. Í tónsmíði sinni blandar Byron saman frumbyggjatungumáli Yup’ik fólks við nútímalegri tækni svo sem hip-hop tónlist og samfélagsmiðla. Byron, sem hefur verið nefndur “Justin Bieber Alaska,” hefur komið fram á hátíðum víðs vegar um heiminn og virtum stöðum þ.á.m. Hvíta húsinu. 
 
Byron Nicholai mun flytja nokkur lög og síðan mun hann ræða tón-smíðar sínar og tengt efni við Sebastian Drude, framkvæmdastjóra Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála. Sebastian er málfræðingur og sérhæfir sig í fjölbreytileika tungumála, tungumálum í útrýmingarhættu og skrásetningu tungumála. Sebastian mun ræða við Byron um mikilvægi tungumála sem menningararfleifð og hvað menn-ingarviðburðir, eins og þessi, geta lagt af mörkum til að styrkja stoðir tungumála í útrýmingarhættu.
 
Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir!
 
 
Dagsetning: 
fös, 10/19/2018 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is