Café Lingua: Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu | Cafe Lingua

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Fimmtudaginn 16. nóvember, kl 17:00

Á degi íslenskrar tungu fögnum við íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í Reykjavík með því að leita svara við spurningunum: 

 Af hverju er íslenskan mikilvæg fyrir þig? og Af hverju ert þú mikilvæg/-ur  fyrir íslenskuna?

Borgarbókasafnið í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Stofnun Árna Magnússonar og Veröld - hús Vigdísar hvetur nemendur, kennara og einstaklinga til að vinna saman að gerð örmyndbanda þar sem leitað verður svara við þessum spurningum sem vekja okkur til umhugsunar um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur og okkar eigin framlags til tungumálsins. 

 Myndböndin mega ekki vera lengri en ein mínúta og merkja skal myndböndin með myllumerkinu #daguríslenskrartungu en þeim má einnig deila á vegg dags íslenskrar tungu á Facebook.

Í Gerðubergi þann 16.nóvember kl. 17:00 verður dagurinn haldinn hátíðlegur með sýningu á völdum myndböndum auk þess sem hægt verður að taka upp sitt eigið myndband á staðnum og verða þannig hluti af tungumálalandslagi borgarinnar. 

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum.

Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis. 

Hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua - lifandi tungumál.

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar.

Dagsetning: 
fim, 11/16/2017 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is