Café Lingua - Heimsins jól

Sannkölluð hátíðarstemning verður í Veröld þegr saman koma gestir frá öllum heimshornum og syngja jólalög frá heimahögum sínum, undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. Henni til aðstoðar verður Múltíkúltíkórinn, fjöltyngdur sönghópur kvenna, og hljóðfæraleikararnir Ari Agnarsson (harmónikka), Ársæll Másson (gítar) og Rafael Cao Romero (slagverk). 

Gestir fá textablöð í hendur og syngja saman jólalög á ýmsum tungumálum, eins og arabísku, dönsku, ensku, frönsku, íslensku, japönsku, portúgölsku, pólsku, serbnesku, spænsku, tagalog og þýsku. 

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreytua sig á ýmsum tungumálum. 

Markmið Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. 

Allir eru hjartanlega velkomnir. Þátttaka ókeypis. 

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Vigdísarstofnunar. 

Dagsetning: 
fim, 12/14/2017 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is