Café Lingua - Stefnumót tungumála

Stúdentakjallarinn 14. sept kl. 18
 
Langar þig að víkka út sjóndeildarhringinn, kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra eða deila þínu eigin móðurmáli með áhugsömum um tungumál? Á þessari tungumálauppákomu gefst einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík og æfa sig í tungumálum í leiðinni. 
Cafe Lingua – lifandi tungumál er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis. 
Sjá nánar um Café Lingua - lifandi tungumál og dagskrá haustsins: http://www.borgarbokasafn.is/is/content/café-lingua-lifandi-tungumál

Einnig er hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua - lifandi tungumál.
Café Lingua - lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar
Dagsetning: 
fim, 09/14/2017 - 18:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is