campUSCulturae

Á árunum 2011-2016 var Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur þátttakandi í evrópska samstarfsnetinu campUSCulturae um fjöltyngi og fjölmenningu. Þar var fengist við rannsóknir á barnabókmenntum og barnamenningu, ásamt varðveislu menningar minnihlutahópa sem margir hverjir tala tungumál sem eiga í vök að verjast. Aðilar í samstarfsnetinu, sem styrkt var af Menningaráætlun Evrópusambandsins, voru Minority Studies Society Studii Romani í Búlgaríu, CHE Consult GmbH í Þýskalandi, Háskólinn í Lodz í Póllandi, og portúgölsk félagasamtök í menningar- og menntamálum sem nefnast Ponte… nas ondas! Umsjón með verkefninu var í höndum Háskólans í Santiago de Compostela á Spáni. Fulltrúi SVF í samstarfsnetinu var Gro-Tove Sandsmark, sendikennari í norsku.

campUSCulturae: Alþjóðleg ráðstefna um barnabókmenntir og bókmenntir minnihlutahópa

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samstarfi við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og evrópska samstarfsnetið campUSCulturae, stóð fyrir ráðstefnu um birtingarmyndir menningarlegra minnihlutahópa í barna- og unglingabókum. Annars vegar var fjallað um barnabókmenntir og menningu minnihlutahópa andspænis alþjóðlegri fjöldamenningu fyrir börn, og hins vegar var fjallað um sögu minnihlutahópa eins og hún birtist í barnabókum og barnamenningu. Ráðstefnan fór fram dagana 24.-25. apríl 2013 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Nánar um ráðstefnuna.

Hér má lesa í heild sinni campUSCulturae-ráðstefnuritið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is