Danska

Nám í dönsku máli og menningu

Við Háskóla Íslands er boðið upp á nám í dönsku máli og menningu til BA- og MA-prófs.

Nám í dönsku er afar fjölbreytt og bæði hagnýtt og fræðilegt. Nemendur setja sig inn í málefni líðandi stundar í Danmörku og  kynnast siðum og venjum Dana. Áhersla er lögð á að nemendur séu fljótir að  ná góðum tökum á dönsku máli og öðlist fræðilega þekkingu um mál og málnotkun. Þeir kynna sér danskar bókmenntir, kvikmyndir og önnur listform og fá innsýn í danska fjölmiðla og þróun dansks þjóðfélags. Nemendur tileinka sér akademísk vinnubrögð og fá þjálfun í greiningu texta og meðferð dansks máls. Þeir takast á við þýðingar og setja sig inn í málefni, sem varpa ljósi á  tengsl Danmerkur og Íslands. Nemendur eiga kost á nokkru vali í náminu og geta því sérhæft sig í samræmri við óskir og áhuga. 

Viðskiptatengd danska

Í viðskiptatengdri dönsku leggja nemendur áherslu á dönskunám og taka ennfremur jafngildi aukagreinar í almennri viðskiptafræði.

Markmið

  • að undirbúa nemendur undir störf sem krefjast  dönskukunnáttu og fræðilegrar þekkingar á danskri menningu og þjóðlífi 
  • að veita nemendum fræðilega undirstöðu til að takast á við meistaranám í dönsku við Háskóla Íslands eða erlenda háskóla.

Störf að loknu námi

Reynslan sýnir að dönskunám nýtist víða í atvinnulífinu, allt eftir námsgráðu og sérhæfingu nemenda. Hér má nefna:

  • ferðaþjónustu, t.d. kynningarstörf, leiðsögn og störf við menningartengda ferðaþjónustu
  • fjölmiðla, t.d. blaðamennsku þáttagerð eða miðlun
  • dönskukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, námsstjórn og námsefnisgerð
  • ritstörf og þýðingar
  • störf tengd viðskiptum og markaðssetningu

Inntökuskilyrði  (hæfnistig B2)

Stúdentspróf eða sambærileg undirstaða í dönsku er forsenda þess að hægt sé að hefja nám í greininni. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30 e. 

BA-próf með fyrstu einkunn  og dönsku sem aðalgrein veitir rétt til að hefja framhaldsnám  í greininni á meistarastigi.

Kennsluhættir

Öll kennsla fer fram á dönsku og málið er þjálfað í litlum hópum. Áhersla er lögð á notkun tölva og upp-lýsingatækni. Í boði eru fjölbreytt námskeið um bók- menntir, kvikmyndir og fjölmiðla og danska tungu. Í boði eru einnig námskeið um þýðingar, dönskukennslu og notkun dönsku í viðskiptum og í ferðaþjónustu. 

Námsleiðir

Aðalgrein til 180 eininga:

Þriggja ára grunnnám í dönsku máli og menningu sem lýkur með BA-prófi.

Aðalgrein til 120 eininga:
Tveggja ára grunnnám í dönsku máli og menningu. Námið er á bakkalársstigi og er þá aðalgrein til BA-prófs.

Aukagrein til 60 eininga:

Eins árs grunnnám í dönsku máli og menningu. Slíkt nám getur nýst sem aukagrein með aðalgrein 120 e eða sem fyrsta ár í BA-námi í dönsku sem aðalgrein til 120 e eða 180 e.  

Erlent samstarf

Dönskunemum stendur til boða að taka hluta námsins við danska háskóla sem Nordplus- eða Erasmus-skiptinemar.

Danska  í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands

Nemendum  í öllum deildum Háskólans stendur til boða dönskunám í  Tungumálamiðstöð HÍ. Námið er nemenda- miðað og áhersla er lögð á nútímalega kennsluhætti og sveigjanlega stundaskrá. Nemendur geta sótt um að fá dönskunámið metið til eininga í sinni deild.
Forkröfur: Grunnfærni í tungumálinu sem svarar til stúdentprófs í íslenskum framhaldsskóla.

Kennarar:

Auður Hauksdóttir

auhau@hi.is

 

Gísli Magnússon

gíslim@hi.is

 

Pernille Folkmann

pf@hi.is

 

Þórhildur Oddsdóttir

thorhild@hi.is

 

Verkefnastjóri:

Bernharð Antoniussen

bernhard@hi.is

 

Verkefnastjóri  alþjóðamála:

Guðrún Birgisdóttir
gb@hi.is

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is