Endurreisnin í Harlem og ákúran í rödd Zoru Neale Hurston

Fyrirlestrarsalur í Veröld - húsi Vigdísar 

Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku heldur fyrirlestur um Zoru Neale Hurston, bandarískan rithöfund af afrískum uppruna sem féll í gleymsku um áratugaskeið. 

Þegar greinin „In Search of Zora Neale Hurston“, eftir Alice Walker, birtist í tímaritinu Ms. Magazine (skáletra) árið 1973 varð uppi fótur og fit. Áhugi feminískra fræðimanna og þeirra sem rannsökuðu sögu og aðstæður blökkumanna í suðurríkjunum var vakinn. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að því hvernig Hurston afhjúpar í skrifum sínum inngreypt tök feðraveldisins – jafnvel innan róttækra baráttuhreyfinga fyrir réttlæti og samstöðu.

Dagsetning: 
fös, 03/02/2018 - 12:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is