01des17:0031jan(jan 31)16:00Sagatid - Nutid17:00 - (janúar 31) 16:00 Veröld - hús Vigdísar, Heimasvæði tungumála Skipuleggjandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Teikningar Karin Birgitte Lund
Sýningaropnun 1. desember 2018 í Veröld – húsi Vigdísar kl. 16:30

Íslendingasögurnar komu út árið 2014 í nýrri danskri þýðingu, með myndskreytingum myndlistarkonunnar Karin Birgitte Lund. Sýning á verkum hennar fyrir útgáfuna er nú haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Teikningarnar byggja á myndskreytingum og fagurfræði víkingatímans og miðalda, og Karin sækir innblástur í norræna myndlist þess tímabils. Verkin eru meðal annars undir áhrifum af íslenskum miðaldahandritum, veggmyndum í dönskum kirkjum, höggmyndum á Gotlandi og norskum stafkirkjum.
Á sýningunni eru einnig nokkrar glænýjar teikningar sem innblásnar eru af Íslendingasögunum.
Karin Birgitte Lund fæddist árið 1946 i Kaupmannahöfn og stundaði nám við Konunglegu dönsku listaakademíuna 1967–1973. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína. Meðal verka hennar eru hönnun og myndskreytingar nýrra danskra peningaseðla.

Tími

Desember 1 (Laugardagur) 17:00 - Janúar 31 (Fimmtudagur) 16:00

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, Heimasvæði tungumála

Skipuleggjandi

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

04des16:1517:15Að nota Evrópska tungumálarammann í kennslu16:15 - 17:15 Veröld hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 Skipuleggjandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Í upphafi 21. aldar var Evrópski tungumálaramminn kynntur til sögunnar til að staðla lýsingu á tungumálakunnáttu innan og á milli tungumála. Nú er svo komið að varla má finna það námsefni, námskeið eða próf, sem ekki er tengt við stig Evrópska tungumálarammans (A1, A2, B1…). Því er þó ekki svo farið að það sé alltaf sama kunnátta sem farið er fram á fyrir eitt og sama stigið, þrátt fyrir alla þessa meintu stöðlun. Í kynningunni verður fjallað um notkun Evrópska tungumálarammans í íslensku sem öðru máli, með samanburði við ensku, spænsku og frönsku. Einkum verður fjallað um málfræði en einnig aðra færniþætti og hvernig nauðsynlegt er að halda jafnvægi þeirra á milli.

„Óravíddir tungumálanna“ – fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Tími

(þriðjudagur) 16:15 - 17:15

Staðsetning

Veröld hús Vigdísar

Brynjólfsgötu 1

Skipuleggjandi

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

05des15:0017:00Samband Íslands og Kanada í sögu og samtíð15:00 - 17:00 Veröld hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 Skipuleggjandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Háskóli Íslands stendur fyrir málþingi um samband Íslands og Kanada í sögu og samtíð, í samstarfi við kanadíska
sendiráðið á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnar málþingið. Stefan Jonasson, ritstjóri Lögbergs‒Heimskringlu,
er heiðursgestur og mun halda erindi um Lögberg‒Heimskringlu, elsta blað þjóðarbrots í Kanada.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.  Ath. Dagskráin fer fram á ensku.

Dagskrá:

15:00─15:10 Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister: Opening Remarks.

15:10─15:20 Dr. Jón Atli Benediktsson, Rector, University of Iceland: The University of Iceland’s Relations with Canada and the Stephan G. Stephansson Endowment Fund.

15:20─15:30 Dr. Birna Bjarnadóttir, Project Manager, Vigdís Finnbogadóttir Institute: Icelandic Canadian Research Relations.

15:30─15:40 Hjálmar W. Hannesson, Ambassador: The Icelandic National League in Iceland.

15:40─16:10 Rev. Stefan Jonasson: Lögberg-Heimskringla. A Mirror of Icelandic Life Among North Americans.

16:10─16:30 Discussions, Chaired by Dr. Birna Arnbjörnsdóttir, Professor and Director of the Vigdís Finnbogadóttir Institute.

16:30‒17:00 Refreshments.

 

Nánar HÉR

Tími

(Miðvikudagur) 15:00 - 17:00

Staðsetning

Veröld hús Vigdísar

Brynjólfsgötu 1

Skipuleggjandi

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

06des17:0018:30Cafe Lingua | Heimsins jól17:00 - 18:30 Veröld hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 Skipuleggjandi: VIMIUC Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

*ENGLISH BELOW*

Hátíðarstemning þar sem Múltíkúltíkórinn og borgarbúar frá öllum heimshornum syngja saman jólalög á ýmsum tungumálum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur.

“Café Lingua – lifandi tungumál” er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála – og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Cafe Lingua er samstarf Borgarbókasafnsins við Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar.
Aðrir samstarfsaðilar 2018-2019 eru Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið „Linguae“ og Íslenskuþorpið.

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”.

*ENGLISH*
Cafe Lingua | Christmas Around the World
A festive evening where the Múltíkúlti Choir and citizens from all over the world come together and sing Christmas carols in different languages. The singing will be lead by Margrét Pálsdóttir.

Café Lingua is a platform for those who want to enhance their language skills, Icelandic or other languages, a place to communicate in and about various languages as well as a gateway into different cultures. The goal is to “unveil” the linguistic treasures that have found their way to Iceland, enriching life and culture, as well as giving world citizens the option to express themselves in Icelandic and to introduce their mother tongues to others.

Cafe Lingua is a collaboration between the Reykjavík City Library and The Vigdís International Centre for Multilingualism and Intercultural Understanding

Other collaboration partners this season: Faculty of Languages and Cultures, Icelandic as a second language, the student associations Linguae and Huldumál at the University of Iceland and The Icelandic Village.

Tími

(Fimmtudagur) 17:00 - 18:30

Staðsetning

Veröld hús Vigdísar

Brynjólfsgötu 1

Skipuleggjandi

VIMIUC

12des16:1517:15Sigurtunga - Vesturíslenskt mál og menning16:15 - 17:15 Veröld hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 Skipuleggjandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Út er komin bókin Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning í ritstjórn Birnu Arnbjörnsdóttur, Höskuldar Þráinssonar og Úlfars Bragasonar. Bókin inniheldur safn greina eftir 20 höfunda, sem tengjast nýrri rannsókn á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu vesturfaranna, bókmenntir og málþróun vestra. Forseti Íslands skrifar formála.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Facebook viðburður

Tími

(Miðvikudagur) 16:15 - 17:15

Staðsetning

Veröld hús Vigdísar

Brynjólfsgötu 1

Skipuleggjandi

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

X