Evrópski tungumáladagurinn

2017

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíðlegur í Veröld – húsi Vigdísar í fyrsta sinn þriðjudaginn 26. september 2017. Í tilefni dagsins var haldið málþingið Mál er manns aðal. Það var vel sótt, en um hundrað fyrrverandi og núverandi tungumálakennarar og aðrir gestir mættu til að hlusta á umræður kennara um stöðu og áskoranir í tungumálakennslu á Íslandi.

Dagskrá: 

 • Málþing opnað: Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
 • Ávarp: Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands og velgjörðarsendi-herra tungumála hjá UNESCO – Mennta-, vísinda- og menningar-stofnun Sameinuðu þjóðanna.  
 • 16.20 Enskukennsla: Auður Torfadóttir fv. dósent í ensku og Agnes Ósk Valdimarsdóttir, enskukennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla.
 • 16.40 Spænskukennsla: Guðrún Tulinius spænskukennari við Mennta­skólann í Hamrahlíð og fv. formaður Félags spænskukennara og STÍL og Hildur Jónsdóttir spænskukennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.
 • 17.00 Þýskukennsla: Ásmundur Guðmundsson fyrrverandi þýskunnari í Menntaskólanum í Reykjavík og Solveig Þórðardóttir þýskukennari við Menntaskólann við Sund og formaður Félags þýskukennara.  
 • 17.20 Frönskukennsla: Jórunn Tómasdóttir frönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fv. formaður STÍL og Solveig Simha frönskukennari við Landakotsskóla.
 • 17.40 Dönskukennsla: Stella Guðmundsdóttir fv. skólastjóri og dönskukennari við Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands og Pelle Damby Carø dönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands.  

Fundarstjóri var Hafdís Ingvarsdóttir prófessor. Að málþinginu loknu var boðið upp á léttar veitingar og umræður um tungumálakennslu héldu áfram. 

Hér má sjá myndir sem teknar voru á málþinginu.

2016

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi.

Dagskráin bar yfirskriftina „Þýðingar, tungumálakunnátta og heimsmynd okkar“ og fór fram á evrópska tungumáladaginn, mánudaginn 26. september nk. kl. 16-18.30, í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Dagskrá:

 • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, setti málþingið.
 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: „Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar: Hlutverk og markmið.“
 • Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur: „Thor Vilhjálmsson og þýðingar hans.“
 • Háskólakórinn flutti lög undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar kórstjóra.
 • Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor emeritus: „Reikar dóttir sjómannsins enn um skóginn? Hugleiðingar um nám og kennslu í tungumálum í hálfa öld.“
 • Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi: „Hvað þýðir það að þýða?“

Fundarstjóri var Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL.

Við þetta tækifæri færðu bræðurnir Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf viðamikið safn föður þeirra, Thors Vilhjálmssonar rithöfundar, af erlendum bókum. Safnið hefur að geyma margar af helstu perlum heimsbókmenntanna, einkum evrópskra samtímabókmennta. Þessi rausnarlega bókagjöf eins ástsælasta rithöfundar Íslendinga á síðari tímum og mikilvirks þýðanda erlendra bókmenna á íslensku eru stofnuninni mikils virði, ekki síst þar sem þýðingum er ætlað sérstakt hlutverk í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni, sem nú er í undirbúningi.  

Í gjafabréfi bræðranna segir svo: „Alla sína ævi leitaðist Thor við að fylgjast grannt með því sem efst var á baugi í bókmenntum heimsins hverju sinni. Hann leit á það sem hluta af rithöfundarstarfinu og þeirri menningarkynningu sem hann rækti alla tíð hér á landi. Hann viðaði að sér bókum, las þær vandlega, oft með pennann á lofti, svo að bækurnar bera þess persónuleg merki hver fór um þær höndum. Hann lagði sig sérstaklega eftir bókmenntum frá Frakklandi og Suður-Ameríku, Ítalíu, Spáni, Bandaríkjunum og Japan, án þess þó að vanrækja ýmis önnur lönd eða menningarsvæði.
Það er von okkar að bækur þessar megi nýtast áhugasömum lesendum og stúdentum um ókomin ár innan vébanda þessarar merku stofnunar og vera lifandi vitnisburður um mikilvægi þess að fylgjast með straumum sinnar tíðar af vakandi forvitni.“

Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, veitti bókagjöfinni viðtöku. Hún þakkaði bræðrunum rausnarlega gjöf og góðan hug þeirra í garð stofnunarinnar en Thor reyndist stofnuninni mikill haukur í horni og sýndi henni mikla ræktarsemi. Bækurnar verða aðgengilegar í nýbyggingu stofnunarinnar sem tekin verður í notkun á næsta ári.  

Hér má sjá myndir sem teknar voru á málþinginu.
 

2015

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og með stuðningi Nordplus-tungumálaáætlunarinnar. Dagskráin bar yfirskriftina „Tungumálakennsla á tímamótum“ og fór fram á evrópska tungumáladeginum, laugardeginum 26. september 2015 kl. 11-14, í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Dagskrá:

 • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, setur málþingið.
 • Afhending Evrópumerkisins (European Label)
 • Sigrún Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöð Íslands: „Nordplus tungumálaáætlunin.“
 • Brynhildur Ásgeirsdóttir, formaður Linguae – Félags tungumálanema við Háskóla Íslands.
 • Alma Ágústsdóttir, enskunemi við Háskóla Íslands: „Enskukunnátta.“
 • Hádegishlé, léttar veitingar.
 • Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: „Af sjónarhóli skólastjórnenda.“
 • Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík: „Staða erlendra tungumála í Kvennaskólanum eftir styttingu náms til stúdentsprófs.“
 • Anna Margrét Bjarnadóttir, dönskukennari og fagstjóri í Víðistaðaskóla: „Viðhorf gagnvart tungumálakennslu.“

Fundarstjóri var Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á málþinginu.

 

2014

Í tilefni af evrópska tungumáladeginum stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi undir yfirskriftinni "Tungumálakunnátta er allra hagur". Áhersla var lögð á gildi fornmálanna og almennrar tungumálakunnáttu í víðasta samhengi. Málþingið fór fram föstudaginn 26. september kl. 15-17:30 í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.

Dagskrá:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, setur málþingið.
 • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, flytur ávarp.
 • Kolbrún Elfa Sigurðardóttir, latínukennari við MR og HÍ: „Amo - amas – amat…“
 • Hjalti Snær Ægisson, stundakennari í almennri bókmenntafræði við HÍ: „Kvikuþró kveðskaparins: Um latínu og íslenska bókmenntasögu.“
 • Guðbjörg Þórisdóttir, meistaranemi í heimspeki við HÍ: „Ólgandi líf í eldfornum tungum.“
 • Viðar Pálsson, lektor í sagnfræði og réttarsögu við HÍ: „Latínumenn og íslenskar fornsögur.“
 • Kaffihlé.
 • Adda Guðrún Gylfadóttir, nemi af fornmálabraut í MR: „Hvers vegna fornmálabraut?“
 • Reynir Tómas Geirsson, prófessor og yfirlæknir: „Frá fornmálum til nútímans í læknisfræði.“
 • Atli Freyr Steinþórsson, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu: „Hier spricht Reykjavík: Hugleiðingar útvarpsmanns um tungumál og ljósvaka.“
 • Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona. „Fjöltyngi er fjölkynngi.“

Í lok dagskrár var boðið upp á léttar veitingar.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á málþinginu.

Hér má hlusta á málþingið í heild sinni.

 

2013

GrunnskolanemarStofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL - Samtök tungumálakennara á Íslandi, efndi til hátíðardagskrár í tilefni Evrópska tungumáladagsins þann 26. september. Hátíðadagskráin fór fram í Bratta, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, undir yfirskriftinni „Tungumálakennsla í takt við tímann“ og hófst kl. 16.

Dagskráin var sem hér segir:

Setning: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Ávarp: Vigdís Finnbogadóttir, sendiherra tungumála hjá UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna.
En français, s’il vous plaît ! – Grunnskólanemar flytja leikþátt á frönsku.
Ávarp: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
En français, s’il vous plaît ! Sólveig Simha, frönskukennari við Háaleitisskóla og Alliance française.
Tungumálanám í fornmáladeild MR. Linda Rós Michaelsdóttir, konrektor Menntaskólans í Reykjavík.
Fjöltyngdur ljóðalestur. Umsjón: Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Kaffihlé – Lifandi tungumál á vegum Café Lingua Borgarbókasafns.
Tæknin og tækifærin. Michael Dal, dósent í dönsku á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
…í takt við tímann? Brynhildur A. Ragnarsdóttir, formaður STÍL.
Músik og myndir er málið. Ida Semey og Ásdís Þórólfsdóttir, spænskukennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Hvar er kennarinn? Björn Gunnlaugsson, enskukennari og skólastjóri grunnskólans á Dalvík.

Fundarstjóri var Katrín Elna Jónsdóttir, þýskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.

Hátt í 70 manns, tungumálakennarar og áhugafólk um tungumál og kennslu þeirra, sóttu málþingið.

Hér má hlýða á erindi sem flutt voru á málþinginu.

 

2012

Born ur Fellaskola syngja a lithaensku a Evropska tungumaladeginum

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíðlegur að venju þann 26. september undir yfirskriftinni "Tungumál, tækni og tækifæri". Þar var fjallað um hvernig ný þekking, tækni og leiðir geta nýst í þágu tungumálanáms og samskipta á erlendum tungumálum. Efnt var til hátíðadagskrár í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, STÍL Samtök tungumálakennara á Íslandi og Máltæknisetur.

Athöfnin hófst með því að nemendur Fellaskóla ávörpuðu hátíðagesti með kveðju frá sínum heimalöndum og sungu vögguvísu á litháensku undir stjórn Guðna Franssonar.  

Erindi fluttu :

 • Auður Torfadóttir, formaður starfshóps um nýja námskrá og fyrrverandi dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands
 • Brynhildur Ragnarsdóttir, formaður Samtaka tungumálakennara á Íslandi og deildarstjóri Tungumálavers grunnskólanna
 • Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönskum fræðum við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
 • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Máltækniseturs
 • Árný Guðmundsdóttir, ritstjóri vefsins SignWiki
 • Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Evropski tungumaladagurinn 2012Hátíðina setti Hólmfríður Garðarsdóttir, forseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda og fundarstjóri var Guðrún Kristinsdóttir, verkefnisstjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Frú Vigdís Finnbogadóttir heiðraði hátíðina með nærveru sinni.

 

 

Fjölmiðlaumfjöllun :

Viðtal við Eirík Rögnvaldsson í Fréttatíma Sjónvarpsins
Lítill stuðningur við máltækni

Viðtal við Ástu Ingibjartsdóttur og Brynhildi A. Ragnarsdóttur í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1
Tungumál, tækni og tækifæri

Viðtal við Tómas Gíslason í Morgunútvarpi Rásar 2
Neyðarkall frá útlendingum

Viðtal við Hólmfríði Garðarsdóttur á Bylgjunni í bítið
Í bítið - Evrópski tungumáladagurinn er í dag

Viðtal við Eirík Rögnvaldsson í Fréttablaðinu
Að tala íslensku við ísskápinn

Viðtal við Árnýju Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu
Kenna táknmál í þróunarlöndum

 

Tungumálaleikur á Facebook

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins var hrundið af stað tungumálaleik á Facebook, og naut hann mikilla vinsælda.

Þess má geta að áður voru daglegar heimsóknir á Facebook-síðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um 60 en dagana sem tungumálaleikurinn stóð yfir voru 6,349 innlit á síðuna. Fyrir leikinn átti stofnunin 113 vini, en taldi 371 vini á Facebook þegar leiknum lauk.

Um 1400 manns skoðuðu myndskeiðið þar sem geta átti sér til um hvaða tungumál voru töluð og um 120 manns sendu inn tillögur sínar.

Einnig tóku fjölmargir þátt í leiknum „Hvert er uppáhaldsorðið þitt á útlensku?“. Um 1020 manns skoðuðu það myndband og meira en 80 manns sendu inn tillögur sínar.

Þá er ótalið að myndböndin fengu einnig ágætis áhorf á YouTube en þar skoðuðu um 500 manns myndirnar.

Sex heppnir einstaklingar sem dregnir voru af handahófi úr hópi þátttakenda fengu að launum klippikort á kvikmyndahátíðina RIFF.

 

2009

Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíðlegur þann 26. september undir yfirskriftinni "Bringing us closer". Efnt var til hátíðardagskrár í samvinnu við Félag enskukennara á Íslandi.

Sérstakur gestafyrirlesari dagskrárinnar var Dr. Leni Dam sem er vel þekkt fyrir rannsóknir sínar og þróunarstarf á sviði einstaklingsmiðaðs tungumálanáms. Boðið var upp á fjölbreyttar málstofur um nýbreytni og rannsóknir á sviði tungumálakennslu.

Efnt til sérstakrar hátíðadagskrár þann 25. september 2009 þar sem menntamálaráðherra afhenti Evrópumerkið og fram fóru pallborðsumræður um gildi tungumálanáms og tungumálakunnáttu.

 

2008

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins var efnt til hátíðardagskrár í Gimli í samvinnu við Samtök tungumálakennara á Íslandi þann 26. september 2008.

Sérstakur boðsgestur dagskrárinnar var Søren Fauth, lektor við Árósaháskóla, en hann flutti erindið Åndens og sprogets deroute i et ensrettet Europa.

Erindi fluttu:

 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslu erlendra tungumála við Háskóla Íslands
 • Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands
 • Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við Háskólann í Reykjavík
 • Margrét Kristín Jónsdóttir þýskukennari við Menntaskólann á Akureyri

Dagskránni lauk með pallborðsumræðum undir yfirskriftinni Skiptir tungumálakunnátta máli? Í pallborðsumræðum skýrði Gísli Örn Garðarsson, leikari, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, og Þórey Vilhjálmsdóttir, viðskiptafræðingur MBA, frá reynslu sinni úr atvinnulífinu.

Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson skemmtu áheyrendum með söng á ýmsum tungumálum en stjórnandi dagskrárinnar var Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is