Fjársjóður tungumála Filippseyja

Borgarbókasafnið - Menningarhús Kringlan

Café Lingua

Vissir þú að í Filippseyjum eru töluð 170 tungumál? Á þessum viðburði veita Filipseyingar á Íslandi gestum innlit í tungumál og menningu landsins.

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum.

Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar.

Samstarfsaðilar ágúst – desember 2017:
Mála – og menningardeild, íslenska sem annað mál, rússneska og Rússlands-og Austur-Evrópufræði og nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands, Íslenskuþorpið, Filippseyingar búsettir á Íslandi og „Múltíkúltíkórinn”, fjöltyngdur kór kvenna.

Sjá nánar:http://borgarbokasafn.is/is/content/café-lingua-lifandi-tungumál

Facebook síða Cafe Lingua: https://www.facebook.com/groups/301214556654902/
 

Dagsetning: 
fim, 10/05/2017 - 17:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is