Greinakall: Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu

Kallað er eftir greinum í níunda hefti (2017) Milli mála. Tekið við greinum á öllum fræðasviðum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, þýðingum og umfjöllunum um nýjar bækur. Skilafrestur greina er til 1. ágúst 2017. Allar fræðigreinar sem birtast í Milli mála eru ritrýndar.

Tekið er við greinum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Milli mála er í opnum aðgangi frá og með 2014: https://ojs.hi.is/millimala

Reglur um lengd, uppsetningu og frágang má nálgast á heimasíðu tímaritsins: http://millimala.hi.is/is/forsida/

 
Allar nánari upplýsingar veita ritstjórar Milli mála:
Gísli Magnússon: gislim@hi.is
Þórhallur Eyþórsson: tolli@hi.is

 
 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is