Ársfundur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Ársfundur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir árið 2016 var haldinn í Veröld - húsi Vigdísar föstudaginn 20. október 2017. 

Venjulega eru ársfundir stofnunarinnar haldnir að vori en vegna opnunar Veraldar og alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar í apríl var ákveðið að fresta fundinum og útgáfu ársskýrslu til haustsins. 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi: 

  1. Ársskýrsla kynnt
  2. Ársreikningar lagðir fram
  3. Rætt um starfið framundan
  4. Önnur mál 

Í lok fundarins voru Auði Hauksdóttur, forstöðumanni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, þökkuð fyrir hennar góðu störf í þágu stofnunarinnar. Viðstaddir stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Auði. 

Ársskýrsla Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir árið 2016 er hér. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is