Ný stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Ný stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur var kosin á ársfundi stofnunarinnar föstudaginn 11. maí s.l.
 
Birna Arnbjörnsdóttir prófessor í annarsmálsfræðum var kjörin nýr stjórnarformaður. Rannsóknir Birnu eru á sviði hagnýtra málvísinda m.a. máltileinkunar, íslensku sem annars máls, fjarkennslu tungumála og ensku sem samskiptamáls. Hún hefur setið í stjórn stofnunarinnar um árabil og tekur við stjórnarformennsku af Auði Hauksdóttur.
 
Þau Oddný G. Sverrisdóttir, Ásdís R. Magnúsdóttir og Geir Þórarinn Þórarinsson eru aðalmenn í nýrri stjórn. Hólmfríður Garðarsdóttir og Gísli Magnússon eru varamenn og Guðmundur Brynjólfsson situr í stjórn fyrir hönd doktorsnema.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is