Töfrar tungumálanna í Háskóla unga fólksins

Veröld - hús Vigdísar hefur iðað af lífi alla vikuna þar sem nemendur í Háskóla unga fólksins hafa setið námskeið í dönsku, frönsku, ítölsku, forngrísku, latínu, rússnesku, spænsku, þýsku, kínverskum og japönskum fræðum og Mið-Austurlandafræðum. Ungu nemendurnir stóðu sig með eindæmum vel og í Mála- og menningardeild ríkir eftirvænting um að sömu andlit sjáist hér á skólabekk eftir nokkur ár.
 
Háskóla unga fólksins lauk 15. júní með hátíðlegri útskriftarathöfn í Háskólabíói. Frönskunemendur undir stjórn Ástu Ingibjartsdóttur, aðjunkts í frönsku, fluttu þar lagið Mercy sem var framlag Frakklands til Eurovision í ár. Eyjólfur Már Sigurðsson stjórnandi Tungumálamiðstöðvar HÍ sá um undirleik, en þau Ásta og Eyjólfur kenna bæði frönsku við Mála- og menningardeild auk þess að vera meðlimir í frönsk-íslensku hljómsveitinni Belleville.
 
Upptöku af flutningi nemenda á laginu Mercy má sjá HÉR
 
    
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is