Málþingið Magnað Manga

Málþingið Magnað Manga um japanska myndasagnahefð (manga) og norræn áhrif á hana verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar þann16. ágúst kl. 13 til 16.

Þátttakendur eru fjórir gestir frá Japan og einn Íslendingur. Dagskrá málþingsins hefst með opnunarávarpi Tsukusu Jinn Ito en síðan verða fluttir fjórir fyrirlestrar: Jessica Bauwens ræðir um norrænar goðsagnir í myndasögum sem ætlaðar eru stúlkum, Sayaka Matsumoto fjallar um það hvernig þrír japanskir manga-höfundar hafa brætt goðsagnir og samtímamenningu saman og Atsushi Iguchi fjallar um útópískar hugmyndir í Vínlands sögu eftir Makoto Yukimura. Loks mun Gunnella Þorgeirsdóttir ræða áhrif japanskra myndasagna á hugmyndir lesenda um hið yfirnáttúrlega. Málþingið fer fram á ensku, er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

13.00 Tsukusu Jinn Ito, Shinshu University: „Opening address“

13.10 Jessica Bauwens, Ryukoku University: „The Nordic Myths in Girls Manga--Ashibe Yuho's Crystal Dragon“

13. 40 Sayaka Matsumoto, Fukui Prefectural University: „Rewriting the Myths and Culture: ONE PIECE, The Mythical Detective Loki and Saint Young“

14.10 Kaffipása

14.40 Atsushi Iguchi, Keio University: „Somewhere Not Here: Utopianism in Makoto Yukimura’s Vinland Saga“

15.10 Gunnella Þorgeirsdóttir, University of Iceland: „Yokai: Influence of Manga on the constantly evolving image of the supernatural“

15.35 Almennar Umræður

Sjá Facebook viðburð HÉR

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is