Gúrúar, dulúð og geðsjúkdómur skynseminnar

Tími: Föstudaginn 4. maí, kl. 12 
Staður: Veröld #008
 
 
Peter H. Fogtdal heldur skemmtilegan og lifandi fyrirlestur um nýjustu bók sína, Det store glidefald (sem á ensku mun bera titilinn Gods of Mango). Skáldsagan er alvarlegur farsi um þrá manneskjunnar eftir hinu andlega og eftir að öðlast meiri skilning á heiminum og sjálfri sér. Bókin er sem speglasalur sem sýnir fjölda mismunandi vinkla á rétt og rangt innan andlegra strauma og gúrúdýrkunar, og að auki fyndin og vel skrifuð.
 
Peter H. Fogtdal (f. 1956) er danskur höfundur búsettur í Portland, USA. Hann er menntaður leikritahöfundur og byrjaði að skrifa leikrit fyrir sjónvarp og satíru en hefur síðan gefið út 13 skáldsögur, meðal annars Flødeskumsfronten, sem var þýdd yfir á frönsku og hlaut prix littéraire francophone (frönsku bókmenntaverðlaunin), og Zarens dværg, sem hefur verið þýdd á frönsku, portúgölsku og úkraínsku. Stíll hans einkennist af flæði og bækur hans fjalla um alvarleg efni eins og dauðann og hlutverk húmors í mannlegu samfélagi.
 
 
 
 
Dagsetning: 
fös, 05/04/2018 -
12:00 to 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is