"Hér eru Indiánar grafnir"

"Hér eru Indíánar grafnir" - frumbyggjar í textum Ole E. Rölvaag

Fyrirlestur Gro-Tove Sandsmark 

Stofa 007 í Veröld - húsi Vigdísar, 16. apríl kl. 12

Norðmenn voru á meðal fyrstu Evrópumanna á sléttunni í Miðvestrinu. Í byrjun voru samskipti þeirra við frumþjóðirnar lítil og að mörgu leyti eðlileg og jákvæð með ýmiss konar verslun og vöruskipti. Því miður breyttist þetta mjög þegar Evrópubúum fjölgaði á sléttunni miklu. Þónokkrir Norðmenn tóku þótt í Siouxstríðunum 1851-1877 en einnig voru alltaf til Norðmenn sem sáu óréttlætið.

Trílógía Rölvaags gerist á þeim árum sem Norðmenn höguðu sér ennþá eins og menn gagnvart frumþjóðinni, en bækurnar eru skrifaðar eftir að þjóðarmorð hafði átt sér stað. Frumbyggjar gegna ekki stóru hlutverki í textanum en þeir koma við sögu í fyrsta bindinu, Giants in the Earth, og óbeint um leið og aðalpersónurnar nema land á sléttunni. Þar finna þær nefnilega gröf frumbyggja. Gröfin liggur á lítilli hæð skammt frá þeim stað sem þau byggja hús, og verður eins konar helgistaður þangað sem þær fara til að hugsa þegar eitthvað bjátar á. Tilgáta mín er að gröfin sé líka áminning um að þar hafi verið menn á undan þeim. Þegar frumbyggjar nálgast verða nágrannarnir og húsfreyjan hrædd en bóndinn, Per Hansa, fer vopnlaus að tala við "indjánana". Ég mun nota postkóloníal-fræði og sálgreiningu til að greina tvöfalt viðhorf textans til frumbyggjana.

Dagsetning: 
mán, 04/16/2018 - 12:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is