Kryddleiðin: Íslamskir kaupmenn í Indlandi, Srí Lanka og Indónesíu á landafundatímabilinu

Fyrirlestur Dr. Bindu Malieckal
Stofa 007 í Veröld - húsi Vigdísar 

Nú á dögum eru Indónesía og Indland meðal þeirra ríkja heims þar sem flestir múslimar búa, og á Srí Lanka er lítið en veigamikið samfélag múslima. Þessi lýðfræði þróaðist að hluta til vegan þess að arabar og persar (og forfeður þeirra sem ekki voru múslimar) fluttust til Asíu til að versla með krydd. Hvort sem um var að ræða svartan pipar í hæðadrögunum í Malabar á Indlandi, múskat, múskathýði og negul frá Maluku-eyjum í Indónesíu, eða kanil frá Srí Lanka, þá keyptu þeir og fluttu krydd frá austurströndum Afríku til Suður-Kínahafs. Þannig bjuggu kaupmennirnir til Kryddleiðina, sjóleið sem var nánast hliðstæða hinnar betur þekktu Silkileiðar. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um upplifanir múslima á kryddleiðinni, 

Dr. Bindu Malieckal er prófessor í ensku í Saint Anselm College. 

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Dagsetning: 
mán, 11/06/2017 - 15:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is