Kvikmyndasýning: The Dissident

Kvikmyndasýning: The Dissident 
Fyrirlestrarsalur Veraldar - húss Vigdísar. 

Úkraínsk - rússneski blaðamaðurinn og fyrrum samviskufanginn Grigorí Pasko hefur um árabil látið sig stjórnarfar og umhverfismál í Rússlandi varða. Heimildamyndin Andófsmaðurinn fylgir Pasko eftir á tíu ára tímabili, eftir að hann hefur að rannsaka Nord Stream – byggingu mikillar gasleiðslu frá Norður-Rússlandi og um Eystrasalt til Vestur-Evrópu. Með gagnrýninni umfjöllun um Nord Stream setur Pasko sig í andstöðu við yfirvöld í Rússlandi og barátta hans fyrir óháðri og gagnrýninni blaðamennsku afhjúpar margar verstu myndir þeirrar valdstjórnarinnar í Rússlandi. Um leið vakna áleitnar spurningar um vilja og getu rússneskra yfirvalda til að takast á við mörg helstu verkefni samtímans, þar á meðal loftslagsbreytingar.

Bæði Helga Brekkan kvikmyndagerðarkona og Grigorí Pasko sjálfur verða á staðnum.. 

Dagsetning: 
fim, 10/19/2017 - 17:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is