Kynning í Finnlandi 2007

Kynning í Finnlandi

3. desember til 5. desember 2007

Kynning á starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Finnlandi dagana 3. desember til 5. desember 2007. Dagskráin í Finnlandi er sú fjórða og síðasta í kynningarátaki stofnunarinnar á Norðurlöndum. Stofnunin hlaut á sínum tíma veglegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum til þessa átaks. Aðrir sem styrktu kynninguna í Finnlandi voru Menningarsjóður Finnlands og Íslands, FILI – Finnish Literature Exchange, Nifin – Nordens Institut i Finland og Icelandair.

Markmið:

Markmið kynningarinnar var tvíþætt, annars vegar að kynna starfsemi stofnunarinnar og hins vegar kanna hug aðila til samstarfs. Kynningin í Finnlandi var sú fjórða og síðasta í kynningarátaki stofnunarinnar á Norðulöndum.

Sendinefndin:

Frú Vigdís Finnbogadóttir fór fyrir sendinefndinni á vegum stofnunarinnar en í sendinefndinni voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnuanr Vigdísar Finnbogadóttur
 • Oddný G. Sverrisdóttir, deildarforseti hugvísindadeildar og varaforstöðumaður SVF.
 • Birna Arnbjörnsdóttir dósent
 • Lars-Göran Johansson lektor
 • Maare Pauliina Fjaellström lektor í finnsku og
 • Laufey Erla Jónsdóttir, verkefnisstjóri

Umsjón með skipulagningu og framkvæmd Finnlandskynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir, Laufey Erla Jónsdóttir og Maare Pauliina Fjaellström lektor í finnsku. Kynningin fór fram í náinni samvinnu við sendiráð Íslands í Finnlandi og veitti Hannes Heimisson sendiherra stofnuninni ómetanlegt liðsinni.

Nordisk litteratur i översætning. Praktik och visioner. Exempel: isländska, finska och svenska.

Ráðstefna um þýðingar á Hanaholmen, 3. desember 2007

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð fyrir ráðstefnu um þýðingar norrænna bókmennta undir yfirskriftinni Nordisk litteratur i översætning. Praktik och visioner. Exempel: isländska, finska och svenska.

Ráðstefnan fór fram á sænsk-finnsku menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Helsinki og var haldin samvinnu við Hanaholmen, FILI-Finnish Literature Exchange, Nifin-Nordens institut i Finland og Menningarsjóð Finnlands og Íslands.

Erindi á ráðstefnunni flutt:

 • Martin Ringmar þýðandi
 • Maare Fjällström lektor
 • Þórarinn Eldjárn rithöfundur
 • Lars-Göran Johansson lektor
 • Tapio Koivukari, þýðandi og rithöfundur
 • Sigurður Karlsson þýðandi

Í lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður um framtíð norrænna þýðinga innan Norðurlandanna þar sem Ann Sandelin, formaður íslensk-finnska menningarsjóðsins; Timo Ernamo, forstjóri Johnny Kniga bókaforlagsins; Bergljót Jónsdóttir frá Kulturkontakt Nord og Þórarinn Eldjárn rithöfundur tóku þátt.

Samstarfsfundur með finnskum fræðimönnum

4. desember 2007

Haldinn var vinnufundur með fræðimönnum á sviði tungumála, bókmennta og menningar við Háskólann í Helsinki og Háskólann í Jyväskylä. Fundurinn var skipulagður í samvinnu við Institutionen för nordiska språk och nordisk litteratur og annaðist prófessor Hanna Lehti-Eklund undirbúning hans í samvinnu við stofnunina.

Þátttakendur á fundinum voru auk íslensku fulltrúanna:

 • Mingming Gao, lektor, Institutionen för asiatiska och afrikanska språk och kulturer/kiinan kielen lehtori, Aasian ja Afrikan kielten ja kulttuurien laitos
 • Marion von Etter, yfirmaður Svenska ärenden, HU/ Ruotsinkielisen toiminnan yksikönjohtaja, HY
 • Riho Grünthal, prófessor, Institutionen för de finskugriska språken, HU/ Suomalaisugrilainen laitos, HY
 • Mervi Helkkula, prófessor, Institutionen för de romanska språken/ Romaanisten kielten laitos, HY
 • Jyrki Kalliokoski, prófessor, Institutionen för finska språket och finska litteraturen/ Suomen kielen ja kotimaisen kirjallisuuden laitos
 • Maija Kalin, dósent og yfirmaður Språkcentret, Jyväskylä universitet/ Dosentti, Jyväskylän yliopiston kielikeskuksen johtaja
 • Hanna Lehti-Eklund, prófessor, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja pohjoismaisen Kirjallisuuden laitos, HY
 • Tuula Lehtonen, lektor, Språkcentret, HU/ yo.lehtori, Kielikeskus, HY
 • Jouko Lindstedt, prófessor, Institutionen för slavistik och baltologi, HU/ Slavistiikan ja baltologian laitos, HY
 • Jan Lindström, prófessor, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja pohjoismaisen kirjallisuuden laitos, HY
 • Jeong-Young Kim, lektor, Institutionen för asiatiska och afrikanska språk och kulturer/korean kielen lehtori, Aasian ja Afrikan kielten ja kulttuurien laitos
 • Jarmo Korhonen, prófessor, Tyska institutionen, HU/Saksalainen laitos, HY
 • Kimmo Koskenniemi, prófessor, Institutionen för allmän språkvetenskap, HU/ Yleisen kielitieteen laitos, HY
 • Pirjo Kukkonen, dósent, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja Pohjoismaisten kirjallisuuden laitos, HY
 • Maisa Martin, prófessor, Institutionen för språk, Jyväskylä universitet/ Jyväskylän yliopiston kielten laitos
 • Märtha Norrback, planerare, Internationella ärenden, HU/ Suunnittelija, kansainväliset asiat, HY
 • Mirja Saari, prófessor, Nordica, HU/ Pohjoismaisten kielen ja pohjoismaisen kirjallisuuden laitos, HY
 • Eija Ventola, prófessor, Institutionen för engelska språket, HU/ Englannin kielen laitos, HY

Hannes Heimisson sendiherra og kona hans Guðrún Sólonsdóttir stóðu fyrir glæsilegri móttöku til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í sendiherrabústaðnum að lokinni dagskrá á Hanaholmen hinn 3. desember.

Í tengslum við kynninguna áttu Vigdís Finnbogadóttir og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur ásamt Hannesi Heimissyni sendiherra fund með finnskum menningar- og rannsóknasjóðum og forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja í Helsinki, m.a. forsvarsmönnum Glitnis og Kaupþings. Á fundunum gáfust tækifæri til að kynna framtíðaráform SVF og kanna hug þessara aðila til samstarfs.

Fjölmiðlaumfjöllun

Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur og kynningin á stofnuninni vakti mikla athygli fjölmiðla og var fjallað um heimsókn Vigdísar og stofnunina með áberandi hætti í helstu dagblöðum Finnlands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is