Kynning í Noregi 2006

Nordiske språk og litteraturdager i Bergen og Oslo

Kynning í Noregi, 1. maí til 5. maí 2006

Víðamikil kynning fór fram í Noregi dagana 1. maí til 5. maí 2006 á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir undir yfirskriftinni: Nordiske språk og litteraturdager i Bergen og Oslo.

Markmið:

Markmið kynningarinnar var að efla tengsl og samvinnu við norska háskóla og rannsóknarstofnanir á fræðasviðum sem lúta að kennslu og rannsóknum á erlendum tungumálum. Jafnframt voru framtíðaráform Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um alheimsmiðstöð tungumála (World Language Centre) kynnt með það að markmiði að leita eftir samstarfs- og stuðningsaðilum.

Sendinefndin:

Frú Vigdís Finnbogadóttir fór fyrir sendinefndinni á vegum stofnunarinnar en í sendinefndinni voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Gro Tove, lektor í norsku
 • Oddný G. Sverrisdóttir dósent
 • Annette Lassen, lektor í dönsku
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í ensku
 • Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku
 • Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku
 • Ola Knutsson, gestafræðimaður við SVF og
 • Laufey Erla Jónsdóttir verkefnisstjóri.

Auk þess tóku rithöfundarnir Thor Vilhjálmsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Knut Ødegård þátt í dagskránni á Lysebu ásamt Úlfari Bragasyni, forstöðumanni Stofnunar Sigurðar Nordals.

Umsjón með undirbúningi og framkvæmd kynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir forstöðumaður, Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku, og Dóra Stefánsdóttir verkefnisstjóri. Sendiráð Íslands í Noregi veitti stofnuninni ómetanlegan stuðning við undirbúning og framkvæmd kynningarinnar.

Ráðstefnan var styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Det Kongelige Kultur- og Kirkedepartement í Noregi og Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde. Einnig naut stofnunin stuðnings frá Icelandair.

Internordisk kommunikation

Málþing í Háskólanum í Bergen, 2. maí 2006

Þriðjudaginn 2. maí var haldin ráðstefna um tungutækni og rannsóknir á norrænum málskilningi í Háskólanum í Bergen í samvinnu við Nordisk Institutt. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Internordisk kommunikation.

Erindi á málþinginu fluttu:

 • Helge Sandøy, prófessor við Háskólann í Bergen. Erindi: Norden som forskingslaboratorium. Resultat frå prosjektet Moderne importord i språka i Norden
 • Gisle Andersen, verkefnisstjóri við Háskólann í Bergen. Erindi: Leksikalske og terminologiske ressurser som brobyggere mellom nordiske språk
 • Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Erindi: Grim-prosjektet
 • Kari Tenfjord, førsteamanuensis við Háskólann í Bergen. Erindi: ASK-korpuset;
 • Birna Arnbjörnsdóttir dósent. Erindi: Icelandic Online;
 • Lars-Göran Johansson lektor. Erindi: Flexibelt lärande och metakognition – några reflexioner kring utveckling av webbaserade distanskurser. Fjernundervisning i svensk ved Islands Universitet;
 • Gro Tove Sandsmark lektor. Erindi: Fjernundervisning i norsk på Island – en orientering og
 • Kjersti Lea, lektor við Háskólann í Bergen. Erindi: Det islandsk-skandinaviske ordboksprosjektet.
 • Vigdís Finnbogadóttir hélt gestafyrirlestur við háskólann sama dag og var heiti hans UNESCO og truede språk.

Språkene er nøkkelen til verden

Samráðsfundur í Háskólanum í Osló, 3. maí 2006

Miðvikudaginn 3. maí hélt Vigdís gestafyrirlestur við Háskólann í Osló sem bar heitið: Språkene er nøkkelen til verden.

Þann sama dag fór fram samráðsfundur með starfsmönnum Institutt for lingvistiske og nordiske studier (ILN) og Institutt for litteratur, områdestudier og europeiske språk (ILOS) í Háskólanum í Osló. Fulltrúar Stofnunar Vigdíar Finnbogadóttur áttu þar viðræður við kollega sína með það markmiði að koma á frekara samstarfi.

Det norrøne i moderne litteratur og bevissthet – Å transformere tid og ånd i ord – det umuliges kunst?

Ráðstefna á Lysebu, 4. maí 2006

Fimmtudaginn 4. maí var efnt til ráðstefnu í samvinnu við Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde í ráðstefnumiðstöðinni Lysebu. Þar var fjallað um þýðingar og það hvernig höfundar nýta sér efnivið og fyrir¬myndir úr fornnorrænum bókmenntum við skrif sín.Yfirskrift ráðstefnunnar var: Det norrøne i moderne litteratur og bevissthet – Å transformere tid og ånd i ord – det umuliges kunst?

Erindi á ráðstefnunni fluttu:

 • Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Erindi: 1600-tals dokument på lift i 2000-tals litterär text
 • Birgit Nyborg cand.philol. Erindi: Riddersagaer: tanker omkring oversettelse
 • Annette Lassen lektor. Erindi: Norrøne highlights og hemmeligheder i dansk litteratur
 • Knut Ødegård rithöfundur. Erindi: Modernitet og tradisjon klinger sammen! Linjer i min lyrikk
 • Torfi H. Tulinius prófessor. Erindi: Thor Vilhjálmsson „Morgunþula í stráum“. En modernist i middelalderen
 • Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. Erindi: rithöfundur las úr bók sinni Morgunþula í stráum í þýðingu Birgit Nyborg og sagði frá verkinu
 • Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Erindi: Forfatteren Snorri
 • Thorvald Steen, rithöfundur. Erindi: Om å skrive om Snorre
 • Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við Háskólann í Osló. Erindi: Snorri i Skandinavia og
 • Roy Jacobssen, rithöfundur. Erindi: rithöfundur las úr skáldsögunni Frost og sagði frá verkinu.

Alþjóðleg tungumálamiðstöð

Fundur með Erik Rudeng, framkvæmdastjóra Institusjonen Fritt Ord Osló, 5. maí 2006

Föstudaginn 5. maí héldu Vigdís Finnbogadóttir og Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Noregi, ásamt fulltrúum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur til fundar við Erik Rudeng, framkvæmdastjóra Institusjonen Fritt Ord Osló í því skyni að kynna verkefnið um alheimsmiðstöð tungumála (World Language Centre) og leita eftir fjárstuðningi við það.

Institusjonen Fritt Ord eru samtök sem stofnuð voru í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar með það að markmiði að stuðla að lýðræði og málfrelsi. Samtökin hafa styrkt menningartengd verkefni bæði í Noregi og á alþjóðavísu. Fundurinn var afar árangursríkur og í framhaldi hans var send umsókn til sjóðsins, sem hlaut jákvæðar undirtektir (sjá nánar í umfjöllun um alþjóðlega miðstöð tungumála).

Fjölmiðlaumfjöllun

Koma Vigdísar til Noregs vakti mikla athygli fjölmiðla, ítarleg viðtöl við hana birtust í stærstu dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og þar var meðal annars fjallað um stofnunina, dagskrá Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Noregi og framtíðaráformin um alþjóðlega tungumálamiðstöð. Þessi athygli fjölmiðla og öll hin jákvæða umfjöllun er ómetanleg kynning fyrir Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is