Kynning í Svíþjóð 2004

Kynning í Svíþjóð 

11. nóvember til 13. nóvember 2004

Kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Svíþjóð dagana 11. nóvember til 13. nóvember 2004.

Markmið

Markmið kynningarinnar var að efla samstarf við sænska fræðimenn og leita eftir stuðningi við sænsk-íslensk rannsóknarverkefni á fræðasviðum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Sendinefndin:

Frú Vigdís Finnbogadóttir fór fyrir sendinefndinni á vegum stofnunarinnar en í sendinefninni voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður,
 • Lars-Göran Johansson, lektor og
 • Sigfríður Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri

Umsjón með skipulagningu og framkvæmd kynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir, Lars-Göran Johansson og Sigfríður Gunnlaugsdóttir í samvinnu við Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, Kenneth Hyltenstam, prófessor við Stokkhólmsháskóla, Sendiráð Íslands í Svíþjóð, Sendiráð Svía á Íslandi og Svenska institutet.

Globalisering, språk och kulturell mångfald

11. nóvember 2004

Ráðstefna var haldin í samstarfi við Málvísindadeild Gautaborgarháskóla með fyrirsögninni "Globalisering, språk och kulturell mångfald". Tilefni var að tungumál og menningarheimar eiga í vök að verjast á tímum hnattvæðingar. Spurt var hvor það skipti máli og hvort eitthvað væri hægt að gera við því.

Christer Ahlberger prófessor, yfirmaður hugvísindadeildar Gautaborgarháskóla setti ráðstefnuna.

Erindi á ráðstefnunni fluttu:

 • Vigdís Finnbogadóttir, Vilken betydelse har den språkliga mångfalden för människans livskvalitet?
 • Karl Erland Gadelii, lektor, Gautaborgarháskóla: Likheter och olikheter hos världens språk
 • Åsa Abelin, lektor við háskólann í Gautaborg, Ljudsymbolism i världens språk
 • Lars Lönnroth, professor emeritus, Litteraturen som språkbevarare
 • Anju Saxena, dósent við háskólann í Uppsölum, En värld och ett språk? Globalisering och språklig mångfald
 • Jens Allwood, prófessor við háskólann í Gautaborg, Skall vi försöka bevara jordens språkliga mångfald?
 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, hélt lokaerindi ráðstefnunnar

Internordisk kommunikation - inlärning, användning och språkteknologiska verktyg

12. nóvember 2004

Ráðstefna var haldin í samstarfi við Rannsóknastöð um tvítyngi við háskólann í Stokkhólmi með fyrirsögninni Internordisk kommunikation - inlärning, användning och språkteknologiska verktyg. Þar var fjallað um norrænan málskilning og nám í norrænum tungumálum sem öðru og erlendu tungumáli.

Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, bauð gesti velkomna.

Erindi á ráðstefnunni flutt: 

 • Vigdís Finnbogadóttir, Varför är det viktigt att kommunicera på nordiska språk?
 • Kenneth Hyltensstam, prófessor við háskólann í Stokkhólmi, Ålderns betydelse för inlärning av nya språk
 • Ulla Börestam, dósent við háskólann í Uppsölum, Nordisk språkförståelse - problem eller resurs?
 • Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, Hur går det för islänningarna att kommunicera på andra nordiska språk?
 • Sven Strömqvist, prófessor við háskólann í Lundi, Att lära sig skriva på de olika nordiska språken
 • Teresa Cerratto Pargman, lektor við Konunglega tækniháskólann (KTH) og háskólann í Stokkhólmi, & Ola Knutson, fil.lic. og doktorsnemi við KTH, Språkteknologiska verktyg för inlärning av svenska som andraspråk med fokus på skrivande och språklig reflektion

Litteratur- och kulturmöte mellan Island och Sverige

13. nóvember 2004

Ráðstefna var haldin í samstarfi við Svenska institutet og Norden i Fokus með fyrirsögninni Litteratur- och kulturmöte mellam Island og Sverge. Fjallað var um sagnalist, gagnrýni og þýðingar frá norrænum sjónarhóli. Ráðstefnan fór fram í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi.

Vigdís Finnbogadóttir bauð gesti velkomna.

Erindi á ráðstefnunni fluttu:

 • Ola Larsmo rithöfundur, Post-post-modernistiska drag i nutidens nordiska berättarkonst
 • Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Issvenska.
 • Lars-Göran Johannsson, lektor í sænsku við Háskóla Íslands, Om det kvinnliga rummet i Fríða A. Sigurðardóttirs roman Medan natten lider
 • Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur
 • Heimir Pálsson, kennari við háskólann í Uppsölum, Halldór Kiljan Laxness och Sverige - möte mellan två stormakter
 • Astrid Trotzig rithöfundur, En ny litteraturkritik
 • Arnaldur Indriðason rithöfundur
 • Ylva Hellerud þýðandi, Det min dator inte vet. Om kulturkunskap i översättningsarbetet
 • Einar Már Guðmundsson, rithöfundur

Áhugaverðir tenglar:

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is