Kynning í Þýskalandi 2004

Kynning í Þýskalandi 2004

26. apríl til 2. maí 2004

Viðamikil kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Þýskalandi dagana 26. apríl til 2. maí 2004. Farið var til Tübingen, Stuttgart, Kiel og Berlínar Í Þýskalandi.

Markmið:

Markmið kynningarinnar var að kynna starfsemi stofnunarinnar. Jafnframt var hugvísindadeild og alþjóðastarf stofnunarinnar kynnt með margvíslegum hætti ásamt því að kynna stöðu þýskunnar á Íslandi.

Sendinefndin:

Frú Vigdís Finnbogadóttir fór fyrir sendinefndinni á vegum stofnunarinnar en í sendinefndinni voru:

  • Anna Agnarsdóttir deildarforseti
  • Oddný G. Sverrisdóttir, skorarformaður í skor þýsku og Norðurlandamála
  • Guðrún Birgisdóttir, alþjóða- oo kynningarfulltrúi deildarinnar
  • Gauti Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingafræði
  • Peter Weiβ, framkvæmdastjóri Goethe-Zentrums og
  • Kristján Auðunsson, fulltrúi Útflutningsráðs Íslands

Umsjón með undirbúningi og framkvæmd kynningarinnar hafði Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku og varaforstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Tübingen

Í Tübingen hélt frú Vigdís Finnbogadóttir fyrirlestur í boði rektors Karl Eberhard háskólans og undirritaður var samstarfssamningur við skólann, auk þess sem fundað var með fulltrúum ýmissa fræðigreina í hugvísindum.

Stuttgart

Í Stuttgart var fulltrúum SVF boðið til Robert Bosch stofnunarinnar þar sem þeir hittu Annette Schavan, menntamálaráðherra Baden-Württemberg, og Peter Straub, forseta þingsins. Dvöl í Stuttgart var skipulögð í samvinnu við Emilia Hartmann, heiðursræðismann Íslands í Baden-Württemberg.

Berlin

Í Berlín var fundur í Humboldt-háskólanum með meðal annarra Anna-Barbara Ischinger prófessor og vararektor, Erhard Schütz prófessor og deildarforseta Heimspekideildar, Birgitte Handwerder prófessor og Uwe Brandenburg, forstöðumanni alþjóðastofnunar háskólans. Þá var NordEuropastofnunin heimsótt sem Stefanie von Schnurbein prófessor veitir forstöðu. Jón Gíslason lektor gók á móti gestunum, leiddi þá um stofnunina og bókasafnið, en þar er að finna myndarlegt safn íslenskra rita. Ennfremur bauð Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseti Sambandslýðveldisins, íslensku gestunum á fund sinn.

Kiel

Í Kiel tók Silke Göttsch-Elten prófessor og vararektor á móti fulltrúum SVF og kynnti háskólann. Þá var haldið á fund Angelika Volquartz, yfirborgarstjóra og síðar Anne Lütke, dómsmálaráðherra Slésvíkur-Holtsetalands. Á bókasafni Kílarháskóla tóku Else Wischerrmann og Kristine Knüppel á móti sendinefndinni, auk þess sem tækifæri gafst til að hitta fulltrúa annarra fræðigreina úr heimspekideild háskólans.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is