Margbreytileiki tungumála og menningarheima: Alþjóðleg tungumálamiðstöð

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Margbreytileiki tungumála og menningarheima: Alþjóðleg tungumálamiðstöð á Íslandi, dagana 2. nóvember til 3. nóvember 2007.

Á ensku bar ráðstefnan heitið Conference on Cultural and Linguistic Diversity – World Language Centre in Iceland.

Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru virtir fræðimenn á sviði bókmennta, menningarfræða, málvísinda og tölvuvísinda sem komu víðs vega að úr heiminum, sem og fulltrúar tungumálastofnana, m.a. í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Brasilíu.

Ráðstefnan var liður í að hrinda í framkvæmd áformum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um að setja á laggirnar alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi. Í miðstöðinni verður framúrskarandi aðstaða til kennslu og rannsókna á sviði tungumála og menningarfræða. Áform er um að stofna gagnabanka um tungumál og menningu fyrir alþjóðlega rannsóknastarfsemi og starfrækja sérstakt þekkingar- og upplifunarsetur um ólík tungumál og menningarheima, þar sem gestir og gangandi geta með aðstoð margmiðlunar- og hátæknibúnaðar fræðst um tungumál veraldar og skyggnst inn í framandi menningarheima.

Á ráðstefnunni voru áformin rædd í ljósi nýjustu rannsókna og reynslu erlendra tungumálastofnana af rekstri slíkrar starfsemi. Sérstaklega var rætt um framtíðarsýn stofnunarinnar og möguleika á að efna til víðtæks samstarfs um verkefnið við erlendar háskólastofnanir, m.a. á sviði málvísinda, menningarfræða og tölvuvísinda.

Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni voru:

  • Frú Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðasendiherra tungumála hjá UNESCO
  • Professor Jens Allwood, Gothenburg University: Introduction to the World Language Project
  • Professor Peter Austin, School of Oriental and African Studies (SOAS):Current trends in language documentation
  • Professor Bernard Spolsky, Tel Aviv: An ecological model for language policy and management
  • Professor James Parente, University of Minnesota: Beyond the foreign language classroom: teaching literature and culture in the American university
  • Professor Rogelio Coronel, University of Havana: The marks of the dragon in …(La huella del dragon en…)
  • Professor Tomohiro Tanikawa, Tokyo University: Experience recording and visualization by using virtual reality technology. Heimasíða prófessor

Erindi af ráðstefnunni (á ensku):

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á ensku á vef ráðstefnunnar: Cultural and LInquistic Diversity.

Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar:

Riksbankens Jubileumsfond (menningarsjóður sænska seðlabankans).

Aðrir styrktaraðilar voru Icelandair, Japanska sendiráðið á Íslandi, Bláa Lónið og Faxaflóahafnir sf.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is