Milli mála - Tímarit um erlend tungumál og menningu 2013

Milli_mala_2013

Milli mála - Tímarit um erlend tungumál og menningu

Milli mála – Journal of Language and Culture

ISSN 2298-1918 (prentuð útgáfa)

ISSN 2298-7215 (rafræn útgáfa)

Milli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er 5. hefti tímaritsins, helgað þemanu útlendingar.

Sjö greinar eru tileinkaðar því efni. Þær fjalla um íslensku sem annað mál, ferðalýsingu í bréfi Tómasar Sæmundssonar sem birtist í Fjölni 1836, tvö verk eftir skoska rithöfundinn Robin Jenkins, villimenn Nýja heimsins í skrifum Michels de Montaigne og fólksflutninga vestur um haf eftir sameiningu Ítalíu 1860 og til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Í greinum utan þema er fjallað um stöðupróf í tungumálum við Háskóla Íslands, skáldsögu Tove Ditlevsen, Man gjorde et Barn Fortræd, og tökuorð á sviði siglinga og skipasmíði.

Milli mála 2013 birtir einnig íslenska þýðingu á esseyju eftir Michel de Montaigne og umfjöllun um rit Pauls Kußmaul, Verstehen und Übersetzen. Ein Lehr– und Arbeitsbuch frá árinu 2010.

Ritstjórar heftisins voru Ásdís R. Magnúsdóttir, Erla Erlendsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is