Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 2014

Milli mála - Tímarit um erlend tungumál og menningu
Milli mála – Journal of Language and Culture
ISSN 2298-1918 (prentuð útgáfa)
ISSN 2298-7215 (rafræn útgáfa)

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar en var breytt árið 2012 í tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið er rafrænt og birtist árlega á Open Journal Systems vef Háskóla Íslands: https://ojs.hi.is/millimala.

Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni. Ritstjórar eru Ásdís R. Magnúsdóttir og Þórhallur Eyþórsson. 

Í hefti ársins 2014 er fjallað um dönskukunnáttu Íslendinga á 19. öld, frönsku þátíðina imparfait og samspil kynjamunar, pólitíkur og skáldskapar í verki franska rithöfundarins Hélène Cixous. Einnig er þar að finna túlkun á skáldsögunni Marie. En roman om Madame Tussauds liv eftir dönsku skáldkonuna Dorrit Willumsen og umfjöllun um nærveru og heimspekilega fagurfræði í verkinu Perlmanns Schweigen eftir svissneska rithöfundinn Pascal Mercier. Í heftinu eru einnig þýðingar á tveimur smásögum Alexanders Púshkín, Líkkistusmiðnum og Skotinu, og smásögunni Hinn ungi herra Brown eftir Nathaniel Hawthorne. Að lokum birtir Milli mála yfirlit um rússnesk ljóð í íslenskum þýðingum. Ritstjóri heftisins var Ásdís R. Magnúsdóttir.

Á árinu fór fram undirbúningsvinna við að gefa út Milli mála í opnum aðgangi á netinu og eru nú allir árgangar tímaritsins aðgengilegir á vefsíðunni Open Journal System við Háskóla Íslands, ojs.hi.is/millimala, og á vefsíðu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, timarit.is/.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is