Mynd- og hljóðupptökur

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur í gegnum árin haldið alþjóðlegar ráðstefnur, málþing, fyrirlestra og staðið fyrir ýmsum öðrum viðburðum. Upptökur af viðburðum stofnunarinnar verða gerðar aðgengilegar hér á síðunni ásamt öðru tilheyrandi efni á pdf sniði.

Fyrirlestrar

Sjá myndbönd sem gerð voru í tilefni Alþjóðlega móðurmálsdagsins, 21. febrúar 2014.

Hér má líka horfa á nýjan þátt sem unninn var af Vinum Vigdísarstofnunar og fjallar um framtíðarverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þar er rætt við frú Vigdísi og nokkra fræðimenn um starfsemi stofnunarinnar og framtíðarsýn. Einnig fjalla þjóðþekktir rithöfundar um erlend tungumál og menningu og gildi þeirra fyrir einstaklinga og samfélag.
Viðar Víkingsson hafði veg og vanda af gerð þáttarins sem er um hálftíma langur.

 

 

Altunga - Um Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum from Stofnun Vigdisar on Vimeo.

 

Fyrirlestur Lauru Liswood í tilefni af 30 ára afmælis sögulegs forsetakjörs

Þriðjudaginn 29. júní 2010 voru 30 ár liðin frá þeim sögulega degi þegar Íslendingar kusu Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta Íslands. Af því tilefni efndu Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum til hátíðarfundar þar sem þessara tímamóta var minnst. Á fundinum hélt Laura Liswood, framkvæmdastjóri Council of Women World Leaders, fyrirlestur um kjör Vigdísar og þýðingu þess fyrir jafnréttisbaráttu kvenna víðs vegar um heim. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina “The Power of the Mirror”. Fundarstjóri var Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

Hér má sjá fyrirlesturinn: https://vimeo.com/12977253

 

Peter Austin hélt hátíðarfyrirlestur 15. apríl 2011 sem nefndist 7,000 Languages: Linguistic and cultural diversity from global and local perspectives“ eða „7000 tungumál veraldar - Fjölbreytni tungumála og menningar - staðbundið og á heimsvísu“.

Fyrirlestur Peter Austin er væntanlegur hér.

 

Frá alþjóðlegu ráðstefnunni Samræður menningarheima - Dialogue of Cultures sem haldin var í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, dagana 13.-15. apríl árið 2005

 

Erindi Jens Allwood

Erindi Anju Saxena

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is