Ávarp Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO

Þáttur staðbundinna tungumála í hnattrænum borgararétti: kastljósi beint að vísindum

UNESCO, 21. febrúar 2014

Í 14 ár hefur Unesco haldið Alþjóðlega móðurmálsdaginn hátíðlegan í samvinnu við samstarfsaðila sína víða um heim. Skipulagðir hafa verið fjölmargir viðburðir svo sem ráðstefnur, tónleikar og málþing til að vekja athygli á þeim fjölbreytileika sem felst í tungumálum og fjöltyngi á heimsvísu.

Varðveisla og efling móðurmáls eru lykilþættir í hnattrænum borgararétti og sönnum gagnkvæmum skilningi. Að skilja og tala fleira en eitt tungumál leiðir til aukins skilnings á þeim ávinningi sem felst í menningarlegum samskiptum þjóða á heimsvísu. Með því að viðurkenna staðbundin tungumál geta fleiri látið rödd sína heyrast og tekið virkari þátt í sameiginlegri tilveru sinni. Það er ástæðan fyrir því að Unesco leggur áherslu á  efla friðsamlega sambúð þeirra 7000 tungumála sem töluð eru á jörðinni.

Á þessu ári leggjum við hjá Unesco sérstaka áherslu á „Þátt staðbundinna tungumála í hnattrænum borgararétti:  kastljósi beint að vísindum“ sem sýnir hvernig tungumál tryggja aðgengi að þekkingu, miðlun hennar og fjölbreytni. Andstætt almennum viðhorfum er augljóst að staðbundin tungumál eru vel í stakk búin til að miðla meginhluta nútímaþekkingar m.a. á sviði stærðfræði, eðlisfræði  og tækni.  Með því að viðurkenna þessi tungumál ljúkast augu okkar upp fyrir mikilli hálffalinni, hefðbundinni vísindalegri þekkingu sem getur auðgað almennan þekkingargrunn okkar.

Staðbundin tungumál mynda meirihluta þeirra tungumála sem töluð eru í heiminum til miðlunar á vísindaþekkingu. Þessi tungumál eru einnig  í mestri útrýmingarhættu. Með því að viðurkenna ekki ákveðin tungumál er verið að útiloka þá sem tala þessi tungumál frá þeim grundvallarréttindum að hafa aðgang að vísindaþekkingu á sínu tungumáli.

Samt sem áður gerir sáttagjörð fólks í „heimsþorpinu“  það sífellt mikilvægara að vinna að gagnkvæmum menningarlegum skilningi og samskiptum.  Í heiminum í dag er það eðlilegt að nota að minnsta kosti þrjú tungumál, þar með talið eitt staðbundið mál, eitt samskiptamál og eitt alþjóðlegt tungumál sem hægt er að nota bæði á heimaslóð og alþjóðlega. Þessi tungumála- og menningarlega fjölbreytni getur orðið okkar besta tækifæri í framtíðinni til sköpunar, frumkvæðis og almennrar þátttöku. Við megum ekki  glata þessu tækifæri.   

Í meira en áratug hefur Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn vakið athygli á þeim fjölbreyttu hlutverkum sem tungumálið hefur í því að móta huga fólks í víðasta skilningi og skapa hnattrænan borgararétt þar sem við höfum öll tækifæri til að  leggja eitthvað að mörkum til tilveru og viðfangsefna samfélaganna. Ég skora á aðildarríki UNESCO, Alþjóðastofnun franskrar tungu – sem tengist þessum degi árið 2014 -  og alla þá sem taka virkan þátt í borgaralegu samfélagi, kennara, menningarstofnanir og fjölmiðla að nýta sér til hins ýtrasta þetta fyrirheit um fjölbreytni á sviði tungumála til friðar og sjálfbærrar þróunar.

Irina Bokova

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is