Móðurmálsvikan 21.-28. febrúar 2014 - Dagskrá

UNESCOUm 100 móðurmál eru töluð á Íslandi í dag. UNESCO leggur áherslu á móðurmálskennslu á fyrstu árum barnsins en hún skiptir miklu máli fyrir einstaklinginn og allt nám síðar á lífsleiðinni. Íslenska Unesco-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hafa tekið höndum saman í samvinnu við fjölmörg hagsmunasamtök og aðra, sem láta sig þennan málaflokk varða.
Í viku móðurmálsins verður lögð sérstök áhersla á að vekja leika og lærða til vitundar um réttinn til tungumálsins og mikilvægi móðurmála í menningarflóru þjóðanna, þ.á.m. hér á landi. Haldin verða málþing og fyrirlestrar og ráðist verður í leit að tungumálaforða Íslands í skólum landsins. Loks hafa verið gerð stutt myndbönd til að stuðla að aukinni þekkingu um þennan málaflokk og stuðla að upplýstri umræðu um hann.

Móðurmálsvikan 21.-28. febrúar
Skráning tungumálaforðans fer fram í skólum landsins á www.tungumalatorg.is/

Alþjóðadagur móðurmálsins 21. febrúar kl. 13-15
Borgarbókasafn, Gerðubergi
Sögustundir barna á 10 tungumálum

Fimmtudagur 27. febrúar kl. 16
Stofa 101 í Odda í Háskóla Íslands
Fyrirlestur um dönsku sem móðurmál, annað mál og erlent mál
Bergþóra Kristjánsdóttir, lektor við Árósaháskóla, mun fjalla um umræður í danska menntakerfinu þar sem hefur verið tekist á um, hvað það felur í sér að greina á milli dönsku sem móðurmáls, annars máls og erlends máls.

Föstudagur 28. febrúar kl. 15-17
Norræna húsið
Málþingið Móðurmál - mál málanna!

  • Hólmfríður Garðarsdóttir, forseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands
  • Renata Emilsson Pesková, formaður samtakanna Móðurmál: „Öll mál skipta máli - en fyrir hverja?“
  • Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands: „Tungumál sem auðlind – fjölbreyttir kennarahópar“
  • Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Tungumálatorgs
  • Jón Torfi Jónasson, prófessor við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar

Sjá auglýsingu (pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is