Guðrún Kristinsdóttir

Guðrún Kristinsdóttir er verkefnisstjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Guðrún lauk MBA-gráðu við ESCP Europe viðskiptaháskólann í París árið 2003, BA-prófi í frönsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og leiklistarnámi í París árið 1994.

Hún hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn, kennari hjá Alliance française í Reykjavík, verið umsjónarmaður sendifulltrúa hjá Rauða krossi Íslands, svæðisstjóri í Frakklandi fyrir Ferðamálaráð Íslands, verkefnisstjóri á viðskiptaskrifstofu sendiráðs Íslands í París, aðstoðarmaður við rannsóknir í Harvard Business School Europe Research Center í París og aðstoðarmaður þingkonu í neðri deild franska þjóðþingsins.

Aðsetur: Nýi-Garður, skrifstofa 103, sími 525-4191, netfang: gudrunkr@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is