Um nýbyggingu SVF og frjáls framlög

Nýbygging Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Husbygging_SVFFyrsta skóflustunga að byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur var tekin hinn 8. mars 2015 af þeim Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta, Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, sjá hér. Útboð fór fram í lok árs 2014 og átti Eykt ehf. lægsta tilboðið, sjá hér. Byggingin er staðsett á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu, næst gömlu Loftskeytastöðinni, og er stærð hennar um 3.400 m2. Áætlað er að byggingarframkvæmdum ljúki í lok árs 2016.

Byggingin mun hýsa Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, þar sem verður aðstaða fyrir:

 • Fræðslu- og upplifunarsetur
 • Gagnasafn og heimasvæði tungumála
 • Vigdísarstofu, þar sem hægt verður að fræðast um líf og störf Vigdísar
 • Fyrirlestrahald í sérstökum sal tileinkuðum Vigdísi Finnbogadóttur
 • Alþjóðlega starfsemi og erlenda gestafræðimenn

Auk þess mun öll kennsla og rannsóknir í þeim erlendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands fara fram í byggingunni.

Hönnunarsamkeppni

Í desember 2011 var efnt til hönnunarsakeppni um nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og bárust 43 tillögur frá 9 löndum. Niðurstöður voru kunngjörðar hinn 16. maí 2012, sjá hér.

Að vinningstillögunni stóðu arkitektar frá arkitektur.is, sjá hér.

Byggingarnefnd

Frá árinu 2011 hefur byggingarnefnd verið starfandi á vegum rektors undir formennsku Eiríks Hilmarssonar, lektors í viðskiptafræði, sjá hér.

Fyrrum nefndarmenn, sjá hér.

Fjármögnun nýbyggingar

Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er 1600 milljónir króna. Í lok árs 2015 nema framlög til byggingarinnar röskum 1200 milljónum kr. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta fundið nánari upplýsingar hér.

Auk Háskóla Íslands, ríkis (200 milljónir) og Reykjavíkurborgar (92 milljónir) hafa fjölmargir innlendir og erlendir aðilar lagt verkefninu lið með rausnarlegum hætti. Stærstu einstöku framlögin eru sem hér segir:

 • A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal í Danmörku (200 milljónir)
 • Spron sjóður (60 milljónir) til fyrirlestrasals 
 • Landsbankinn (50 milljónir)
 • Actavis (30 milljónir)
 • Icelandic (30 milljónir)
 • Íslandsbanki (30 milljónir)
 • Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir (25 milljónir)
 • Kennarasamband Íslands (10 milljónir)
 • Færeyska Lögþingið (9,2 milljónir)
 • Háskólinn í Bergen (7,7 milljónir)
 • Ingunn Wernersdóttir (7 milljónir) til Vigdísarstofu
 • AlheimsAuður (5 milljónir)
 • Ragnheiður Jónsdóttir (5 milljónir) til Vigdísarstofu
 • Atlantsolía (3 milljónir)
 • Icelandair Group (3 milljónir)
 • Veritas Capital (3 milljónir)      

Yfirlit yfir framlög, sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is