Úthlutun árið 2012

Styrkir til útgáfu á vegum SVF

Í nóvember 2012 tilkynnti Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um styrkveitingu, samtals að upphæð 1,9 milljónum króna, til að standa straum af kostnaði við útgáfu eftirfarandi rita :  

•    Milli mála. Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum 2012. (1.195.000 kr.)
•    Murder in the Cathedral. Tvímála útgáfa á leikverki T.S. Eliot, með fræðilegum inngangi. Þýðinguna gerði Karl Guðmundsson en Ingibjörg Ágústsdóttir,  lektor í ensku, ritar inngang. Ritstjóri er Gauti Kristmannsson. (476.000 kr.)
•    Danskan. Lykill Íslendinga að háskólanámi eftir Auði Hauksdóttur. (237.000 kr.)

Milli_mála_2012    Morð_í_dómkirkju

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is