Pétur Knútsson

Pétur Knútsson er dósent í ensku við Háskóla Íslands, fæddur 1942 í Sussex, Englandi.

Pétur lauk B.A. prófi í forensku frá Cambridge í Englandi 1964, M.A. frá sama háskóla 1968, B.P.Í. prófi frá Háskóla Íslands 1968, og doktorsprófi frá enskudeild Kaupmannahafnarháskólans 2004. Doktorsritgerð hans fjallaði um þýðingu Halldóru B. Björnsson á fornenska kvæðinu Bjólfskviðu, sem kom út í hans ritstjórn 1983, en einnig um þær sérstakar aðstæður sem skapast þegar þýtt er milli náskyldra tungumála.
Í birtum greinum hefur hann síðan þróað þessar hugmyndir til að skapa umræðu um eðli og umfang textans:  er hann endanlegur? Er unnt að stíga út úr honum?

Pétur hefur kennt í Háskólanum síðan 1978. Kennslusvið hans hafa verið ensk hljóðfræði, mállýskufræði, félagsmálvísindi, setningaráherslu og hljómfjall, bragfræði, málsaga, og forn- og miðenska, og munnmenntir.

Aðsetur: Nýi Garður, skrifstofa 206, sími 252-4456, netfang: peturk@hi.is.

Ritaskrá Pétur sem nær yfir síðastliðin fimm ár má sjá hér að neðan. Ítarlegri rita- og ferilskrá má nálgast hér: Pétur Knútsson, rita- og ferilskrá (pdf snið).

Önnur heimasíða Péturs Knútssonar er hér.

Fyrirlestrar

2011

„Að hlusta á fjöll: samskynjun sem lausn í túlkunarfræði (Synaesthesia as a practical hermeneutic)“. Hugvísindaþing, 11. mars.

„Ordination and Sentence accent: a reappraisal.“ Hugvísindaþing, 25. mars.

„Looking forward to English: local vs global, classical vs koiné“. The English Speaking Union: English in and for Iceland. Norræna húsið, 10. júní.

Ritaskrá

Fræðigreinar og bókakaflar

Í prenntun

The intimacy of Bjólfskviða. Beowulf at Kalamazoo: Essays on Translation and Performance, ritsj. Jana Schulman og Paul Szarmach.

Thumbing through the index: manipulating the horizons of the text. Árbók Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

2010

Lögheimili sannleikans: Ari fróði og sagnfræðin. Riitð,73-93

2009

Pýþagoras, rísómið og rúnirnar. Skírnir,183 árg., hausthefti. 335-354.

2008

Beowulf and the Icelandic Conquest of England. Det norrøne og det nationale. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. 263-286.

Náin kynni – nýtt líf. Þýðingar milli náskildra tungumála. Frændafundur 6. Tórhavn; Fróðskaparsetur Føroya. 65-73.

 2006

Home, Home in the Dales: the dialogism of topography in Laxdæla.  The Cultural Reconstruction of Places ed. Ástráður Eysteinsson,, University of Ieland Press, 22-130. (Grein á pdf sniði).

The Pointing Voice: How a Text Means. Hugvísindaþing 2005. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 223-233.  (Grein á pdf sniði).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is