Rebekka Þráinsdóttir

Rebekka Þráinsdóttir er aðjunkt í rússnesku við Háskóla Íslands

Rebekka lauk mastersprófi í rússnesku og rússneskum bókmenntum, með áherslu á bókmenntir, frá Ríkisháskólanum í Pétursborg árið 2003 og BA prófi í rússnesku frá Háskóla Íslands árið 2001.

Rannsóknarsvið hennar eru rússneskar bóknenntir á 19. og 20. öld fram til 1930, og samtímabókmenntir skrifaðar af konum. Rebekka vinnur að bók með þýðingu á rússneskum smásögum eftir konur með skýringum og fræðilegum inngangi.

Aðsetur: Nýi Garður, herbergi 109, sími: 5254424, netfang: rebekka@hi.is.

Ritaskrá Rebekku sem nær yfir síðastliðin fimm ár má sjá hér að neðan. Ítarlegri rita- og ferilskrá má nálgast hér: Rebekka Þráinsdóttir, rita- og ferilskrá (pdf snið).

 

Ritaskrá

Bækur í vinnslu

Þýðingar á rússneskum smásögum eftir konur með skýringum og fræðilegum inngangi.    

 

Fyrirlestrar

 2011

„Rússneska stafrófið“. Örnámskeið fyrir almenning. Hugvísindamars, 5. mars.

„Hvaðan kemur þú Rús?“ Veffyrirlestur, Hugvísindamars, 25. mars.

„Vopnlaus í nýjum texta“. Málstofan: Hugræn fræði II. Hugvísindaþing, 25.-26. mars.

„Farandlistamennirnir“. Fyrirlestraröð um rússneska menningu. Rússneskan, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Sendiráð rússneska sambandsríkisins. Reykjavík, 14. apríl.

„Hvernig gleymist fortíðin og hvernig verður hún til?“ Alþjóðleg afmælisráðstefna RIKK. Háskóli Íslands, 4.-5. nóvember.

2010

„What do Women Want: The Muse, the Savior and the Woman“. Erindi flutt á Varðveisla framtíðar. Ráðstefna haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 15.–17. apríl 2010.
„Konan í rússneskum samtímabókmenntum“. Flutt á Hugvísindaþingi 5. mars 2010.

 

Ritstjórn

2009
Milli mála. Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. 1. árg., 2009. Í tímaritinu eru 14 greinar á 7 tungumálum (íslensku, ensku, dönsku, þýsku, spænsku, ítölsku og rússnesku) þar af níu ritrýndar.

2008
Olga Korotkova, Rússneska með réttu lagi. Kennslubók í rússneskri hljóðfræði og tónfalli handa íslenskumælandi nemendum, Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2008.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is