campUSCulturae: Alþjóðleg ráðstefna um barnabókmenntir og bókmenntir minnihlutahópa

Dagana 24.-25. apríl 2013 var haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands ráðstefna um menningarlega minnihlutahópa í barna- og unglingabókum á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og evrópska samstarfsnetsins campUSCulturae.

Á Norðurlöndunum sem og annars staðar í heiminum eru börn sem tilheyra ólíkum menningarlegum minnihlutahópum hvað varðar tungumál, kynferði, litarhátt og uppruna. Þessi börn eiga það sameiginlegt að búa við tvískipta menningarlega sjálfsmynd, aðra innan vébanda fjölskyldunnar og hina úti í samfélaginu. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvernig menning þessara minnihlutahópa birtist í bókmenntum þeirra og barnamenningu.

Annars vegar var fjallað um barnabókmenntir og menningu minnihlutahópa andspænis alþjóðlegri fjöldamenningu fyrir börn, og hins vegar var fjallað um sögu minnihlutahópa eins og hún birtist í barnabókum og barnamenningu. Á ráðstefnunni var einnig sýnd stuttmyndin Skylappjenta (Little Miss Eyeflap). Iram Haq, sem leikstýrði myndinni, var viðstödd sýninguna og kynnti hana í stuttu máli.

Aðalfyrirlesarar voru:

 • John Stephens, fyrrverandi prófessor við Macquarie University í Ástralíu: „Space and Subjectivity: Mapping the Minority Child in Some Films from Asia“.
 • Turið Sigurðardóttir, prófessor við Fróðskaparsetur Færeyja: „Once upon a time there was no Burger King…  Stratetegies and trends of minor children’s literature in times of globalization. The Faroes as example“.
 • Vuokko Hirvonen, prófessor við Sámi-háskólann í Guovdageaidnu í Lapplandi í Noregi: „Sámi Children’s Literature between Local and Global Culture“.
 • Nina Christensen, forstöðumaður Barnabókasetursins við Árósaháskóla í Danmörku: „„strange world every where”: Defamiliarized Language and Individuals in Contemporary Danish Children’s Literature“.
 • Helene Ehriander, dósent við Linnaeus-háskólann í Svíþjóð: „We or the Other? Photographical Picturebooks by Anna Riwkin and Astrid Lindgren“.
 • Karin Langgård, dósent við Háskóla Grænlands: „Children’s literature in Greenland“.
 • Maria Österlund, dósent við Åbo Academy í Finnlandi: „Embracing Otherness in Contemporary Finno-Swedish Children’s Literature“.

Fyrirlesarar frá campUSCulturae-netinu voru:

 • Xosé A. Neira Cruz, prófessor við Háskólann í Santiago de Compostela á Spáni: „campUSCulturae: an international library on cultural minorities and children’s literature“.
 • Sofiya Zahova, lektor við Búlgörsku vísindaakademíuna: „Romani/Gypsy children’s literature: past and current developments“.

Aðrir fyrirlesarar :

 • Jean Perrot, fyrrverandi prófessor við Université Paris-Nord: „The Kanak identity in French children’s literature: between oral culture and globalization“.
 • Karen Coats, prófessor við Illinois State University: „Between Fashion and Faith: Religious Identity in Young Adult Literature“.
 • Anna Heiða Pálsdóttir, rithöfundur og stundakennari við Háskóla Íslands: „„The Truth“ as a Fantasy World: Growing up in a Minority Religion in a Minority Nation“.
 • Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands: „Children´s literature of the first generations of Icelandic immigrants in Canada“. 
 • Kristin Ørjasæter, forstöðumaður Norsku barnabókastofnunarinnar: „Can eyes talk – the unwelcome voice of the other“.
 • Eivind Karlsson, lektor við Oslo University College: „Pearly gates ajar — religious motives finding new ways in contemporary children’s literature“.
 • Caoimhe Nic Lochlainn: „Translation Strategies in Irish Gaelic Children’s Literature“.
 • Celia Abicalil Belmiro, prófessor við Universidade Federal de Minas Gerais, Brasilíu: „Children´s Literature, Minorities and Ethnic-Racial Relations“.              
 • Anne-Kari Skarðhamar, prófessor við Oslo and Akershus University College: „The representation of anti-Semitism and persecution of Jews in Norwegian children’s literature from 1950 and 2012“.
 • Annemette Hejlsted, lektor við Háskóla Íslands: „Circus as a Minority Culture in Children’s Literature“.
 • Randi Benedikte Brodersen, lektor við Háskóla Íslands: „Kropssprog, kønssprog og identitet i nordiske regnbuebørnebøger“.                
 • Gunnstein Akselberg, prófessor við Háskólann í Bergen: „Samisk kultur og identitet i samisk sakprosa for barn“. 
 • Deborah Stevenson: „Losing—and Finding—Ourselves in Books: American Children’s Literature Publishing and Minority Representations“.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, setti ráðstefnuna. Fundarstjórn var í höndum Gro Tove Sandsmark, sendikennara í norsku og fulltrúa Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í campUSCulturae samstarfsnetinu.

Ráðstefnan var styrkt af Evrópusambandinu, Norræna menningarsjóðnum, Samstarfsnefnd um Norðurlandakennslu erlendis og Rannsóknarsjóði Hugvísindasviðs.

Veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar höfðu þær Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Gro Tove Sandsmark, Dagný Kristjánsdóttir, Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku, Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði, auk Guðrúnar Kristinsdóttur, verkefnisstjóra SVF.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á ráðstefnunni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is