Mið-Austurlandafræði og arabíska

Námsleið í Mið-Austurlandafræðum veitir nemendum innsýn inn í sögu, menningu og stjórnmál Mið-Austurlanda svo og grunnþekkingu á arabísku, sem er aðalsamskiptamál svæðisins.

Sjónum er beint að hinum fjölmörgu menningarþjóðum sem byggt hafa Mið-Austurlönd frá fornöld og fram á okkar daga. Fjallað er um tilurð og uppgang íslam og veldi múslima á miðöldum, og sérstök áhersla er lögð á tengsl Mið-Austurlanda við Vesturlönd og þróun mála í nútímanum.

Námið hentar jafnt þeim sem hafa almennan og sértækan áhuga á Mið-Austurlöndum í nútíð og fortíð. Sem aukagrein getur Mið-Austurlandafræði verið gagnleg og áhugaverð viðbót við ýmsar aðrar greinar svo sem stjórnmálafræði, sagnfræði, mannfræði, málvísindi, tungumál, o.fl.

Veturinn 2016-2017 verður boðið upp á 6 námskeið: grunn- og framhaldsnámskeið í arabísku, tvö námskeið í sögu Mið-Austurlanda, námskeið um kóraninn, og námskeið um stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum.

Mið-Austurlandafræði hentar…

  • Íslenskum og erlendum nemendum sem hafa gott vald á íslensku og hafa áhuga á að kynnast nánar menningu og stjórnmálum Mið-Austurlanda í sögulegu samhengi.
  • Íslenskum og erlendum nemendum sem hafa reynslu af eða hyggjast taka þátt í menningarlegu samstarfi, kynningarstarfi á alþjóðlegum vettvangi, diplómatísku starfi eða ferðamálum í tengslum við Mið-Austurlönd og vilja efla menningarlæsi sitt og málfærni.

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og æfingatímum. Hún fer fram á íslensku nema annað sé tekið fram í kennsluskrá.

Umsjón:

Þórir Jónsson Hraundal
thorir@hi.is

Verkefnastjóri:

Bernharð Antoniussen
bernhard@hi.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is