Japanska

 

Námsleiðir

 

Japanska sem 180 eininga (ects) aðalgrein til BA gráðu.

 

Að loknu tveggja ára námi (120 einingar) í japönsku við Háskóla Íslands gefst nemendum kostur á áframhaldandi japönskunámi við erlendan háskóla (60 einingar), helst gegnum stúdentaskipti við japanska háskóla eða háskóla sem eru í samstarfi við  HÍ. Stúdentar skila BA ritgerð í japönskum fræðum.

 

 Japanska sem 120 eininga aðalgrein til BA gráðu.

 

Tveggja ára nám í japönsku til 120 eininga og 60 einingar í annarri grein. Stúdentar skila BA ritgerð í japönskum fræðum.

 

Japanska sem 60 eininga aukagrein.

 

Eins árs nám í japönsku til 60 eininga með 120 einingar í annarri grein.

 

Viðskiptatengd japanska

Í viðskiptatengdri japönsku leggja nemendur áherslu á japönskunám og taka ennfremur jafngildi aukagreinar í almennri viðskiptafræði.

 

Markmið námsins er fyrst og fremst kynna japanska tungumálið fyrir nemendum og gera þeim kleift skilja talað mál, tjá sig á japönsku og læra undirstöðuatriði í lestri og skrift.

 

Á menningarnámskeiðunum munu nemendurnir kynnast ýmsu sem varðar daglegt líf og siði  í Japan. Það er bæði áhugavert, gefur innsýn inn í hinn sérstæða menningarheim Japans og getur verið afar hentugt þekkja ef stefnt er á skiptinám í Japan. 

 

Í upphafi tungumálanámsins læra nemendur grunnatriði í skrift sem er nauðsynlegt til þess valdi á japönsku.

Skriftin samanstendur af :

 

Hiragana

Hljóðrænt ritmál, notað til að rita orð af japönskum uppruna.

 

Katakana

Hljóðrænt ritmál, notað til að rita orð af erlendum uppruna – t.d. eru erlend sérnöfn skrifuð með þessu letri.

 

Kanji

Kínverskt myndletur sem notað er samhliða hiragana og katakana.

 

Eftir fyrsta misserið eiga nemendur að geta tekið þátt í einföldum samræðum á japönsku, auk þess að geta lesið og skrifað einfalda texta. Það hefur komið nemendum á óvart hve miklum tökum þeir ná á grunninum strax á fyrsta misseri.

 

Auk tungumálanámskeiða standa til boða ýmis önnur námskeið, til mynda:

 

Saga Japans, Japanskar bókmenntir, Japanskar kvikmyndir

Japanskt þjóðfélag og menning

 

Fyrirlesarar í Japönsku þjóðfélagi og menningu fjalla meðal annars  um:

* Manga teiknimynda iðnaðinn

* Hátíðarmenningu Japans

* Efnahagsmál

* Búddisma og shintóisma

* Menntakerfið

* Budo

* Tónlist

* Yfirnáttúrulegar verur

* Siði og venjur

og margt margt fleira...

 

Námið nýtist vel sem undirbúningur fyrir frekara nám í Japan og jafnframt góð leið til kynnast Japan betur þó ekki stefnt framhaldsnámi. loknu tveggja ára námi við Háskóla Íslands kunna nemendur um 500 kanji tákn sem og bæði hiragana og katakana stafrófin. Einnig eru þeir komnir með góðan grunn í japanskri málnotkun og eru margs vísari um japanska menningu. Nemendur sem hyggja á frekara nám í japönsku eru í sterkri stöðu til sækja um nám í erlendum háskólum. Háskóli Íslands er í samstarfi við marga japanska háskóla sem bjóða upp á fjölbreytt úrval tungumálanámskeiða og ýmissa menningar tengdra námskeiða, sem henta vel hverjum og einum umsækjanda.

 

Stúdentaskipti

 

Háskóli Íslands hefur samið um stúdentaskipti við eftirfarandi háskóla í Japan:

 

Tokyo: Waseda Univ., International Christian Univ.(ICU),

             Gakushuin Univ., Tokai Univ., Obirin Univ., Kwansei Gakuin

             Tokyo Univ. of Marine Science Technology

Osaka: Kansai Gaidai, Osaka Gakuin Univ., Kwansei Gakuin Univ.

Kyoto: Kyoto Sangyo, Ritsumeikan Univ.

Kyushu: Kyushu Univ., Fukuoka Women's Univ.

Iwate: Iwate University

 

Árlega undirbúa nemendur og taka þátt í hinni glæsilegu Japanshátíð þar sem ýmis atriði japanskrar menningar eru kynnt í formi skemmtiatriða, menningarathafna, sýninga og fyrirlestra.

 

Kennarar

Gunnella Þorgeirsdóttir

gunnella@hi.is

Mami Nagai

mami@hi.is

Yayoi Mizoguchi

yam1@hi.is

 

Kennsluskrá

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=22974&kennsluar=2011

 

Verkefnastjóri deildar

Bernharð Antoniussen
bernhard@hi.is

 

Verkefnastjóri alþjóðamála
Guðrún Birgisdóttir
gb@hi.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is