Ítalska

Hægt er að taka ítölsku til 60-90 eða 120 eininga (B.A.).

Nám í ítölsku við Háskóla Íslands er opið nemendum sem ekki hafa kunnáttu í ítölsku fyrir. Bæði er hægt að skrá sig í ítölsku sem aðalgrein (120e.), sem aukagrein (60e.) eða í diplómanám (90e.). Það er líka hægt að skrá sig í stök námskeið, svo sem Sjálfsnám í ítölsku eða t.d. í námskeiðin Ítalskar kvikmyndir, Ítalska óperan og Inngangur að ítölskum bókmenntum (öll kennd á ensku).

Unnt er að stunda hluta af námi í ítölsku erlendis í samráði við fasta kennara. Tvíhliða samningar um stúdentaskipti hafa verið gerðir við marga ítalska háskóla.

Nám í ítölsku

 

Markmið ítölskunáms við Háskóla Íslands er að kenna BA-nemum að njóta ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, kvikmynda og lista. Nemendur eru þjálfaðir í notkun málsins og öðlast færni til að lesa og skilja bókmenntatexta út frá félagslegu og sögulegu baksviði þeirra.

 

Nám í ítölsku er miðað við breytt svið áhugamála og gagnrýninnar nálgunar. Stúdentar geta valið á milli fjölbreyttra námskeiða í ítalskri tungu og bókmenntum, sögu, listasögu, kvikmyndafræði o.s.frv.

 

Viðskiptatengd ítalska

Í viðskiptatengdri ítölsku leggja nemendur áherslu á ítölskunám og taka ennfremur jafngildi aukagreinar í almennri viðskiptafræði.

 

Erlend samskipti

Vegna samninga við erlenda háskóla er unnt að stunda hluta af námi í greininni erlendis í samráði við fasta kennara. Tvíhliða samningar um stúdentaskipti hafa verið gerðir við marga ítalska háskóla (Mílanó, Bologna, Genúa, Cagliari, Feneyjar, Urbino, Chieti, Trento, Róm o.fl.).

 

Kennsluhættir
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, æfingatímum og málveri. Öll námskeið eru kennd á ítölsku (nema annað sé tekið fram) og einnig á ensku/íslensku fyrir nemendur sem þurfa að aðlagast í nýja háskólakerfinu.

 

Húsnæði
Kennsla í ítölsku fer einkum fram í Aðalbyggingu, Nýja-Garði, Odda og Árnagarði.

 

Námsleiðir í ítölsku

Ítalska opnar dyr að sagnfræði, listum, bókmenntum, myndlist, tónlist, hönnun, kvikmyndum, ferðamennsku, matargerðarlist og alþjóðaviðskiptum. Nám í ítölsku getur dýpkað skilning á ítölsku þjóðfélagi og menningu sem tengist hinni fornu rómversku menningu, sem og allri sögu Evrópu. Nám í ítölsku má flétta saman við annað nám á Hugvísindasviði en getur einnig tengst undirbúningi hjá þeim sem ætla í annað nám til Ítalíu og auðveldað þeim aðlögun í nýjum menningarheimi. Námsbrautin á samstarf við háskóla víðs vegar um Ítalíu og þangað geta nemendur farið og dýpkað þekkingu sína á tungumálinu og kynnst hinni einstöku menningu Ítalíu.

 

 

Aðalgrein til 180 eininga: 180 eininga nám í ítölsku er að jafnaði þriggja ára nám. Það er mögulegt að taka þriðja árið á Ítalíu. Þar geta nemendur tekið eina eða tvær annir í ítölskum háskóla, þar sem þeir þreyta próf. Tvíhliðasamningar eru við fjölmarga háskóla á Ítalíu á grundvelli Erasmus-áætlunarinnar.

 

 

Aðalgrein til 120 eininga: 120 eininga nám í ítölsku er að jafnaði tveggja ára nám. Á 1. ári er lögð rík áhersla á að auka færni og skilning nemandans á tungumálinu. Á 2. ári sækir nemandinn sérhæfðari námskeið. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast yfirgripsmikla þekkingu á menningar- og bókmenntasögu Ítalíu. Nemandi á að geta tjáð sig óhindrað bæði í töluðu máli og rituðu og hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð og frumleika í hugsun.

 

 

Aukagrein til 60 eininga:
60 eininga nám í ítölsku sem aukagrein er að jafnaði eins árs nám. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast grunnþekkingu og skilning á ítölsku, sem og á menningar- og bókmenntasögu Ítalíu. Hann á einnig að geta beitt tungumálinu á markvissan og gagnlegan hátt, jafnt í töluðu máli sem rituðu.

 

 

Grunndiplóma, 60 eða 90 eininga:

60 eða 90 eininga nám í hagnýtri ítölsku til diplómagráðu er að jafnaði eins eða eins og hálfs árs nám. Að námi loknu á nemandi að hafa öðlast staðgóða þekkingu á ítölsku máli og yfirsýn yfir menningu, sögu og þjóðlíf Ítalíu.

 

 

Félagslíf
Nemendafélag ítölskunema heitir Marco Polo.

 

Kennarar:

Stefano Rosatti
rosatti@hi.is

Edoardo Mastantuoni mastantuoni@hi.is


Stundakennarar:

 

Maurizio Tani
maurizio@hi.is
Jóhanna Gunnarsdóttir
johannag@hi.is

Caterina Poggi cp@hi.is

Roberto Pagani
robertop@hi.is

Sigrún Flóvenz
sdf@hi.is

Emiliano Monaco
emiliano@hi.is

Verkefnastjóri deildar

Bernharð Antoniussen bernhard@hi.is

Verkefnastjóri alþjóðamála

Guðrún Birgisdóttir
gb@hi.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is