Nám í Mála- og menningardeild

Nám í Mála- og menningardeild

Við deildina er boðið upp á fjölbreytt nám á sviði asíufræða, kennslu í Norðurlandamálum, helstu þjóðtungum Evrópu og Ameríku auk fornmála. Í boði er nám á eftirfarandi sviðum:

  • Asíufræði: Japanska, kínverska og mið-austurlandafræði
  • Norðurlandamál: Danska og sænska 
  • Helstu þjóðtungur Evrópu og Ameríku: Enska, franska, ítalska, rússneska, spænska og þýska 
  • Fornmál: Gríska og latína (dyr að menningu Evrópu frá upphafi)

Með tungumálakunnáttu sinni og fræðilegri innsýn í málvísindi, bókmenntir og menningu afla nemendur sér þekkingar og færni til að takast á við áhugaverð alþjóðleg störf, t.d. í alþjóðasamskiptum, ferðaþjónustu og viðskiptum eða störf tengd þýðingum, fjölmiðlum, menningu, almannatengslum og stjórnsýslu og tungumálakennslu.

Allar greinar deildarinnar er hægt að læra til BA-gráðu (3 ára nám) og sumar einnig til diplómagráðu (1½ árs hagnýtt nám) sem og til MA-gráðu (2 ára nám) eða doktorsgráðu (3 ára nám).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is