Kristín Guðrún Jónsdóttir

Kristin_Gudrun_JonsdottirKristín Guðrún Jónsdóttir er dósent í spænsku við Háskóla Íslands.

Kristín lauk Ph.D. gráðu í rómönsk-amerískum fræðum frá Arizona State University 2004. Titill Ph.D rigerðar hennar var Voces de la subalternidad periférica. Jesús Malverde y otros santos profanos de México. Hún lauk M.A. gráðu í spænskum og rómönsk-amerískum bókmenntum frá Madridardeild New York University í Madrid 1986 og B.A. gráðu í spænsku frá Universidad del Sagrado Corazón, Púertó Ríkó 1983. Nám í bókmenntum spænskumælandi landa við Universidad Nacional Autónoma, Mexíkóborg, Mexíkó1981–1982 og nám í spænskum fræðum við Universidad Complutense, Madrid, Spáni 1979–1981.

Rannsóknasvið hennar er bókmenntir og alþýðutrú landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna, alþýðudýrlingar Rómönsku Ameríku, smásagan og örsagan í Rómönsku Ameríku, bókmenntir spænskumælandi eyja Karíbahafs, þýðingar.

Um þessar mundir vinnur Kristín að tveimur þýðingaverkefnum: úrvalssafni örsagna frá Rómönsku Ameríku og safni mexíkanskra smásagna. Einnig vinnur hún að rannsóknaverkefninu „Ísland og Spánn. Tengsl landanna í tímans rás“. Bók hennar um alþýðudýrlinga í Mexíkó er rétt óútkomin í Mexíkó hjá rannsóknastofnuninni COLEF - El Colegio de la Frontera Norte.

Þátttakandi í verkefninu Bold Caballeros and Noble Bandidas sem er stýrt frá Hispanic Research Center við Arizona State University. Kristín hefur haft það hlutverk að skrifa um stigamenn landamærasvæða Mexíkó og Bandaríkjanna (Norður-Mexíkó og suðvesturríki Bandaríkjanna) sem alþýðan hefur sett á dýrlingastall.

Ritaskrá Kristínar sem nær yfir síðastliðin ár má sjá hér að neðan. Ítarlegri rita- og ferilskrá má nálgast hér: Kristín Guðrún Jónsdóttir, rita- og ferilskrá (pdf snið).

CV Kristín Guðrún Jónsdóttir 2013 English version

Ritaskrá

Verk í vinnslu

Bók um alþýðudýrlinga frá Mexíkó sem kemur út hjá háskólaforlaginu við Universidad Autónoma de Ciudad Juárez í Mexíkó á næsta ári.

Þýðing á bókinni Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso sem og úrvalssafni örsagna frá Rómönsku Ameríku.

Rannsóknaverkefnið: „Tengsl Spánar og Íslands í gegnum tíðina“ (rannsókn á og efnisöflun um margvísleg samskipti landanna sem og um útgáfu á þýðingum frá fyrri öldum).

Þátttakandi í verkefninu Bold Caballeros and Noble Bandidas sem er stýrt frá Hispanic Research Center við Arizona State University. Kristín hefur haft það hlutverk að skrifa um stigamenn landamærasvæða Mexíkó og Bandaríkjanna (Norður-Mexíkó og suðvesturríki Bandaríkjanna) sem alþýðan hefur sett á dýrlingastall.

 

Bækur

2012
Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso. Bjartur, Reykjavík, 2012. Þýðing. Þessi þýðing hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2012.

2009
Raddir frá Kúbu. Smásögur kúbanskra kvenna. Þýðandi Erla Erlendsdóttir. Innganga rita: Erla Erlendsdóttir og Luisa Campuzano. Háskólaútgáfa /Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2009. Ritstjórn.

2008
 Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Háskólaútgáfa, Reykjavík, 2008. 391 bls. Smásagnasafn með ítarlegum inngangi, 30 sögur/höfundar. Unnið í samvinnu við Erlu Erlendsdóttur. Þýðingar og ritun inngangs.

 

Greinar og bókakaflar

2012

Kristín Guðrún Jónsdóttir. „Carlos Fuentes kvaddur“. Skrifað ásamt Jóni Thoroddsen. Fréttablaðið, 21. júní 2012, bls. 32-33. Einnig birt á Hugras.is, 21/09/2012.

Kristín Guðrún Jónsdóttir. „Eftirmáli“  í Augusto Monterroso. Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur. Bjartur, Reykjavík, 2012, bls. 69-73.

2011

Blanco, Alberto. Sjö ljóð. Þýtt fyrir Bókmenntahátíð 7.-9. sept.

„Þetta er faðir Jesú – hann heitir Guð“ (Grein mánaðarins), hugras.is,  skrifað 19. sept. 2011.

2010

„Grafið úr gleymsku. Um smásagnaþýðingar úr spænsku á íslensku“. Milli mála, Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Reykjavík, 2010, bls. 91-132.

“ˊQuerido hermano…a ti invoco de todo corazónˋ. Una lectura religiosa de Pancho Villa”, í Good Bandits, Warrior Women, and Revolutionaries in Hispanic Culture, Gary Francisco Keller (ritstj.). Bilingual Review Press, Tempe, Arizona, 2010 (101–112).

2009
„Luis López Nieves. Samviskurödd Púertó Ríkó“. Tímarit Máls og menningar. 2, 2009 (46–51).

 „Þið hlustið aldrei á okkur. Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í bókmenntum Mexíkana og Chicanóa”. Ritið. 1, 2009 (41–62).

2008
„Sögulegt yfirlit: Púertó Ríkó“. Í Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.),  Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2008 (20–24).

„Smásagan á Púertó Ríkó á 20. öld“. Í Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.),  Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2008 (50–62).

„Smásagan í Dóminíska lýðveldinu á 20. öld“. Í Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.),  Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2008 (68–80).

2006
„Hlaupagarparnir frá Kopargljúfri“. Ský. 6, 2006.

“De bandolero a ejemplo moral. Los corridos sobre Jesús Malverde, el santo amante de la música”. Studies in Latin American Popular Culture. 25, 2006 (25-48).

„Línan. Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna“. Lesbók Morgunblaðsins. 20. maí 2006 (8–9).

„Hafa löngum sætt erfiðu hlutskipti. Um spænskumælandi fólk í Bandaríkjunum“. Fréttablaðið. 27. maí 2006 (48).

 

Fyrirlestrar 

2013

„Stutt og laggott. Um örsagnaformið í bókmenntum Rómönsku Ameríku“. Flutt á Hugvísindaþingi, Háskóla Íslands, 16-17 mars 2013 í málstofunni : „Með fáum orðum: Örsagan í spænskumælandi löndum“.

2012

„Saga smásagnaþýðinga úr spænsku á íslensku“. Flutt á Hugvísindaþingi, Háskóla Íslands, 9.-10. mars 2012 í málstofunni „Sögu skal ég segja þér - Smásögur frá ýmsum heimshornum“.

„Frá Macondo til McOndo. Sögulegt yfirlit”. Flutt á þinginu Töfraraunsæi. Klassík eða klisja, 2. mars, á vegum Stofunar Vigdísar Finnbogadóttur og spænskunnar/DET, H.Í. Umsjón og skipulag þingsins var í höndum Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur. Þinginu útvarpað í þættinum „Í heyranda hljóði“ hjá RÚV 27. mars 2012 og 3. apríl 2012.

„Örsagan í Rómönsku Ameríku. Sagan og einkenni“. Flutt á dagskránni Örsagan: Bókmenntaform samtímans? á vegum spænskunnar H.Í./DET og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 12. nóv. 2012. Erindinu útvarpað á netmiðli RÚV 16. nóvember 2012 og í þættinum „Orð um bækur“ á RÚV 17. nóvember 2013.

2011

 „Þórhallur Þorgilsson. Gleymdur þýðandi og fræðimaður“. Flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. Þemaþing með málstofum. 25./26. mars 2011 í málstofunni suðrið í norðri. Um þýðingar úr rómönskum málum og latínu.

 „„Kæri bróðir ... ég ákalla þig af öllu hjarta.“ Pancho Villa, byltingarhetja Mexíkó og dýrlingur alþýðunnar“. Flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. Fyrirlestrahlaðborð. 11./12. mars 2011.

 „La representación iconográfica de Jesús Malverde, el bandolero santificado“. Flutt á XIV Encuentro de la Red de Investigadores del Fenómeno Religioso en México (RIFREM),  6.-8. apríl 2011.

„ Stigamenn í helgra manna tölu. Tvö dæmi frá Mexíkó“. Flutt á þinginu Kreppur sjálfsins.

Málþing 4./5. nóvember 2011 á vegum Glímunnar, óháðs tímarits um guðfræði og samfélag, ReykjavíkurAkademíunnar og Skálholtsskóla í ReykjavíkurAkademíunni. 

2010

„Spánn. Mörg andlit.“ Fræðsluerindi flutt í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 2. september,

„Þar búa konur einar án karla” Um amasónur og landvinningamenn í Nýja heiminum“. Flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands. 5.– 6. mars 2010.
Þýðingar (úr spænsku á íslensku)

 

Þýðingar

2012

Augusto Monterroso. Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur. Bjartur, Reykjavík, 2012. Þýðingin hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2012.

Blanco, Alberto. „Slæmt minni“, Tímarit Máls og menningar, 2/ 2012, bls. 87-89. Þýtt ásamt Jóni Thoroddsen.

2011

Blanco, Alberto. Sjö ljóð. Þýtt fyrir Bókmenntahátíð 7.-9. sept. 2011.

2009
Ýmsir höfundar. „Örsögur um ást“. Bókmenntatímaritið Stína. 2, 2009 (23–28).

Rosario Sanmiguel. „Undir brúnni“. Ritið. 1, 2009 (63–68).
Luis Humberto Chrostwaite. „Röðin“. Ritið. 1, 2009 (141–146).

2008
Luis López Nieves, Hjarta Voltaires (skáldsaga). Mál og menning/Forlagið, Reykjavík, 2008.

Ana María Shua. „Fáeinar örsögur“. Bókmenntatímaritið Stína.  2, 2008 (63–65).

Ýmsir höfundar. Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá spænskumælandi eyjum Karíbahafsins. smásagnasafn með ítarlegum inngangi, 30 sögur/höfundar. Unnið ásamt Erlu Erlendsdóttur. Háskólaútgáfa, Reykjavík, 2008.  Kristín þýddi smásögurnar frá Púertó Ríkó og helming smásagnanna frá Dóminíska lýðveldinu (207–284, 291–293, 299–306, 307–323, 333–347).

Helena C. Lázaro. „Smásagan á Púertó Ríkó frá lokum 20. aldar til dagsins í dag“. Í Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir (ritstj.),  Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2008 (63–68).

2006
Ana María Matute. „Samviskan“. Tímarit máls og menningar. 4, 2006 (55–61).

Ángeles Mastretta. „Clemencía frænka“. Vísbending. 24, 49, 2006 (28–29).
Eduardo Galeano. „Raddir úr tímanum. Sjö örsögur“. Skírnir. 181 (haust) 2006 (478–482).

Ricardo Herren. „Töfralæknirinn Francisco Martín“ (2. kafli bókarinnar Hörundsbjartir indíánar). Jón á Bægisá. 10,  2006 (95–105).

Rodrigo Rey Rosa. „Tárin“. Jón á Bægisá. 10, 2006 (106–110).

 

Útvarpserindi

2008
Átta þættir í Víðsjá (RÚV) undir titlinum Kondórinn tyllir sér
1) „Hlaupagarparnir miklu frá Kopargljúfri“ flutt 09.06.2008
2) „Bólivíuhatturinn“ flutt 16.06.2008
3) „Tortillan á ferð sinni um heiminn“ flutt 23.06.2008
4) „Heitið Rómanska Ameríka“ flutt 30.06.2008
5) „Máttur sápuóperunnar“ flutt 07.07.2008
6) „Bygging Kólumbusar-vitans í Dóminíska lýðveldinu“ flutt 14.07.2008
7) „Kjúklingarútur“ flutt 21.07.2008
8) „Íbúar Rómönsku Ameríku“ flutt 28.07.2008

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is