Útgáfur hjá öðrum útgefendum

 

Útgefnar bækur fræðimanna Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í samvinnu við aðra útgefendur er að finna hér fyrir neðan. Bækurnar eru flokkaðar eftir útgáfuári.

Útgefið efni 2015

BandelerosKomin er út í Mexíkó bókin Bandoleros santificados. Las devociones a Jesús Malverde y Pancho Villa (Heilagir stigamenn. Tignun Jesús Malverde og Pancho Villa) eftir Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, lektor í spænsku. Fjallar hún um alþýðudýrlinga í Rómönsku Ameríku en beinir sjónum einkum að mexíkönsku alþýðudýrlingunum Jesús Malverde og Pancho Villa. Ýmiss konar textar sem hafa orðið til við tignun þeirra eru teknir fyrir: skáldsögur, smásögur, leikrit, myndasögur, svonefndir frásagnasöngvar (corridos), sjónvarpsþættir og kvikmyndir auk bæna og texta á þakkarskjöldum sem fyrirfinnast í kapellum. Einnig er fjallað um hvernig helgimyndir þeirra og útlit hafa breyst í kjölfar vaxandi vinsælda á undanförnum árum. Auk þess er ítarlegur kafli um hvernig páfadómur metur heilagleika og með hvaða hætti alþýðudýrlingum reiðir af innan sem utan kirkjunnar. Þar kemur í ljós greinilegur stéttarmunur hinna áhrifalausu og þeirra sem valdið hafa. Í lok bókar eru hugleiðingar um alþýðutrú (religión popular), eins og Vatikanið nefnir oft kaþólskuna í Rómönsku Ameríku, og hvort hugtakið eigi rétt á sér eða ekki. Rannsóknastofnanirnar El Colegio de la Frontera Norte (COLEF) og El Colegio de San Luis (COLSAN) gefa bókina út í sameiningu. Bókin er 246 bls.

Sjá nánar á vefsíðu forlagsins.

Útgefið efni 2012

Dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst. Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark

Út er komin í Kaupmannahöfn bókin Dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst. Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark. Bókin er nr. 68 í ritröðinni Københavnerstudier i Tosprogethed, sem hugvísindasvið Hafnarháskóla gefur út. Höfundur bókarinnar er Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Bókin byggist á rannsókn Auðar á dönskukunnáttu íslenskra námsmanna, þörf þeirra fyrir að nota dönsku og hvernig þeim gengur að nota málið til tjáskipta í námi sínu og í samskiptum við Dani yfirleitt. Einnig eru viðhorf þeirra til Dana og danskrar menningar könnuð og svara leitað við því, hvaða augum námsmennirnir líta dönskukennsluna í íslenskum skólum í ljósi reynslu sinnar í Danmörku.

 

Fiktionens genrer. Teori og analyse

Fiktionens_genrerÚt er komin bókin Fiktionens genrer. Teori og analyse eftir Annemette Hejlsted, sendikennara í dönskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Í bókinni er lagður fræðilegur grunnur að aðferðum við að greina hvers konar skáldskap. Með því að beita formlegu sjónarhorni á skáldskap og skáldskapargreinar, lýsir höfundur hvernig skáldskapur virkar í mismunandi greinum, og beinir athygli lesandans að myndun skoðana og merkinga sem lesendum og almenningi birtist í skáldskap.

Í bókinni fléttast saman skáldskaparfræði og greinar skáldskapar með fjölda greiningarmöguleika og nálgunar á einstökum greinum, t.d. skáldsögum, ljóðum, gamanleikjum, leiknum kvikmyndum og myndasögum.

Smellið hér til að lesa fyrsta kafla bókarinnar.

Útgefandi : Samfundslitteratur

 

Histoire des Bretagnes 3 : La Petite Saga de Tristan et autres sagas islandaises inspirées de la matière de Bretagne

Út er komin bókin Histoire des Bretagnes 3 : La Petite Saga de Tristan et autres sagas islandaises inspirées de la matière de Bretagne, hjá Centre de Recherche Bretonne et Celtique, Université de Bretagne Occidentale í Brest í Frakklandi, í þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur og Hélène Tétrel. Um er að ræða hluta af verkefninu „Histoires des Bretagnes: La ‘matière de Bretagne’ - racines, sources et représentations“ þar sem unnið er að rannsóknum á miðaldaþýðingum og útbreiðslu „efniviðarins frá Bretagne“. Í bókinni eru þýddar fjórar íslenskar riddarasögur á frönsku, Ála flekks saga, Samsons saga fagra, Saga af Tristram og Ísodd og Vilmundar saga viðutan. Útgáfan var styrkt af Bókmenntasjóði.

 

 

Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur

Svarti_saudurinnÚt er komið örsögusafnið Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, aðjunkts í spænsku við Háskóla Íslands. Kristín Guðrún var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2012 fyrir þýðingu sína. 

Í umfjöllun á vefsíðu Bandalags þýðenda og túlka segir m.a. :

Mikill fengur er að því að hafa á síðustu árum fengið að kynnast breiðara litrófi bókmennta rómönsku Ameríku á íslensku. Örsögur þessa heimshluta eru sérstakur kapítuli heimsbókmenntanna sem smátt og smátt hefur verið að koma fram í íslenskum þýðingum. Örsögur Augusto Monterroso, sem fæddist í Guatemala en var búsettur í Mexíkó, búa yfir öllum helstu einkennum örsagna Suður- og Mið Ameríku. Þær eru einstaklega marglaga og smellnar sem mun ekki áhlaupaverk að skila yfir á önnur tungumál. „Svarti sauðurinn“ og aðrar fabúlur samnefndrar bókar njóta sín hins vegar með ágætum í íslensku þýðingunni sem er unnin af mikilli nákvæmni en lætur sögurnar samt hljóma sem íslenskar væru og halda hita sem og sérkennilegri kaldhæðni uppruna síns.“

Útgefandi: Bjartur

 

“Beowulf ” at Kalamazoo: Essays on Translation and Performance

Út er komin bókin Beowulf at Kalamazoo: Essays on Translation and Performance, í ritstjórn Jönu Schulman og Paul Szarmach. Í bókinni er að finna m.a. umfjöllun eftir Pétur Knútsson lektor í ensku við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um Bjólfskviðuþýðingu Halldóru Björnsson. Bókinni fylgir DVD diskur með lestri úr fyrsta kafla kvæðisins á ýmsum tungumálum, þ.á.m. lestri Vilborgar Dagbjartsdóttur á þýðingu Halldóru.

“Beowulf ” at Kalamazoo: Essays on Translation and Performance is a collection of essays designed to capitalize on the success of Seamus Heaney’ prize-winning translation of Beowulf, which bridges the gap between the ivory tower where most who study Beowulf reside and lay readers drawn to the poem because of Heaney’s reputation, the review in the New York Times Book Review, the Whitbread Prize for poetry, and even perhaps the attractive and eye-catching cover. The reality is that Heaney’s Beowulf —no matter the response—did something that few other translations have done: cause people to read the poem. At the same time, the last halfgeneration of scholars has shown a noteworthy interest in the performance aspects of the text, influenced by oral-formulaic theory to a significant degree. The book is conceived in three parts. The first section—essays by Daniel Donoghue, the late Nicholas Howe, R. M. Liuzza, Jana K. Schulman, Paul E. Szarmach, Jan Čermák, María- José Gómez-Calderón, Katalin Halácsy Scholz, Claudia Di Sciacca and Loredana Teresi, and Pétur Knútsson—explores translations into modern English and languages other than English. The second part—a roundtable with Benjamin Bagby, John Miles Foley, and Karl Reichl, moderated by Mark Amodio, and essays by Foley and Reichl—explores issues of oral theory and performance. The third part of the collection offers a wide selection of reviews of Heaney’s Beowulf written by Anglo-Saxonists. A DVD of readings of the first fifty-two lines of Beowulf in Old English, Czech, Spanish, Icelandic, Hungarian, and Italian, and selections from Turkish and Asian epics accompanies the volume. “Beowulf ” at Kalamazoo should be of interest to Anglo-Saxonists, translation theorists, linguists, oral and performance theorists, and anyone anywhere in an English department who teaches Beowulf in translation.

Útgefandi: Medieval Institute Publications

 

Skáldsagan Afleggjarinn á ítölsku

rosa candida

Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir

Ítölsk þýðing: Stefano Rosatti

Skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur kom nýlega út í ítalskri þýðingu Stefano Rosatti adjunkt í ítölsku hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Það er hið virta útgáfufyrirtæki Einaudi sem gefur bókina út.

Í bókinni segir frá rúmlega tvítugum karlmanni sem heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara. Heima skilur hann eftir þroskaheftan tvíburabróður, aldraðan föður, og barn á fyrsta ári sem hann eignaðist með vinkonu vinar síns. Stefnan er tekin á fornan rósagarð í óræðu þorpi sunnar í álfunni.

Afleggjarinn er margverðlaunuð bók sem notið hefur mikilla vinsælda. Hún hefur hlotið ein tólf bókmenntaverðlaun í Frakklandi. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin 2008, Menningarverðlaun DV 2008 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Útgefandi: Einaudi

 

Útgefið efni 2010

Perceval eða Sagan um gralinn

Höfundur: Chrétiens de Troyes

Íslensk þýðing: Ásdís Magnúsdóttir

Perceval eða Sagan um gralinn var samin undir lok 12.aldar. Hún er frægasta verk franska rithöfundarins Chrétiens de Troyes sem notaði heim Artúrs konungs og riddara hringborðsins sem sögusvið rita sinna. Hér segir á gamansaman hátt frá ungum manni sem kveður móður sína til að gerast riddari. Í kastala Fiskikonungsins sér hann gralinn og þá verða straumhvörf í lífi hans. Verkið fjallar einnig um riddarann Gauvain, ævintýri hans og vandræði sem hljótast oftar en ekki af samskiptum hans við konur. Sagan um gralinn er forvitnilegt verk; hún er ein af elstu skáldsögum evrópskrar bókmenntasögu og veitir einstaka innsýn í hugarheim miðalda. Henni var snúið á norrænu á seinni hluta 13.aldar en var mikið stytt og breytt. Hér er verkið þýtt eins og það hefur varðveist í frönskum handritum frá fyrri hluta 13.aldar.

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Útgefið efni 2008

Svo fagurgrænar og frjósamar: Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dómeníska lýðveldinu

Svo fagurgrænar og frjósamar er smásagnasafn með sögum frá þremur eyríkjum í Karíbahafinu: Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Í safninu eru sögur eftir þekkta rithöfunda frá tuttugustu öld.

Smásagnaritun á sér alllanga sögu í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaf hennar má rekja til nýlendutímabilsins þegar sögur og frásagnir birtust í króníkum og ýmsum ritum. Á 19. öld kom nútímasmásagan fram á sjónarsviðið en undir lok aldarinnar og á 20. öld þróaðist hún enn frekar og festi sig í sessi sem bókmenntagrein. Hinar spænskumælandi eyjar í Karíbahafi fóru ekki varhluta af þessari þróun og hafa eignast marga afbragðsgóða smásagnahöfunda.

Í þessu smásagnasafni sem kemur hér fyrir sjónir lesenda eru þrjátíu sögur frá eyjunum þremur: tíu frá Kúbu, tíu frá Púertó Ríkó og tíu frá Dóminíska lýðveldinu Þær eru fjölbreyttar að efni og gerð og varpa ljósi á sögu og líf fólks á systureyjunum þremur. Sögurnar fjalla um þræla, byltingar, sjálfstæðisbaráttu, kúgun, harðstjórn, ást, samkynhneigð, stöðu kvenna, sjálfsímynd og margt fleira.

Kristín Guðrún Jónsdóttir og Erla Erlendsdóttir völdu og þýddu sögurnar, þær kenna báðar við spænskudeild Háskóla Íslands. Auk þess skrifa þær inngang um sögu landanna og smásögurnar þar á tuttugustu öld. Þrír fræðimenn frá eyjunum, Rogelio Rodríguez Coronel, prófessor við Háskólann í Habana, Helena C. Lázaro, prófessor við Sagrado Corazón háskólann á Púertó Ríkó og José Alcántara Almánzar, rithöfundur, háskólakennari og menningarfulltrúi Seðlabanka Dóminíska lýðveldisins, gera einnig stuttlega grein fyrir stöðu smásagnaritunar hver í sínu landi við upphaf nýrrar aldar.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli borgarsamfélagsins

Í Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli borgarsamfélagsins eftir Enriques del Acebo Ibáñez er gert grein fyrir þróun borgarsamfélaga sem fyrirbæri nútímans en um leið sem afsprengi fyrri samfélagshátta.

Fjallað er um helstu kenningar frumkvöðla félagsfræðinnar sem snúa að þróun samfélagsins. Höfundurinn fléttar saman kenningum sínum og túlkunum um rótfestu og rótleysi við myndun borgarsamfélagsins og sýnir hvernig brautryðjendur félagsfræðinnar á 19. og 20. öld tókust á við félagslegt eðli nýja samfélagsins sem einkenndist m.a. af stórborginni.
Verk Enriques del Acebo Ibáñez er mikið þarfaþing fyrir íslenskt vísinda- og fræðisamfélag. Í bókinni er borgarsamfélagið greint á frumlegan hátt um leið og verk brautryðjenda félagsfræðinnar eru fléttuð inn í greiningu höfundar. Bókin var fyrst gefin út í Argentínu árið 1996 og kemur hér út í styttri útgáfu.

Enrique del Acebo Ibáñez er prófessor við Buenos Aires-háskóla og Salvador-háskóla í sömu borg. Hann stundaði nám í félagsfræði við Háskólann í Buenos Aires (UBA) og lauk þaðan meistaraprófi í þróunarfélagsfræði. Doktorsprófi lauk hann í félagsfræði frá Complutense-háskólanum í Madríd. Hann hefur gefið út fjöldann allan af fræðigreinum og bókum um rannsóknir sínar, bæði í Argentínu og erlendis. Auk þess hefur hann flutt fyrirlestra við Notre-Dame-háskólann í Frakklandi, UCLA og Háskóla Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem og við Carlos III-háskólann í Madríd. Hann starfar enn fremur sem sjálfstæður fræðimaður innan vébanda CONICET - Rannsóknarsjóðs argentínska ríkisins.

Ritstjórar bókarinnar eru dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands og dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Útgefið efni 2005

Literary Diplomacy I: The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750-1830

Literary Diplomacy II: Translation without an Original

These two volumes by Gauti Kristmannsson examine the way in which translation was instrumental in construction a literary identity in Britain and Germany in the eighteen century.

The first volume covers in three parts how different methods of translation can be applied to enrich the existent literature in the native language and to an extent create it as an aesthetic possibility, in particular through the translation of form. The first part is theoretical without being a theory, the second part covers the national literary rivalry in Britain in the latter part of the eighteenth century and the third part a German synthesis of material and methods applied earlier on in Britain.

The second volume is dedicated to aesthetic, philosophical and national concerns of several major thinkers of the eighteenth century such as Adam Smith, Adam Ferguson, Jean-Jacques Rousseau and Johann Gottfried Herder.

Author of the books is Gauti Kristmannsson, Adjunct Lecturer at the University of Iceland.

Publisher: Peter Lang, 2005.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is