Books

Published books of scholars of the Vigdís Finnbogadóttir Insitute, by the Institute and in collaboration with other publishers, can be found below. The books are sorted by publishing year.

 

Publications 2016

Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó.

Short stories from Mexico translated in Icelandic by Kristín Guðrún Jónsdóttir.

Editor was Erla Erlendsdóttir.

This book was published with support from the Icelandic Literature Centre.

 

 

 

 

 

 

campUSCulturae Conference Proceedings

 

Publications 2015

An Intimacy of Words. Essays in honour of Pétur Knútsson.

Editors were Matthew Whelpton, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir and Martin Regal.

 

 

 

 

 

 

 

 

Publications 2014

Frá hjara veraldar. Vom Rand der Welt.

Poems by Melitta Urbancic translated into Icelandic by Sölvi Björn Sigurðsson.

Bilingual edition German / Icelandic.

Editor was Gauti Kristmannsson.

This book was published with support from the Icelandic Literature Centre and the Reykjavík City Human Rights Office.

 

 

 

 

Rangan og réttan. Brúðkaup. Sumar. Þrjú ritgerðasöfn.

Lyric essays by Albert Camus translated by Ásdís R. Magnúsdóttir.

Editor was Rebekka Þráinsdóttir.

This book was nominated to the Icelandic Translation Prize in 2015.

This book was published with support from the Icelandic Literature Centre.

 

 

 

 

Latína er list mæt. Um latneskar menntir á Íslandi.

Collection of articles by Sigurður Pétursson.

Editors were Hjalti Snær Ægisson and Gunnar Marelsson.

 

 

 

 

 

 

Publications 2013

Morð í dómkirkju. Murder in the Cathedral.

A bilingual edition of the dramatic poem Murder in the Cathedral by T.S. Eliot in an Icelandic translation by Karl Guðmundsson.

Editor was Ingibjörg Ágústsdóttir who also wrote an introduction.

This book was published with support from the Vigdís Finnbogadóttir Institute Fund and the Icelandic Literature Centre.

 

 

 

 

 

Publications 2012

Yfir_saltan_mar

Yfir saltan mar. Þýðingar á ljóðum eftir Jorge Luis Borges.

A bilingual edition in Spanish and Icelandic of poems by Jorge Luis Borges. Various translators.

Editors were Hólmfríður Garðarsdóttir and Sigrún Á. Eiríksdóttir.

 

 

 

 

 

Published material 2010

Milli mála: Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Efni ritsins að þessu sinni einskorðast við fræðigreinar, bæði rannsóknargreinar og greinar með hagnýtari skírskotun.

Alls eru í ritinu 14 greinar, þar af níu ritrýndar, á alls sjö tungumálum: íslensku, dönsku, ensku, ítölsku, rússnesku, spænsku og þýsku.

Efni greinanna spannar mörg efnissvið þó allar tengist þær tungumálum eða bókmenntum með einum eða öðrum hætti. Auk greina sem falla undir bókmenntir og málvísindi í þrengri merkingu er hér að finna greinar með sterkri sagnfræði- eða heimspekilegri tilvísun að ógleymdri umfjöllun um kennslu erlendra tungumála á háskólastigi.

Ritstjórar bókarinnar eru Magnús Sigurðsson og Rebekka Þráinsdóttir.

Publisher: The Vigdís Finnbogadóttir Insitute of Foreign Languages, 2010.

 

 

Published material 2009

Raddir frá Kúbu: Smágösur Kúbanskra Kvenna

Smásagnasafn með fjórtán sögum eftir konur frá Kúbu.

Sögurnar eru skrifaðar á áratugunum eftir byltingu og eru fjölbreyttar að stíl og efni. Þær fjalla um líf og dauða, ástir og hatur, sorgir og gleði, en einnig um lífsbaráttuna á Kúbu og flóttann frá eyjunni.

Meðal höfunda smásagnanna er Dora Alonso, einn þekktasti smásagnahöfundur 20. aldar í hópi kvenna á Kúbu og Ena Lucía Portela sem er nú talin meðal efnilegustu rithöfunda landsins.

Bókin er ritstýrt af Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur en Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku, valdi sögurnar og þýddi. Inngang rituðu Luisa Campuzano, forstöðumaður rannsóknastofu í kvennafræðum við Casa de las Américas stofnunina í Havana, og Erla Erlendsdóttir.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2009.

 

 

Útlendingurinn

Þetta fræga skáldverk eftir Albert Camus kom fyrst út í Frakklandi árið 1942. Þar segir frá skrifstofumanninum Meursault sem fær sér kaffi og sígarettu við kistu látinnar móður sinnar vegna þess að honum þykir kaffi gott og langar að reykja. Við jarðarförina er hann þjakaður af hita og brennandi sól en finnur ekki til sorgar. Þegar hann verður svo manni að bana í óbærilegu sólskini er hann dæmdur fyrir að hafa jarðað móður sína með hjarta glæpamanns.

Útlendingurinn er ein af perlum heimsbókmenntanna og kemur nú öðru sinni fyrir almenningssjónir hér á landi. Irma Erlingsdóttir er ritstjóri bókarinnar en Ásdís R. Magnúsdóttr þýddi. Ásdís ritar einnig eftirmála um ævi höfundarins og verk hans. Í bókarlok er viðauki með hugleiðingum og æfingum fyrir nemendur.

Bókin er fimmta verkið í tvímála útgáfu á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Önnur verk sem hafa komið út í ritröðinni eru leikritið Yerma eftir spænska skáldið Federico García Lorca, Umskiptin eftir rithöfundinn Franz Kafka, Gustur úr djúpi nætur, Ljóðasaga Lorca á Íslandi og Villa á öræfum eftir Pálma Hannesson.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2009.

 

 

Published material 2008

Det norrøne og det nationale

Bókin Det norrøne og det nationale hefur að geyma greinasafn um áhrif íslenskra miðaldabókmennta í Noregi, Svíþjóð, Íslandi, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku.

Íslendingasögurnar, Eddukvæðin og aðrar miðaldabókmenntir gegndu mikilvægu hlutverki fyrir menningu þessara landa á 19. öld, einkum við uppbyggingu þjóðarímyndar þeirra. Rithöfundar og listmálarar sóttu innblástur í þessar bókmenntir fyrir skáldskap sinn og listaverk.

Í bókinni fjalla bæði íslenskir og erlendir fræðimenn um hlutverk miðaldabókmenntanna í þessum löndum frá ýmsum hliðum. Bókin hefur einnig að geyma fjölmargar teikningar og myndir frá þessum tíma sem vísa í gömul íslensk minni.

Ritstjórar bókarinnar eru ritstýrt af Annette Lassen og greinarhöfundar eru auk ritstjóra: Vigdís Finnbogadóttir, Andrew Wawn, Flemming Lundgreen-Nielsen, Sveinn Yngvi Egilsson, Julia Zernack, Þórir Óskarsson, Anna Wallette, Gunnar Karlsson, Gylfi Gunnlaugsson, Jon Gunnar Jørgensen, Gauti Kristmannsson og Pétur Knútsson.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Rússneska með réttu lagi

Kennslubók í rússneskri hljóðfræði og tónfalli handa íslenskumælandi nemnendum eftir Olgu Korotkova.

Meginefni bókarinnar er bæði á íslensku og rússnesku og sett fram á þann hátt að það nýtist jafnt kennurum og nemendum sem vilja ná réttu lagi á rússneskan framburð.

Efni bókarinnar miðast við 32 kennslustundir og skiptist í 16 kafla. Í hverjum kafla er fengist við hljóð og tónfallsform, og leiðbeiningar gefnar um þjálfun þeirra.

Reynt er að svara spurningum á borð við: Hvar eru tiltekin hljóð mynduð og hvernig? Hvernig er áhersla og tónhæð í fullyrðingasetningum, spurningum, ráðleggingum, kveðjum og skipunum? Hverjum kafla fylgir fjöldi æfinga og í æfingalykli í bókarlok má finna réttar lausnir á stórum hluta verkefnanna. Hljóðdiskur með æfingum fylgir bókinni.

Bókina þýddi Rebbekka Þráinsdóttir.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Mál málanna

Mikil gróska hefur verið í rannsóknum innan hagnýtra málvísinda. Þar skipta rannsóknir á tungumálakennslu, tileinkun erlendra tungumála og fjöltyngi sífellt meira máli enda varpa þær ljósi á eðli máltöku, málbeitingar og starfsemi mannsheilans. Sú þekking sem til hefur orðið með rannsóknunum setur nú svip sinn á umræðuna á þessu fræðasviði.

Í þessu fræðiriti er fjallað um nýjar rannsóknir á tileinkun og kennslu annars máls og erlendra tungumála. Mjög lítið hefur verið ritað á íslensku um þetta efni. Hér er því reynt að bæta úr brýnni þörf með því að koma á framfæri nýrri þekkingu í því skyni að styrkja fræðasviðið og efla umræðu um þessi mál á íslensku. Mál málanna inniheldur ellefu kafla eftir erlenda og innlenda höfunda. Nokkrir kaflanna eru frumsamdir fyrir bókina en aðrir hafa birst áður í erlendum tímaritum. Í sumum tilvikum er þar um að ræða lykilgreinar á fræðasviðinu.

Ritstjórar bókarinnar eru Auði Hauksdóttur, dósent í dönsku, og Birnu Arnbjörnsdóttur, dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála.

Publisher: The Vigdís Finnbogadóttir Insitute of Foreign Languages, 2008.

 

Villa á öræfum / Allein durch die Einöde

Bókin er ný tvímála útgáfa á þýsku og íslensku af kunnustu hrakningasögum Pálma Hannessonar, sem var rektor við Menntaskólann í Reykjavík og alþingismaður. Einnig fylgir ýtarleg greinargerð eftir Marion Lerner á þýsku og íslensku, en hún þýddi sögurnar á þýsku. Loks eru kort af sögusviði hverrar frásagnar í óbyggðum Íslands og er án vafa mikill fengur að þessu verki fyrir áhugamenn um hálendið og hrakningasögur Pálma Hannessonar sem hafa verið ófáanlegar árum saman.

Frásagnir Pálma hafa lengi notið hylli meðal landsmanna, bæði sem erindi flutt í útvarpi og á rituðu máli. Þær leika meira að segja hlutverk í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar þar sem söguhetjan Erlendur er sífellt að lesa þær. Má því segja að frásagnir Pálma gegna því hlutverki í bókum Arnaldar að undirstrika íslensk sérkenni Erlends rannsóknalögreglumanns.

Þýðing Marion var hluti af viðfangsefni mastersritgerðar hennar í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Hegravarpið

Þorpið er sögusvið kanadíska rithöfundarins Lise Tremblay í smásagnasafninu Hegravarpið (La héronnière) sem kom út í Montréal árið 2003.

Í grennd við nafnlaust þorp 600 kílómetra norður af Montréal finnst lík aðkomumanns. Íbúar þorpsins þegja þunnu hljóði og morðinginn finnst ekki þótt allir viti hver hann er. Móðir hans var í tygjum við þann látna og var í þann veginn að yfirgefa þetta auma pláss þar sem ekkert er við að vera og lífsafkoman byggist á sumargestum úr borginni, gráhærðum fuglafræðingum og blóðþyrstum veiðimönn-um. Mikil spenna ríkir í samskiptum innfæddra og aðkomumanna og hatrið kraumar undir niðri. Höfundurinn lýsir vanmætti íbúanna og dregur upp ófagra mynd af lífinu á lands-byggðinni þar sem trú og hefðir hafa vikið fyrir breyttum tímum.

Bókin vakti strax mikla athygli gagnrýnenda og hún fór heldur ekki fram hjá íbúum Trönueyjar (Isle-aux-Grues) þar sem Lise Tremblay var þá búsett. Í titilsögunni sækir höfundurinn innblástur í atburði sem gerst höfðu í eynni. Eyjarskeggjar þóttust sjá sjálfa sig í sögupersónum Tremblay og kunnu henni litlar þakkir fyrir. Hún hrökklaðist burt og kom sér fyrir í Montréal þar sem hún kennir bókmenntir og stundar ritstörf. Viðfangsefni hennar ná þó langt út fyrir ónafngreinda bæinn í norðri: Hún skrifar um einmanaleikann, rótlausa einstaklinga og óttann við umheiminn.

Lise Tremblay fæddist árið 1957 í litlum bæ í norðurhluta Québec-fylkis. Hún lauk prófi í blaðamennsku og lagði svo stund á bókmenntir og ritlist við Québec-háskóla í Montréal. Áður en Hegravarpið kom út hafði Lise Tremblay sent frá sér þrjár stuttar skáldsögur en með Hegravarpinu tókst henni að skipa sér í röð efnilegustu rithöfunda í Québec. Fyrir stuttu sendi hún svo frá sér sína fjórðu skáldsögu. Þrátt fyrir alvöru og vægðarleysi hafa verk hennar hrifið fjölmarga lesendur vestan hafs og hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar.

Þýðendur bókarinnar eru Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku, Davíð Steinn Davíðsson, nemanda í frönsku og Linda Rós Arnarsdóttir, nemanda í frönsku.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Svo fagurgrænar og frjósamar: Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dómeníska lýðveldinu

Svo fagurgrænar og frjósamar er smásagnasafn með sögum frá þremur eyríkjum í Karíbahafinu: Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Í safninu eru sögur eftir þekkta rithöfunda frá tuttugustu öld.

Smásagnaritun á sér alllanga sögu í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaf hennar má rekja til nýlendutímabilsins þegar sögur og frásagnir birtust í króníkum og ýmsum ritum. Á 19. öld kom nútímasmásagan fram á sjónarsviðið en undir lok aldarinnar og á 20. öld þróaðist hún enn frekar og festi sig í sessi sem bókmenntagrein. Hinar spænskumælandi eyjar í Karíbahafi fóru ekki varhluta af þessari þróun og hafa eignast marga afbragðsgóða smásagnahöfunda.

Í þessu smásagnasafni sem kemur hér fyrir sjónir lesenda eru þrjátíu sögur frá eyjunum þremur: tíu frá Kúbu, tíu frá Púertó Ríkó og tíu frá Dóminíska lýðveldinu Þær eru fjölbreyttar að efni og gerð og varpa ljósi á sögu og líf fólks á systureyjunum þremur. Sögurnar fjalla um þræla, byltingar, sjálfstæðisbaráttu, kúgun, harðstjórn, ást, samkynhneigð, stöðu kvenna, sjálfsímynd og margt fleira.

Kristín Guðrún Jónsdóttir og Erla Erlendsdóttir völdu og þýddu sögurnar, þær kenna báðar við spænskudeild Háskóla Íslands. Auk þess skrifa þær inngang um sögu landanna og smásögurnar þar á tuttugustu öld. Þrír fræðimenn frá eyjunum, Rogelio Rodríguez Coronel, prófessor við Háskólann í Habana, Helena C. Lázaro, prófessor við Sagrado Corazón háskólann á Púertó Ríkó og José Alcántara Almánzar, rithöfundur, háskólakennari og menningarfulltrúi Seðlabanka Dóminíska lýðveldisins, gera einnig stuttlega grein fyrir stöðu smásagnaritunar hver í sínu landi við upphaf nýrrar aldar.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli borgarsamfélagsins

Í Félagsfræði rótfestunnar: Kenningar um uppruna og eðli borgarsamfélagsins eftir Enriques del Acebo Ibáñez er gert grein fyrir þróun borgarsamfélaga sem fyrirbæri nútímans en um leið sem afsprengi fyrri samfélagshátta.

Fjallað er um helstu kenningar frumkvöðla félagsfræðinnar sem snúa að þróun samfélagsins. Höfundurinn fléttar saman kenningum sínum og túlkunum um rótfestu og rótleysi við myndun borgarsamfélagsins og sýnir hvernig brautryðjendur félagsfræðinnar á 19. og 20. öld tókust á við félagslegt eðli nýja samfélagsins sem einkenndist m.a. af stórborginni.
Verk Enriques del Acebo Ibáñez er mikið þarfaþing fyrir íslenskt vísinda- og fræðisamfélag. Í bókinni er borgarsamfélagið greint á frumlegan hátt um leið og verk brautryðjenda félagsfræðinnar eru fléttuð inn í greiningu höfundar. Bókin var fyrst gefin út í Argentínu árið 1996 og kemur hér út í styttri útgáfu.

Enrique del Acebo Ibáñez er prófessor við Buenos Aires-háskóla og Salvador-háskóla í sömu borg. Hann stundaði nám í félagsfræði við Háskólann í Buenos Aires (UBA) og lauk þaðan meistaraprófi í þróunarfélagsfræði. Doktorsprófi lauk hann í félagsfræði frá Complutense-háskólanum í Madríd. Hann hefur gefið út fjöldann allan af fræðigreinum og bókum um rannsóknir sínar, bæði í Argentínu og erlendis. Auk þess hefur hann flutt fyrirlestra við Notre-Dame-háskólann í Frakklandi, UCLA og Háskóla Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem og við Carlos III-háskólann í Madríd. Hann starfar enn fremur sem sjálfstæður fræðimaður innan vébanda CONICET - Rannsóknarsjóðs argentínska ríkisins.

Ritstjórar bókarinnar eru dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands og dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

Published material 2007

Teaching and Learning English in Iceland. In honour of Auður Torfadóttir

The book „Teaching and Learning English in Iceland. In honour of Auður Torfadóttir” was published in October 2007. The book is a collection of articles on English as a foreign language and teaching English in Iceland. Birna Arnbjörnsdóttir is a Senior Lecturer in English and Hafdís Ingvarsdóttir is a Senior Lecturer in Education.

Editors: Birna Arnbjörnsdóttir and Hafdís Ingvarsdóttir

Publisher: The University Press, Iceland, 2007.

 

 

 

 

 

Gustur úr Djúpi Nætur - Ljóðsaga Lorca á Íslandi

This book is a collection of translations of poems by the Spanish poet Federico García Lorca, previously published in magazines and newspapers in Iceland. The edition is in Icelandic and Spanish, so readers can compare the original text with the Spanish translation, and contains an introduction by dr. Garðarsdóttir.

Editor: dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, Senior Lecturer in Spanish.

Publisher: The Vigdís Finnbogadóttir Insitute of Foreign Languages, 2007.

 

 

 

 

 

 

Published material 2006

Umskiptin

This is a new translation of the classic by Ástráður Eysteinsson and Eysteinn Þorvaldsson, who have translated other works by Kafka. The book contains the German text as well as the Icelandic translation, in addition to an introduction.

Editor: Gauti Kristmannsson.

Publisher: The University Press, Iceland, 2006.

 

 

 

 

 

 

Milli vetrar og vetrar

Poetry by Manfred Peter Hein, translated into Icelandic, English and Danish. Hein is a German poet and author who has published seven books of poetry for adults.This collection is a part of a new series by Vigdís Finnbogadóttir Institute dedicated to multililngual editions.

Translators: Gauti Kristmannsson in Icelandic, Tom Cheesman in English, Henning Vangsgaard in Danish.

Publisher: The University Press, Iceland, 2006.

 

Konur Rómönsku Ameríku sem hreyfiafl

Latin American Women as a Moving Force. This is the fifth volume of essays on Latin American Women´s Studies published by HAINA (The Association of Nordic Researchers on Gender in Latin America). The volume addresses questions of social- and political science, literary criticism, religion and anthropology. The articles published in Latin American Women as a Moving Force appear in English or Spanish. The publication is the outcome of a conference organized in Iceland, in collaboration with The Vigdís Finnbogadóttir Institute of Foreign Languages, in the spring of 2004.

Editor: Hólmfríður Garðarsdóttir, Ph.D., Associate Professor at the University of Iceland.

Publisher: The Vigdís Finnbogadóttir Institute of Foreign Languages, 2006.

 

 

 

 

Published material 2005

Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism

For the last fifty years or so the standard critical view of Sir Walter Scott’s fiction has been that, while paying full tribute to Scotland’s heroic, ancient independence and romantic Jacobite past, his Scottish Waverley Novels ultimately present Scotland’s future as nonetheless belonging within the peace, prosperity and progress of the United Kingdom and the British Empire.

Júlían Meldon D’Arcy’s Subversive Scott radically revises this conventional evaluation of Scott’s work and reveals that embedded in the Waverley Novels’ narratives are dissonant discourses and discreet subtexts which inspire far more subversive and nationalist readings than hitherto perceived.

The author, Júlían Meldon D’Arcy is a Professor of English Literature in the Faculty of Humanities at the University of Iceland. He is the author of Scottish Skalds and Sagamen: Old Norse Influence on Modern Scottish Literature, which was nominated for a Saltire Society literary award in 1997.

Publisher: Háskólaútgáfan, 2005.

 

Ordenes slotte

Háskóli Íslands

Editors: Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen.

This book is dedicated to Vigdís Finnbogadóttir and published on her 75th birthday. A collection of articles on nordic literature and language, written in Danish, Norwegian and Swedish.

Publisher: The Vigdís Finnbogadóttir Insitute of Foreign Languages, 2005.

 

 

 

 

 

Literary Diplomacy I: The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750-1830

Literary Diplomacy II: Translation without an Original

These two volumes by Gauti Kristmannsson examine the way in which translation was instrumental in construction a literary identity in Britain and Germany in the eighteen century.

The first volume covers in three parts how different methods of translation can be applied to enrich the existent literature in the native language and to an extent create it as an aesthetic possibility, in particular through the translation of form. The first part is theoretical without being a theory, the second part covers the national literary rivalry in Britain in the latter part of the eighteenth century and the third part a German synthesis of material and methods applied earlier on in Britain.

The second volume is dedicated to aesthetic, philosophical and national concerns of several major thinkers of the eighteenth century such as Adam Smith, Adam Ferguson, Jean-Jacques Rousseau and Johann Gottfried Herder.

Author of the books is Gauti Kristmannsson, Adjunct Lecturer at the University of Iceland.

Publisher: Peter Lang, 2005.

 

Published material 2004

Yerma

Hið sígilda leikrit Yerma eftir Federico Garcia Lorca er gefið út á tvímála útgáfu á íslensku og spænsku.

Í bókinni birtist frumtexti við hlið þýðingarinnar, auk neðanmálsgreina þýðenda þar sem ýmis málleg og menningarleg atriði textans eru skýrð. Lesanda gefst hér færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Margrét Jónsdóttir hefur einnig ritað ýtarlegan fræðilegan inngang að bókinni til frekari skýringa og samið æfingar fyrir spænskunema sem er að finna aftast.

Ritstjóri bókarinnar er Álfrún Gunnlaugsdóttir en ritstjóri ritraðar er Gauti Krismannson og Peter Weiß. Þýðendur eru Margrét Jónsdóttir og Karl J. Guðmundsson.

Publisher: The Vigdís Finnbogadóttir Insitute of Foreign Languages, 2004.

 

 

 

Published material 2002

Akten des V. Treffen der nordeuropäischen Germanistik Reykjavík, Island, 1.-6. Juni 1999

The authors of the book are Oddný Sverrisdóttir og Peter Weiß

Publisher: The University Press, Iceland.

 

 

 

 

 

 

 

Rediscovering Canada: Culture and Politics, NACS Text Series 19

Various aspects of Canadian politics and culture are discussed in the book.

Contributors are Ólafur Ragnar Grímsson, Stéphane Dion, Alan C. Cairns, Michael Böss, Michael Bradfield, Julián Castro-Rea, John Erik Fossum, B. J. S. Hoetjes, Joan Whitman Hoff, Glyn Hughes, Russell R. Keddie, Nuala Lawlor, Douglas C. Nord, Edgars Osins, John Robinson, Matti Savolainen, Harvey Schwartz, Peter Stenberg, and Allan A. Warrack.

Editors: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir and John Erik Fossum.

Publisher: The University of Iceland Press, 2002, for the Nordic Association for Canadian Studies (NACS) and the Vigdís Finnbogadóttir Institute of Foreign Languages.

 

 

Forskning i nordiske sprog som andet- og fremmedsprog

Bókin er samantekt ráðstefnu á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík 23.-25. maí 2001.

Ráðstefnan fjallaði um norræn mál sem kennd eru sem annað mál eða framandi mál. Þetta var fimmta ráðstefnan sem haldin var um þetta málefni. Í bókinnu er að finna úrval erinda sem haldin voru á ráðstefnunni.

Ritsjórar bókarinnar eru Auður Hauksdóttir, Birna Arinbjörnsdóttir, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir.

Publisher: The University Press, Iceland, 2002.

 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is