Ráðstefnurit EUROCALL 2022

Niðurstöður ráðstefnunnar EUROCALL 2022, sem haldin var dagana 16.-19. ágúst 2022 eru komnar út í ráðstefnuritinu Intelligent CALL, granular systems and learner data: short papers from EUROCALL 2022. Viðburðurinn var í ár haldinn rafrænt í gegnum samstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Í ritinu birtast greinar sem endurspegla nýjustu þróun og tækni á sviði tölvustuddrar tungumálakennslu og -náms, en það inniheldur 66 stuttar greinar. Ritstjórar voru Birna Arnbjörnsdóttir, Branislav Bédi, Linda Bradley, Kolbrún Friðriksdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Sylvie Thouësny, and Matthew James Whelpton.

Ritið er hægt að nálgast í rafrænni útgáfu hér: https://research-publishing.net/book?10.14705/rpnet.2022.61.9782383720157