Dagskrá viðburða á vegum SVF

Dagskrá Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur má sjá hér að neðan. Viðburðum stofnunarinnar er raðað eftir dagsetningum.

VORMISSERI 2016

Janúar

Fimmtudagur 14. janúar kl. 12-13
Mai Al-Nakib, rithöfundur og dósent í ensku og almennum bókmenntum við Háskólann í Kúvæt, heldur fyrirlestur um smásagnasafn sitt The Hidden Light of Objects þar sem hún dregur hún upp myndir úr daglegu lífi í Mið-Austurlöndum í skugga stríða og trúarátaka. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við námsleið í Mið-Austurlandafræðum. Kynnir er Þórir Jónsson Hraundal, umsjónarmaður Mið-Austurlandafræða.
Árnagarður, stofa 422

Laugardagur 30. janúar kl. 13-16
Japanshátíð
Hin árlega Japanshátíð við Háskóla Íslands er haldin í samvinnu Sendiráðs Japans og nemenda í japönsku við Háskóla Íslands. Gestum og gangandi er boðið að kynnast ýmsum atriðum sem tengjast japönsku máli og menningu.
Háskólatorg

Febrúar

Fimmtudagur 11. febrúar kl. 15:30-17
Café Lingua rómanskra tungumála
Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Nemendum í spænsku, frönsku og ítölsku og nemendum í íslensku sem öðru máli sem tala þessi mál eða vilja læra þau er boðið til stefnumóts tungumála og tungumálanemenda. Viðburðurinn er haldinn af Deild erlendra tungumála bókmennta og málvísinda, námsleið í íslensku sem öðru máli, Íslenskuþorpinu, nemendafélaginu Lingua og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands, í samstarfi við Café Lingua Borgarbókasafns Reykjavíkur. Allir eru velkomnir.
Stúdentakjallarinn

Þriðjudagur 16. febrúar kl. 16-17.15
Tveir fyrirlestrar um staðanöfn og málstefnur
Alan Macniven, dósent í sænsku, og Guy Puzey, lektor í norsku, báðir við Edinborgarháskóla, halda fyrirlestra um staðanöfn og málstefnur.
Alan Macniven fjallar í erindi sínu um staðanöfn frá víkingatímanum á eynni Islay í Suðureyjum. Guy Puzey tekur til umfjöllunar félagslega og pólitíska merkingu staðanafna og tekur dæmi um málstefnur og landtáknfræðilegar birtingarmyndir þeirra (e. geosemiotics) á nokkrum stöðum í heiminum.
Lögberg, stofa 101

Fimmtudagur 18. febrúar kl. 16.30-17.30
Fjölmenningarbókmenntir: „Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni“
Gro-Tove Sandsmark, lektor í norsku við Háskólann í Stavanger og fyrrum sendikennari í norsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um skáldsagnaröð rithöfundarins Oles Edvards Rølvaag um norsku landnemana í Norður-Ameríku.
Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku.
Oddi, stofa 106

Laugardagur 20. febrúar kl. 14-16
Kínversk nýárshátíð
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, í samstarfi við SVF, Kínversk-íslenska menningarfélagið, Sendiráð Kínverska alþýðulýðveldisins og Félag Kínverja á Íslandi, efnir til kínverskrar nýárshátíðar í tilefni af komu árs apans.
Háskólatorg

Mars

Miðvikudagur 2. mars kl. 16-17
Afkomendur frumbyggja Ameríku og menningararfur þeirra
Linda Gray, prófessor við Union Institute & University í Vermont í Bandaríkjunum og forstöðumaður rannsóknastofu í veraldarfræðum, sögu og menningu, heldur fyrirlestur um baráttu afkomenda frumbyggja Ameríku við að viðhalda menningararfi sínum. Hluti af þessari viðleitni lýtur að endurlífgun og í sumum tilfellum að endurbyggingu tungumála frumbyggja sem eru í bráðri útrýmingarhættu.
Linda Gray dvelur við fræðistörf á Íslandi á vegum Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, kynnir fyrirlesarann. Allir eru velkomnir.
Háskólatorg, stofa 104

Dagana 11. og 12. mars
Hugvísindaþing
Sjá nánar á http://hugvis.hi.is/hugvisindathing

Þriðjudagur 15. mars kl. 16-17
Úkraína í dag
Linda Gray, prófessor við Union Institute & University í Vermont í Bandaríkjunum og forstöðumaður rannsóknastofu í veraldarfræðum, sögu og menningu, heldur fyrirlestur um aldalanga baráttu Úkraínu-búa til að hlúa að og varðveita tungumál sitt og menningu.
Linda Gray dvelur við fræðistörf á Íslandi á vegum Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, kynnir fyrirlesarann. Allir eru velkomnir.
Lögberg, stofa 101

Miðvikudagur 30. mars kl. 16.30-17.30
Active Memory: Memorializing Disappearance in Argentina through Literary Testimonies
Lydia Gil Keff, lektor við spænskudeild Háskólans í Denver í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur um birtingarmyndir minninga í bókmenntatextum í tengslum við mannshvörf á tímum herforingastjórnarinnar í Argentínu á árunum frá 1976 til 1983. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Rannsóknastofu í minni og bókmenntum við Háskóla Íslands og verður fluttur á ensku. Kynnir er Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku.
Lögberg, stofa 103

Apríl
Laugardagur 9. apríl kl.
100 ára afmæli dönskukennslu við Háskóla Íslands
Málþing í tilefni af 100 ára afmæli dönskukennslu við Háskóla Íslands. Erik Skyum-Nielsen, lektor í norrænum bókmenntum, og Sune Auken, lektor í dönskum bókmenntum, báðir við Kaupmannahafnarháskóla, halda erindi í tilefni 100 ára afmælis dönskukennslu við Háskóla Íslands.
Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Kvikmyndasýningar

Kínverskar kvikmyndir
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stendur fyrir kvikmyndasýningum og fyrirlestrum reglulega allt misserið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu stofnunarinnar: www.konfusius.is/
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is