Heimasíða Hafdísar Ingvarsdóttur

HafdísHafdís Ingvarsdóttir er prófessor í menntunarfræði/kennslufræði með kennslu erlendra tungumála sem sérsvið við Háskóla Íslands.

Hafdís lauk Ph.D. gráðu menntunarfræði með áherslu á enskukennslu frá  Readingháskóla í Bretlandi árið 2003 og MA prófi í Hagnýtum málvísindum frá sama skóla 1993.  Stundaði framhaldsnám í dönsku máli og bókmenntum við Kaupmannhafnarháskóla 1969-1971. Lauk B.A. prófi frá Háskóla Íslands árið 1968 í dönsku og sögu.

Í rannsóknum sínum hefur Hafdís einkum beint sjónum að menntun tungumálakennara, tungumálanámi og tungumálakennslu. Hún hefur einnig sérhæft  sig í eigindlegri aðferðafræði og starfendarannsóknum. Hún hefur gefið út bækur og birt greinar og bókarkafla hér heima og erlendis, stýrt og verið þátttakandi í evrópskum rannsóknarnetum. Hafdís vinnur núna að rannsókn á viðhorfum kennara og nemenda við lok grunnskóla til ensku og  rannsókn á notkun ensku í háskólastarfi. Hún vinnur einnig að rannsókn á viðhorfum tungumálakennara til breyting  á kennsluháttum.

Hafdís var fyrsti formaður Samtaka tungumálakennara á Íslandi, STÍL.

Aðsetur: Oddi skrifstofa 221, sími 525-4506 , netfang: hei@hi.is

Fyrirlestrar

2011

„Narratífur og lífssögur innan menntunarfræða og annarra þjóðfélagsfræða“. Ráðstefna um
rannsóknir í þjóðfélagsfræðum. Ísafjörður, 8.-9. apríl.

„Researching English in Iceland“. Fyrirlestur fluttur við CIP; Center for Internationalisering og Parallelsproglighed. Kaupmannahafnarháskóli, 27. júní.

„English in the Expanded Circle: The use of English at the Tertiary Level in Iceland“. Minst fýra mál til øll Ráðstevna um fleirmæli í Norðurlondum. Fróðskaparsetur Færeyja, 22.-24. ágúst.

„Struggle or Growth: The lived experience of first year language teachers“. ECER (European
Conference on Educational Research). Berlín, 13.-16. september.

„Teaching English in Lower Secondary Schools within the Expanded Circle“. Meðhöfundur Ásrún Jóhannsdóttir. Menntakvika, 30. september.

Veggspjöld

Learners’ Attitudes to English at the End of Compulsory School. Meðhöfundar: Samuel Lefever, Ásrún Jóhannsdóttir, Auður Torfadóttir. Menntakvika, 30. september.

Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir
Using English in Iceland. Þjóðarspegill XII. Háskóli Íslands, 28. október.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is